Styttri vinnuvika hefur gefið góða raun hjá Reykjavíkurborg Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2015 16:00 Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar. vísir/anton brink Almenn ánægja er meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Forseti borgarstjórnar á von á að haldið verði áfram með verkefnið enda geti styttri vinnutími stuðlað að miklu betra samfélagi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra undirrituðu í gær viljayfirlýsingu, um að setja af stað tilraunaverkefni, sem felur í sér styttingu vinnuvikunnar í 36 klukkustundir án launaskerðingar. Eygló segir að verkefnið komi til með að ná bæði til stofnanna þar sem unnin er dagvinna og vaktavinna. „Það er líka mikil áhersla á það að þarna verði einn af vinnustöðunum sem verði farið í tilraunaverkefnið á sem verði vaktavinnuvinnustaður og það verður að vísu ákveðinn kostnaður sem tengist því. Við erum búin að tryggja það að við munum hafa fjármagn til að mæta því. Hvað varðar hina vinnustaðina þá er gert ráð fyrir því að þetta verði eitthvað sem hægt er að horfa til að verði innan rammans,“ segir Eygló Harðardóttir.Gengið vel Í nærri átta mánuði hefur verið í gangi tvö tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar án skerðingu launa. Annars vegar er lokað eftir hádegi á föstudögum hjá Barnavernd Reykjavíkur og hins vegar lokar klukkutíma fyrr í þjónustumiðstöð Árbæjar. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segir verkefnið hafa gengið vel. „Að jafnaði held ég að þetta komi mjög vel út,“ segir Sóley. „Þetta er tilraun og það þarf að mæta kannski einhverju ófyrirséðu en við höfum verið að reyna að vinna að því og almennt er mikil ánægja með þetta fyrirkomulag,“ segir Sóley. Starfsmenn virðast ráða vel við verkefni sín þó vinnutíminn hafi verið styttur. Sóley á von á að haldið verði áfram með verkefni tilraunaverkefni borgarinnar þegar því lýkur í lok febrúar á næsta ári. „Þetta er náttúrulega langtímabreyting sem við erum einhvern veginn að leggja til að samfélagi og hún mun ekkert verða til á einni nóttu eða á einu ári eða með einu tilraunaverkefni. Nýundirritaður samningur gefur okkur náttúrulega byr í seglin og hérna við vonumst til þess að núna séu einhvern veginn fleiri með okkur. Ég held að það sé alveg ljóst að við munum leggja til einhvers konar framhald á þessu verkefni og mögulega bæta aðeins í. Þetta er eitthvað sem að við hljótum að vilja gera til framtíðar. Styttri vinnutími getur haft svo mikil áhrif á samfélagið. Hann hefur áhrif á stöðu kynjanna. Hann hefur áhrif á stöðu barna. Hann hefur áhrif á stöðu aldraðra, Hann hefur áhrif á samgönguhætti og þar með umhverfið. Þannig að ég held að ef okkur tekst að gera þetta, kannski ekki á næsta ári en í fyrirsjáanlegri framtíð, þá held ég að við séum að stuðla að miklu betra samfélagi,“ segir Sóley. Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Almenn ánægja er meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Forseti borgarstjórnar á von á að haldið verði áfram með verkefnið enda geti styttri vinnutími stuðlað að miklu betra samfélagi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra undirrituðu í gær viljayfirlýsingu, um að setja af stað tilraunaverkefni, sem felur í sér styttingu vinnuvikunnar í 36 klukkustundir án launaskerðingar. Eygló segir að verkefnið komi til með að ná bæði til stofnanna þar sem unnin er dagvinna og vaktavinna. „Það er líka mikil áhersla á það að þarna verði einn af vinnustöðunum sem verði farið í tilraunaverkefnið á sem verði vaktavinnuvinnustaður og það verður að vísu ákveðinn kostnaður sem tengist því. Við erum búin að tryggja það að við munum hafa fjármagn til að mæta því. Hvað varðar hina vinnustaðina þá er gert ráð fyrir því að þetta verði eitthvað sem hægt er að horfa til að verði innan rammans,“ segir Eygló Harðardóttir.Gengið vel Í nærri átta mánuði hefur verið í gangi tvö tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar án skerðingu launa. Annars vegar er lokað eftir hádegi á föstudögum hjá Barnavernd Reykjavíkur og hins vegar lokar klukkutíma fyrr í þjónustumiðstöð Árbæjar. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segir verkefnið hafa gengið vel. „Að jafnaði held ég að þetta komi mjög vel út,“ segir Sóley. „Þetta er tilraun og það þarf að mæta kannski einhverju ófyrirséðu en við höfum verið að reyna að vinna að því og almennt er mikil ánægja með þetta fyrirkomulag,“ segir Sóley. Starfsmenn virðast ráða vel við verkefni sín þó vinnutíminn hafi verið styttur. Sóley á von á að haldið verði áfram með verkefni tilraunaverkefni borgarinnar þegar því lýkur í lok febrúar á næsta ári. „Þetta er náttúrulega langtímabreyting sem við erum einhvern veginn að leggja til að samfélagi og hún mun ekkert verða til á einni nóttu eða á einu ári eða með einu tilraunaverkefni. Nýundirritaður samningur gefur okkur náttúrulega byr í seglin og hérna við vonumst til þess að núna séu einhvern veginn fleiri með okkur. Ég held að það sé alveg ljóst að við munum leggja til einhvers konar framhald á þessu verkefni og mögulega bæta aðeins í. Þetta er eitthvað sem að við hljótum að vilja gera til framtíðar. Styttri vinnutími getur haft svo mikil áhrif á samfélagið. Hann hefur áhrif á stöðu kynjanna. Hann hefur áhrif á stöðu barna. Hann hefur áhrif á stöðu aldraðra, Hann hefur áhrif á samgönguhætti og þar með umhverfið. Þannig að ég held að ef okkur tekst að gera þetta, kannski ekki á næsta ári en í fyrirsjáanlegri framtíð, þá held ég að við séum að stuðla að miklu betra samfélagi,“ segir Sóley.
Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07
Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07