Haukur Helgi í góðum hópi leikmanna sem komið hafa heim til að hlaða batteríin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2015 06:00 Haukur Helgi Pálsson heldur á mynd frá því þegar KR-ingar unnu titilinn 2009 með þrjá leikmenn innanborðs sem komu heim til að hlaða batteríin, þá Helga Má Magnússon, Jakob Örn Sigurðarson og Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Pjetur Frétt vikunnar, mánaðarins og jafnvel ein af stærstu fréttum körfuboltaársins var að einn allra besti körfuboltamaður landsins, Haukur Helgi Pálsson, ætlar að spila heima í Domino's-deild karla í vetur. Njarðvíkingar voru hlutskarpastir í kapphlaupinu um að fá að njóta þjónustu þessa frábæra körfuboltamanns sem mætir í fyrsta sinn í grænu í kvöld þegar Njarðvík heimsækir KR í DHL-höllina. Haukur gæti verið að fylgja í fótspor margra af bestu leikmönnum íslenska körfuboltalandsliðsins sem hafa komið heim og eytt hér tímabili þegar þeir áttu að vera upp á sitt besta.Sjá einnig: Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Hér getum við nefnt leikmenn eins og Helga Má Magnússon, Jón Arnór Stefánsson, Jakob Örn Sigurðarson, Loga Gunnarsson og Pavel Ermolinskij sem allir komu heim í eitt eða eitt og hálft tímabil áður en þeir fóru aftur út. Pavel og Logi entust þó ekki eins lengi og hinir tveir sem eru enn að gera það gott í evrópskum deildum. Besta dæmisagan um vel heppnað tímabil heima er hjá þeim Jóni Arnóri og Jakobi sem komu báðir heim og spiluðu með KR veturinn 2008-09. Þeir hjálpuðu KR að verða Íslandsmeistari um vorið og komust síðan báðir að erlendis, Jakob í Svíþjóð en Jón Arnór á Spáni.Verða ekki með í kvöld Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij geta ekki verið með KR í kvöld vegna meiðsla en þeir eru tvö önnur góð dæmi um leikmenn sem hafa komið heim en farið síðan aftur út í atvinnumennsku. Helgi Már kom heim fyrir tímabilið 2007-08 eftir að hafa spilað í Sviss og bandaríska háskólaboltanum. Hann var heima í tvö tímabil en komst síðan að í Svíþjóð. Pavel kom heim eftir atvinnumennsku á Spáni og spilaði í eitt og hálft ár með KR. Líkt og Jón Arnór, Jakob og Helgi Már þá fór hann út sem Íslandsmeistari með KR. Helgi Már spilaði í þrjú ár í Svíþjóð og Pavel var þar í tvö ár áður en þeir sneru báðir heim.Haukur Helgi með Loga Gunnarssyni.Mynd/VíkurfréttirFimmta góða dæmið er síðan Logi Gunnarsson, núverandi liðsfélagi Hauks Helga hjá Njarðvík. Logi kom og spilaði tímabilið 2008-09 með Njarðvík en fór síðan aftur út og lék sem atvinnumaður í fjögur tímabil í Frakklandi og Svíþjóð.Sjá einnig: Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur Haukur Helgi er ekki eini leikmaðurinn í Domino's-deildinni sem er kominn heim til að spila eftir ár í atvinnumennsku. Ægir Þór Steinarsson (KR) og Ragnar Nathanaelsson (Þór) voru líkt og Haukur með íslenska landsliðinu á Eurobasket og ættu að öllu eðlilegu að geta komist að erlendis í næstu framtíð.Hvaða stöðu mun Haukur spila Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig Haukur Helgi Pálsson passar inn í Njarðvíkurliðið og hvaða stöðu þjálfararnir, Friðrik Ingi Rúnarsson og Teitur Örlygsson, ætla að láta hann spila. Haukur er nefnilega það fjölhæfur leikmaður að hann getur nánast spilað allar stöður í deildinni hér heima. Fyrsti leikurinn í kvöld mun svara mörgum spurningum en auðvitað ekki nærri því öllum.Skemmtilegri körfuboltakvöld Það er kannski engin draumastaða fyrir íslenska landsliðið að þessir frábæru leikmenn séu ekki að spila í sterkari deild erlendis en á móti kemur að þetta er draumastaða fyrir íslenska körfuboltaáhugamenn sem fá að sjá þessa leikmenn í toppformi að spila í Domino's-deildinni. Körfuboltakvöldin á Stöð 2 Sport verða örugglega full af tilþrifum frá Hauki, Ægi og Nat-vélinni í allan vetur. Fyrsta sýning er í kvöld þegar Ægir og Haukur mætast í Vesturbænum. Aðrir leikmenn sem komu heimHelgi Már Magnússon 2007-2009 25-27 ára Spilaði í tvö tímabil með KR-liðinu og varð Íslandsmeistari seinna árið. Lék síðan í þrjú tímabil í Svíþjóð með Solna Vikings, Uppsala Basket og 08 Stockholm HR áður en hann kom aftur heim.Jón Arnór Stefánsson 2008-09 27 ára Spilaði í eitt tímabil með KR-liðinu og varð Íslandsmeistari auk þess að fá bikarsilfur. Hefur síðan leikið í sjö tímabil á Spáni með CB Granada, CAI Zaragoza, Unicaja og Valencia Basket en hann spilar með því síðastnefnda í dag.Logi Gunnarsson 2008-09 28 ára Spilaði í eitt tímabil með Njarðvík en náði ekki að fara út sem Íslandsmeistari eins og 2002. Lék síðan í fjögur tímabil í Frakklandi og Svíþjóð með Saint-Étienne, Solna Vikings og Angers.Jakob Örn Sigurðarson 2008-09 27 ára Spilaði í eitt tímabil með KR-liðinu og varð Íslandsmeistari auk þess að fá bikarsilfur. Hefur síðan leikið í sjö tímabil í Svíþjóð, fyrstu sex með Sundsvall Dragons og svo með Borås Basket sem hann spilar með í dag.Pavel Ermolinskij 2010-2011 23-24 ára Spilaði í eitt og hálft tímabil með KR og fór út sem Íslands- og bikarmeistari sumarið 2011. Lék síðan í tvö tímabil í Svíþjóð með Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins áður en hann kom aftur heim. Nýir leikmenn sem breyttu miklu fyrir NjarðvíkDanny Shouse 1980-81 Bandaríkjamaðurinn í fyrsta meistaraliði félagsins sem kom til Njarðvíkur frá Ármanni og skoraði 40,0 stig að meðaltali í leik þennan vetur. Lék líka með liðinu árið eftir þegar Njarðvík varð einnig Íslandsmeistari og var þá með 34,3 stig að meðaltali í leik.Rondey Robinson 1990-91 Hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fjögur ár á sínu fyrsta tímabili af sex. Var með 28,6 stig og 16,8 fráköst að meðaltali á fyrsta tímabili og hjálpaði Njarðvík einnig að vinna titilinn 1994 og 1995.Valur Ingimundarson 1993-94 Sneri til baka í Ljónagryfjuna eftir fimm tímabil á Króknum en hafði orðið sex sinnum meistari með Njarðvík 1981-87. Valur varð spilandi þjálfari Njarðvíkurliðsins sem fór frá því að enda í 6. sæti og komast ekki í úrslitakeppnina vorið 1993 í það að vinna Íslandsmeistaratitilinn tvö ár í röð.Teitur Örlygsson Íslandsmeistari Njarðvík körfuboltiTeitur Örlygsson 1997-98 Kom aftur heim eftir ár í atvinnumennsku í Grikklandi og Njarðvík varð meistari á endurkomuárinu þrátt fyrir að hafa bara endað í fjórða sæti í deildarkeppninni. Njarðvík toppaði á hárréttum tíma og Teitur átti meðal annars sitt besta stoðsendingatímabil á ferlinum.Njarðvíkingar Íslandsmeistarar í körfubolta 2001. Brenton Birmi Njarðvíkingar Íslandsmeistarar í körfubolta 2001. Brenton Birmingham fyrirliði liðsins með bikarinn og fána sem var gerður sérstaklega fyrir tilefnið.Brenton Birmingham 2000-01 Samdi aftur við Njarðvík (var einnig í Njarðvík 1998-99) eftir að Njarðvíkingar misstu af honum til Grindavíkur veturinn á undan. Átti magnað tímabil en var aldrei betri en þegar liðið tryggði sér titilinn á Króknum og Brenton var með fjórfalda tvennu (28 stig, 11 stoðsendingar, 10 fráköst og 10 stolna bolta). Varð síðan einnig Íslandsmeistari með Njarðvík 2002 og 2006.Skallagrímur - Njarðvík Iceland Express deild karla úrslit Njarðvík Íslandsmeistari með sigri Jeb Ivey Halldór Rúnar KarlssonJeb Ivey 2005-06 Kom til Njarðvíkur eftir að spilað í tvö ár á Íslandi, fyrst með KFÍ (2003-04) og svo með Fjölni (2004-05). Hjálpaði Njarðvík að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fjögur ár. Var með 24,2 stig og 5,9 stoðsendingar að meðtali í leik í deildinni og skoraði 30 stig þegar Njarðvík tryggði sér titilinn í Borgarnesi. Fór með Njarðvík í lokaúrslitin árið eftir.Stefan Bonneau 2014-15 Leysti Dustin Salisbery af á miðju tímabili og sló í gegn. Bonneau var einn tilþrifapakki frá fyrsta leik og var með 36,9 stig og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Njarðvík var næstum því búið að slá verðandi Íslandsmeistara KR út í mögnuðum tvíframlengdum oddaleik í undanúrslitunum þar sem Bonneau skoraði 52 stig. Dominos-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Frétt vikunnar, mánaðarins og jafnvel ein af stærstu fréttum körfuboltaársins var að einn allra besti körfuboltamaður landsins, Haukur Helgi Pálsson, ætlar að spila heima í Domino's-deild karla í vetur. Njarðvíkingar voru hlutskarpastir í kapphlaupinu um að fá að njóta þjónustu þessa frábæra körfuboltamanns sem mætir í fyrsta sinn í grænu í kvöld þegar Njarðvík heimsækir KR í DHL-höllina. Haukur gæti verið að fylgja í fótspor margra af bestu leikmönnum íslenska körfuboltalandsliðsins sem hafa komið heim og eytt hér tímabili þegar þeir áttu að vera upp á sitt besta.Sjá einnig: Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Hér getum við nefnt leikmenn eins og Helga Má Magnússon, Jón Arnór Stefánsson, Jakob Örn Sigurðarson, Loga Gunnarsson og Pavel Ermolinskij sem allir komu heim í eitt eða eitt og hálft tímabil áður en þeir fóru aftur út. Pavel og Logi entust þó ekki eins lengi og hinir tveir sem eru enn að gera það gott í evrópskum deildum. Besta dæmisagan um vel heppnað tímabil heima er hjá þeim Jóni Arnóri og Jakobi sem komu báðir heim og spiluðu með KR veturinn 2008-09. Þeir hjálpuðu KR að verða Íslandsmeistari um vorið og komust síðan báðir að erlendis, Jakob í Svíþjóð en Jón Arnór á Spáni.Verða ekki með í kvöld Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij geta ekki verið með KR í kvöld vegna meiðsla en þeir eru tvö önnur góð dæmi um leikmenn sem hafa komið heim en farið síðan aftur út í atvinnumennsku. Helgi Már kom heim fyrir tímabilið 2007-08 eftir að hafa spilað í Sviss og bandaríska háskólaboltanum. Hann var heima í tvö tímabil en komst síðan að í Svíþjóð. Pavel kom heim eftir atvinnumennsku á Spáni og spilaði í eitt og hálft ár með KR. Líkt og Jón Arnór, Jakob og Helgi Már þá fór hann út sem Íslandsmeistari með KR. Helgi Már spilaði í þrjú ár í Svíþjóð og Pavel var þar í tvö ár áður en þeir sneru báðir heim.Haukur Helgi með Loga Gunnarssyni.Mynd/VíkurfréttirFimmta góða dæmið er síðan Logi Gunnarsson, núverandi liðsfélagi Hauks Helga hjá Njarðvík. Logi kom og spilaði tímabilið 2008-09 með Njarðvík en fór síðan aftur út og lék sem atvinnumaður í fjögur tímabil í Frakklandi og Svíþjóð.Sjá einnig: Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur Haukur Helgi er ekki eini leikmaðurinn í Domino's-deildinni sem er kominn heim til að spila eftir ár í atvinnumennsku. Ægir Þór Steinarsson (KR) og Ragnar Nathanaelsson (Þór) voru líkt og Haukur með íslenska landsliðinu á Eurobasket og ættu að öllu eðlilegu að geta komist að erlendis í næstu framtíð.Hvaða stöðu mun Haukur spila Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig Haukur Helgi Pálsson passar inn í Njarðvíkurliðið og hvaða stöðu þjálfararnir, Friðrik Ingi Rúnarsson og Teitur Örlygsson, ætla að láta hann spila. Haukur er nefnilega það fjölhæfur leikmaður að hann getur nánast spilað allar stöður í deildinni hér heima. Fyrsti leikurinn í kvöld mun svara mörgum spurningum en auðvitað ekki nærri því öllum.Skemmtilegri körfuboltakvöld Það er kannski engin draumastaða fyrir íslenska landsliðið að þessir frábæru leikmenn séu ekki að spila í sterkari deild erlendis en á móti kemur að þetta er draumastaða fyrir íslenska körfuboltaáhugamenn sem fá að sjá þessa leikmenn í toppformi að spila í Domino's-deildinni. Körfuboltakvöldin á Stöð 2 Sport verða örugglega full af tilþrifum frá Hauki, Ægi og Nat-vélinni í allan vetur. Fyrsta sýning er í kvöld þegar Ægir og Haukur mætast í Vesturbænum. Aðrir leikmenn sem komu heimHelgi Már Magnússon 2007-2009 25-27 ára Spilaði í tvö tímabil með KR-liðinu og varð Íslandsmeistari seinna árið. Lék síðan í þrjú tímabil í Svíþjóð með Solna Vikings, Uppsala Basket og 08 Stockholm HR áður en hann kom aftur heim.Jón Arnór Stefánsson 2008-09 27 ára Spilaði í eitt tímabil með KR-liðinu og varð Íslandsmeistari auk þess að fá bikarsilfur. Hefur síðan leikið í sjö tímabil á Spáni með CB Granada, CAI Zaragoza, Unicaja og Valencia Basket en hann spilar með því síðastnefnda í dag.Logi Gunnarsson 2008-09 28 ára Spilaði í eitt tímabil með Njarðvík en náði ekki að fara út sem Íslandsmeistari eins og 2002. Lék síðan í fjögur tímabil í Frakklandi og Svíþjóð með Saint-Étienne, Solna Vikings og Angers.Jakob Örn Sigurðarson 2008-09 27 ára Spilaði í eitt tímabil með KR-liðinu og varð Íslandsmeistari auk þess að fá bikarsilfur. Hefur síðan leikið í sjö tímabil í Svíþjóð, fyrstu sex með Sundsvall Dragons og svo með Borås Basket sem hann spilar með í dag.Pavel Ermolinskij 2010-2011 23-24 ára Spilaði í eitt og hálft tímabil með KR og fór út sem Íslands- og bikarmeistari sumarið 2011. Lék síðan í tvö tímabil í Svíþjóð með Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins áður en hann kom aftur heim. Nýir leikmenn sem breyttu miklu fyrir NjarðvíkDanny Shouse 1980-81 Bandaríkjamaðurinn í fyrsta meistaraliði félagsins sem kom til Njarðvíkur frá Ármanni og skoraði 40,0 stig að meðaltali í leik þennan vetur. Lék líka með liðinu árið eftir þegar Njarðvík varð einnig Íslandsmeistari og var þá með 34,3 stig að meðaltali í leik.Rondey Robinson 1990-91 Hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fjögur ár á sínu fyrsta tímabili af sex. Var með 28,6 stig og 16,8 fráköst að meðaltali á fyrsta tímabili og hjálpaði Njarðvík einnig að vinna titilinn 1994 og 1995.Valur Ingimundarson 1993-94 Sneri til baka í Ljónagryfjuna eftir fimm tímabil á Króknum en hafði orðið sex sinnum meistari með Njarðvík 1981-87. Valur varð spilandi þjálfari Njarðvíkurliðsins sem fór frá því að enda í 6. sæti og komast ekki í úrslitakeppnina vorið 1993 í það að vinna Íslandsmeistaratitilinn tvö ár í röð.Teitur Örlygsson Íslandsmeistari Njarðvík körfuboltiTeitur Örlygsson 1997-98 Kom aftur heim eftir ár í atvinnumennsku í Grikklandi og Njarðvík varð meistari á endurkomuárinu þrátt fyrir að hafa bara endað í fjórða sæti í deildarkeppninni. Njarðvík toppaði á hárréttum tíma og Teitur átti meðal annars sitt besta stoðsendingatímabil á ferlinum.Njarðvíkingar Íslandsmeistarar í körfubolta 2001. Brenton Birmi Njarðvíkingar Íslandsmeistarar í körfubolta 2001. Brenton Birmingham fyrirliði liðsins með bikarinn og fána sem var gerður sérstaklega fyrir tilefnið.Brenton Birmingham 2000-01 Samdi aftur við Njarðvík (var einnig í Njarðvík 1998-99) eftir að Njarðvíkingar misstu af honum til Grindavíkur veturinn á undan. Átti magnað tímabil en var aldrei betri en þegar liðið tryggði sér titilinn á Króknum og Brenton var með fjórfalda tvennu (28 stig, 11 stoðsendingar, 10 fráköst og 10 stolna bolta). Varð síðan einnig Íslandsmeistari með Njarðvík 2002 og 2006.Skallagrímur - Njarðvík Iceland Express deild karla úrslit Njarðvík Íslandsmeistari með sigri Jeb Ivey Halldór Rúnar KarlssonJeb Ivey 2005-06 Kom til Njarðvíkur eftir að spilað í tvö ár á Íslandi, fyrst með KFÍ (2003-04) og svo með Fjölni (2004-05). Hjálpaði Njarðvík að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fjögur ár. Var með 24,2 stig og 5,9 stoðsendingar að meðtali í leik í deildinni og skoraði 30 stig þegar Njarðvík tryggði sér titilinn í Borgarnesi. Fór með Njarðvík í lokaúrslitin árið eftir.Stefan Bonneau 2014-15 Leysti Dustin Salisbery af á miðju tímabili og sló í gegn. Bonneau var einn tilþrifapakki frá fyrsta leik og var með 36,9 stig og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Njarðvík var næstum því búið að slá verðandi Íslandsmeistara KR út í mögnuðum tvíframlengdum oddaleik í undanúrslitunum þar sem Bonneau skoraði 52 stig.
Dominos-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira