Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 08:00 Haukur Helgi og Logi fyrir framan unga iðkendur í Ljónagryfjunni í gær. Mynd/Víkurfréttir Spennan var rafmögnuð í Ljónagryfjunni í gær þegar Domino's-deildarlið Njarðvíkur kynnti Hauk Helga Pálsson til sögunnar sem nýjasta leikmann liðsins. Heill heir af grænklæddum húnum og fyrrverandi stjörnur á borð við Brenton Birmingham tóku sér sæti í steyptri stúkunni í Ljónagryfjunni og biðu eftir að sjá Hauk Helga formlega ganga í raðir Njarðvíkur. Það er ekki á hverjum degi sem einn besti leikmaður þjóðarinnar kemur aftur heim til að spila í Domino's-deildinni. Hvað þá leikmaður sem hefur verið á jafn mikilli uppleið og Haukur Helgi undanfarin ár. Hann spilaði nú síðast með MBC í Þýskalandi á sex vikna samningi en var farið að leiðast þófið og vildi núllstilla sig hér heima. „Mann langar svo sem alltaf að koma heim en núna vildi ég láta slag standa eftir langa veru úti. Ég er bara aðeins að hlaða batteríin og fara svo aftur af stað eftir það,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið eftir undirskriftina í gær. Njarðvík var þó ekki eina liðið sem reyndi við hann. Haukur ræddi við Grindavík, Keflavík og Stjörnuna. „Njarðvík hefur mest tilfinningalegt gildi fyrir mig. Ég þekki mikið af góðu fólki hérna og það sem ég þarf til að hlaða batteríin almennilega er að vera í kringum gott fólk,“ sagði hann.Pressan mikil Njarðvík var hársbreidd frá því að slá út KR í undanúrslitum Íslandsmótsins síðasta vor. Tveir flautuþristar Stefans Bonneau smullu á hringnum áður en verðandi Íslandsmeistararnir tryggðu sér farseðilinn í úrslitin. Njarðvík hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2006. Það er langur tími í Ljónagryfjunni og fengu menn blóð á tennurnar við árangurinn í fyrra. „Við ætluðum okkur að byggja helst á sama liði og þess vegna sömdum við aftur við Bonneau. En svo meiðist hann rétt eftir að hann kemur til landsins sem var mikið áfall. Það stóð alltaf til að vera opnir fyrir öllu og styrkja hópinn ef eitthvað kæmi upp á. Með því að fá Hauk Helga höldum við okkar stefnu að vera í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, brosandi við Fréttablaðið í gær. Pressan er mikil á Hauki Helga. Þó Logi Gunnarsson sé kóngurinn í Njarðvík var það Bonneau sem átti að fara með Njarðvík alla leið og fyrst hann er meiddur er ábyrgðin sett á Hauk Helga. Hann fær þó góða hjálp frá Loga en í byrjunarliði Njarðvíkur eru nú tveir leikmenn sem voru á Evrópumótinu í sumar. „Maður tekur alltaf vel í pressu. Það er alltaf gott að hafa smá pressu á sér. Ég er alveg tilbúinn,“ sagði Haukur Helgi sem veit að Íslandsmeistaratitillinn er það eina sem er í boði með komu hans: „Ég stefni að því að vinna titilinn með Njarðvík,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Spennan var rafmögnuð í Ljónagryfjunni í gær þegar Domino's-deildarlið Njarðvíkur kynnti Hauk Helga Pálsson til sögunnar sem nýjasta leikmann liðsins. Heill heir af grænklæddum húnum og fyrrverandi stjörnur á borð við Brenton Birmingham tóku sér sæti í steyptri stúkunni í Ljónagryfjunni og biðu eftir að sjá Hauk Helga formlega ganga í raðir Njarðvíkur. Það er ekki á hverjum degi sem einn besti leikmaður þjóðarinnar kemur aftur heim til að spila í Domino's-deildinni. Hvað þá leikmaður sem hefur verið á jafn mikilli uppleið og Haukur Helgi undanfarin ár. Hann spilaði nú síðast með MBC í Þýskalandi á sex vikna samningi en var farið að leiðast þófið og vildi núllstilla sig hér heima. „Mann langar svo sem alltaf að koma heim en núna vildi ég láta slag standa eftir langa veru úti. Ég er bara aðeins að hlaða batteríin og fara svo aftur af stað eftir það,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið eftir undirskriftina í gær. Njarðvík var þó ekki eina liðið sem reyndi við hann. Haukur ræddi við Grindavík, Keflavík og Stjörnuna. „Njarðvík hefur mest tilfinningalegt gildi fyrir mig. Ég þekki mikið af góðu fólki hérna og það sem ég þarf til að hlaða batteríin almennilega er að vera í kringum gott fólk,“ sagði hann.Pressan mikil Njarðvík var hársbreidd frá því að slá út KR í undanúrslitum Íslandsmótsins síðasta vor. Tveir flautuþristar Stefans Bonneau smullu á hringnum áður en verðandi Íslandsmeistararnir tryggðu sér farseðilinn í úrslitin. Njarðvík hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2006. Það er langur tími í Ljónagryfjunni og fengu menn blóð á tennurnar við árangurinn í fyrra. „Við ætluðum okkur að byggja helst á sama liði og þess vegna sömdum við aftur við Bonneau. En svo meiðist hann rétt eftir að hann kemur til landsins sem var mikið áfall. Það stóð alltaf til að vera opnir fyrir öllu og styrkja hópinn ef eitthvað kæmi upp á. Með því að fá Hauk Helga höldum við okkar stefnu að vera í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, brosandi við Fréttablaðið í gær. Pressan er mikil á Hauki Helga. Þó Logi Gunnarsson sé kóngurinn í Njarðvík var það Bonneau sem átti að fara með Njarðvík alla leið og fyrst hann er meiddur er ábyrgðin sett á Hauk Helga. Hann fær þó góða hjálp frá Loga en í byrjunarliði Njarðvíkur eru nú tveir leikmenn sem voru á Evrópumótinu í sumar. „Maður tekur alltaf vel í pressu. Það er alltaf gott að hafa smá pressu á sér. Ég er alveg tilbúinn,“ sagði Haukur Helgi sem veit að Íslandsmeistaratitillinn er það eina sem er í boði með komu hans: „Ég stefni að því að vinna titilinn með Njarðvík,“ sagði Haukur Helgi Pálsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira