Hera Hilmarsdóttir leikur á móti Ben Kingsley í An Ordinary Man Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2015 15:40 Hera Hilmarsdóttir. Vísir/Getty Edduverðlaunahafinn Hera Hilmarsdóttir hefur landað hlutverki í kvikmyndinni An Ordinary Man sem bandaríska fyrirtækið Enderby Entertainment framleiðir. Mótleikari Heru í myndinni er ekki af verri endanum en það er enginn annar en Óskarsverðlaunahafinn Ben Kingsley. Frá þessu er greint á vef Hollywood Reporter. Myndin segir frá stríðsglæpamanni í felum, leikinn af Kingsley, sem myndar samband við húshjálpina sína, leikin af Heru Hilmarsdóttur. Þegar stríðsglæpamaðurinn finnur fyrir því að hann er ekki lengur óhultur áttar hann sig á því að húshjálpin er eina manneskjan sem hann getur treyst. Breski leikarinn Peter Serafinowicz, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Spy og Guardians of the Galaxy, leikur einnig í myndinni.Ben Kingsley.Vísir/GettyTökur hennar munu hefjast í Belgrad í Serbíu í næstu viku. Leikstjóri myndarinnar er Brad Silberling sem á að baki myndirnar Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events, City of Angels og Casper. Hera Hilmarsdóttir, sem gengur undir nafninu Hera Hilmar ytra, er þekktust hér heima fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Vonarstræti sem kom út í fyrra en hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í henni. Hún hefur einnig komið fyrir í stóru hlutverki í 25 þáttum af bandarísku sjónvarpsseríunni Da Vinci´s Demons eftir hinn þekkta handritshöfund David S. Goyer. Á verkefnalista Heru á vefnum IMDb.com kemur fram að hún muni leika á móti Josh Hartnett í myndinni Mountains and Stones og einnig í kvikmyndinni Alleycats. Bíó og sjónvarp Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Edduverðlaunahafinn Hera Hilmarsdóttir hefur landað hlutverki í kvikmyndinni An Ordinary Man sem bandaríska fyrirtækið Enderby Entertainment framleiðir. Mótleikari Heru í myndinni er ekki af verri endanum en það er enginn annar en Óskarsverðlaunahafinn Ben Kingsley. Frá þessu er greint á vef Hollywood Reporter. Myndin segir frá stríðsglæpamanni í felum, leikinn af Kingsley, sem myndar samband við húshjálpina sína, leikin af Heru Hilmarsdóttur. Þegar stríðsglæpamaðurinn finnur fyrir því að hann er ekki lengur óhultur áttar hann sig á því að húshjálpin er eina manneskjan sem hann getur treyst. Breski leikarinn Peter Serafinowicz, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Spy og Guardians of the Galaxy, leikur einnig í myndinni.Ben Kingsley.Vísir/GettyTökur hennar munu hefjast í Belgrad í Serbíu í næstu viku. Leikstjóri myndarinnar er Brad Silberling sem á að baki myndirnar Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events, City of Angels og Casper. Hera Hilmarsdóttir, sem gengur undir nafninu Hera Hilmar ytra, er þekktust hér heima fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Vonarstræti sem kom út í fyrra en hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í henni. Hún hefur einnig komið fyrir í stóru hlutverki í 25 þáttum af bandarísku sjónvarpsseríunni Da Vinci´s Demons eftir hinn þekkta handritshöfund David S. Goyer. Á verkefnalista Heru á vefnum IMDb.com kemur fram að hún muni leika á móti Josh Hartnett í myndinni Mountains and Stones og einnig í kvikmyndinni Alleycats.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira