Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2015 13:00 Samningur RÚV við Vodafone er harðlega gagnrýndur í skýrslunni. Vísir/GVA Þeir fjórir milljarðar sem dreifikerfi Ríkisútvarpsins og Vodafones kostaði hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins, flýtt fyrir henni og lagt grunna að dreifikerfi með Internetinu í stað lokaðs og ógagnvirks dreifikerfis. Þetta kemu fram í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur Ríkisútvarpsins frá árinu 2007. Þar er gagnrýnt harðlega fjögurra milljarða króna skuldbinding sem var lögð á RÚV árið 2013 með fimmtán ára samningi við Vodafone um stafrænt dreifikerfi með takmarkaða möguleika.Reyndist hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir Í skýrslunni kemur fram að samningurinn fól í sér mikla fjárbindingu og kostnaðarauka í rekstri RÚV sem reyndist enn hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í skilmálum útboðs RÚV vegna dreifikerfisins var sett krafa um 99,8 prósenta dreifingu kerfisins sem sé umfram kröfu um dreifingu almannaþjónustumiðla í öðrum dreifbýlum löndum eins og Noregi, þar sem er 95 prósenta krafa, og Bretlandi, þar sem 98,5 prósenta krafa.Hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á Samningurinn fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. Áætlar nefndin að 90 prósent landsmanna, í það minnsta, nái útsendingum sjónvarps í gegnum dreifikerfi annarra en RÚV, sem byggja á Internet tækni. Nefndin segir þessa fjóra milljarða hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins en í skýrslu starfshóps innanríkisráðherra, „Ísland ljóstengt - Landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða“, frá mars 2015 er gerð tillaga um „samstarfsleið“ þar sem kostnaður ríkissjóðs við að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins er áætlaður þrír til fjórir milljarðar.Ósamræmi í tilkynningum RÚV til Kauphallarinnar Nefndin segir ákvörðunina um nýjan dreifisamning hafa verið tekin árið 2013 þegar rekstur Ríkisútvarpsins var og hafði verið mjög þungur. Þá segir nefndin ósamræmi í umfjöllun um samninginn hafa verið innan RÚV og í tilkynningum sem RÚV sendi í Kauphöll um kostnað vegna samningsins. Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 18. janúar 2013: „Verði gerður samningur við Fjarskipti á grundvelli þessa tilboðs er gert ráð fyrir að það hafi ekki áhrif á heildarafkomu Ríkisútvarpsins ohf“ Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 27. mars 2013: „Ríkisútvarpið og Fjarskipti undirrituðu í dag samning til 15 ára... áhrifin á rekstur félagsins verða jákvæð á tímabilinu“ Úr fréttatilkynningu Vodafone 27. mars 2013: „Tekjur Vodafone vegna þjónustunnar verða um 4 milljarðar króna á tímabilinu... Ætluð áhrif til hækkunar á EBITDA hjá Vodafona á ársgrundvelli nema um 3 - 5%.“ 91. stjórnarfundur 19. desember 2012: „... megi ætla að heildardreifikostnaður RÚV hækki um 70. m.kr. á ári frá því sem nú er“ 101. stjórnarfundur 20. júlí 2013: „Með tilkomu nýs stafræns dreifikerfis hækki dreifikostnaður RÚV um 100 m.kr. á ári...“Dreifingarkostnaðurinn nær tvöfaldast Þá hefur dreifingarkostnaður aukist verulega vegna þessa samnings og tvöfaldaðist nær greiddur kostnaður frá árunum 2011-12 til 2013-14. Í skýrslunni kemur fram að á rekstrarárinu 2011-12 hefði greiddur kostnaður numið 297 milljónum króna en 573 milljónum króna á rekstrarárinu 2013 til 2014. Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Þeir fjórir milljarðar sem dreifikerfi Ríkisútvarpsins og Vodafones kostaði hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins, flýtt fyrir henni og lagt grunna að dreifikerfi með Internetinu í stað lokaðs og ógagnvirks dreifikerfis. Þetta kemu fram í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur Ríkisútvarpsins frá árinu 2007. Þar er gagnrýnt harðlega fjögurra milljarða króna skuldbinding sem var lögð á RÚV árið 2013 með fimmtán ára samningi við Vodafone um stafrænt dreifikerfi með takmarkaða möguleika.Reyndist hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir Í skýrslunni kemur fram að samningurinn fól í sér mikla fjárbindingu og kostnaðarauka í rekstri RÚV sem reyndist enn hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í skilmálum útboðs RÚV vegna dreifikerfisins var sett krafa um 99,8 prósenta dreifingu kerfisins sem sé umfram kröfu um dreifingu almannaþjónustumiðla í öðrum dreifbýlum löndum eins og Noregi, þar sem er 95 prósenta krafa, og Bretlandi, þar sem 98,5 prósenta krafa.Hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á Samningurinn fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. Áætlar nefndin að 90 prósent landsmanna, í það minnsta, nái útsendingum sjónvarps í gegnum dreifikerfi annarra en RÚV, sem byggja á Internet tækni. Nefndin segir þessa fjóra milljarða hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins en í skýrslu starfshóps innanríkisráðherra, „Ísland ljóstengt - Landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða“, frá mars 2015 er gerð tillaga um „samstarfsleið“ þar sem kostnaður ríkissjóðs við að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins er áætlaður þrír til fjórir milljarðar.Ósamræmi í tilkynningum RÚV til Kauphallarinnar Nefndin segir ákvörðunina um nýjan dreifisamning hafa verið tekin árið 2013 þegar rekstur Ríkisútvarpsins var og hafði verið mjög þungur. Þá segir nefndin ósamræmi í umfjöllun um samninginn hafa verið innan RÚV og í tilkynningum sem RÚV sendi í Kauphöll um kostnað vegna samningsins. Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 18. janúar 2013: „Verði gerður samningur við Fjarskipti á grundvelli þessa tilboðs er gert ráð fyrir að það hafi ekki áhrif á heildarafkomu Ríkisútvarpsins ohf“ Úr tilkynningu RÚV til Kauphallar 27. mars 2013: „Ríkisútvarpið og Fjarskipti undirrituðu í dag samning til 15 ára... áhrifin á rekstur félagsins verða jákvæð á tímabilinu“ Úr fréttatilkynningu Vodafone 27. mars 2013: „Tekjur Vodafone vegna þjónustunnar verða um 4 milljarðar króna á tímabilinu... Ætluð áhrif til hækkunar á EBITDA hjá Vodafona á ársgrundvelli nema um 3 - 5%.“ 91. stjórnarfundur 19. desember 2012: „... megi ætla að heildardreifikostnaður RÚV hækki um 70. m.kr. á ári frá því sem nú er“ 101. stjórnarfundur 20. júlí 2013: „Með tilkomu nýs stafræns dreifikerfis hækki dreifikostnaður RÚV um 100 m.kr. á ári...“Dreifingarkostnaðurinn nær tvöfaldast Þá hefur dreifingarkostnaður aukist verulega vegna þessa samnings og tvöfaldaðist nær greiddur kostnaður frá árunum 2011-12 til 2013-14. Í skýrslunni kemur fram að á rekstrarárinu 2011-12 hefði greiddur kostnaður numið 297 milljónum króna en 573 milljónum króna á rekstrarárinu 2013 til 2014.
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira