Tabú sem allir þyrftu að þekkja Þóra Jónsdóttir skrifar 29. október 2015 07:00 Samfélag manna virkar að langmestu leyti vel og er langflestum okkar gott. Það er frábært og við ættum að muna oftar eftir að þakka fyrir það. Það gerist ekki endilega af sjálfu sér, því það er verkefni okkar allra að vanda okkur í lífinu og koma ávallt vel fram við aðra, sérstaklega við börn. Við þurfum að vera meðvituð og breyta rétt, sama hvernig á stendur í lífi okkar, þó mikilvægast af öllu sé að halda í gleðina og njóta þess að vera til. Það er gott að vera meðvituð um að það lifa ekki allir jafngóðu lífi. Þar sem við sitjum við netvafrið í okkar daglega lífi, mismeðvituð um það sem við lesum eða sjáum, gætum við hnotið um ýmislegt sem getur virkað mjög óþægilegt fyrir okkur, er jafnvel annaðhvort óviðeigandi eða ólöglegt. Það gæti jafnvel verið efni þar sem ofbeldi kemur við sögu. Eða efni þar sem hvatt er til ofbeldis eða að verið sé að breiða út hatur. Þetta gæti enn fremur verið efni sem viðkemur slæmri meðferð á börnum. Um getur verið að ræða kynferðisofbeldi gegn barni. Slíkt efni er gróft brot á mannréttindum viðkomandi barns. Verði fólk vart við slíkt efni á neti er um að gera að hjálpa til við að stuðla að því að svoleiðis efni verði tekið af netinu – og jafnvel að barninu verði komið til hjálpar ef tekst að rekja myndefnið til þess sem sætir meðferðinni. Það er vandmeðfarið að uppfræða almenning um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu. Sumir segja að við það að upplýsa um það, leggist einhverjir í leit að því sérstaklega, sem er ólöglegt. Það er samt mikilvægt að upplýsa rétta aðila um efni á netinu sem varðar á einhvern hátt ofbeldi gegn barni eða börnum. Okkur ber öllum að tilkynna um slíkt efni, hvaðan svo sem efnið er upprunnið og hvort sem um er að ræða stór eða lítil börn, erlend eða íslensk. Hvert barn skiptir máli og á rétt á vernd gegn ofbeldi samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Allir sem eru yngri en 18 ára teljast börn á grundvelli Barnasáttmálans.Ábendingarhnappur Á vefsíðu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er að finna ábendingarhnapp sem hægt er að nota til að tilkynna um ólöglegt og/eða óviðeigandi efni á neti. Ábendingarlínan er samstarfsverkefni Barnaheilla og Ríkislögreglustjóra og hún er hluti af SAFT-verkefninu um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Ábendingarlínan er hluti af stóru alþjóðlegu neti ábendingarlína sem vinna saman að því að uppræta efni sem hefur að geyma kynferðisofbeldi gegn börnum á neti. Barnaheill hvetja almenning á Íslandi til að vera vakandi fyrir ofbeldi eða hatursefni á netinu og tilkynna um slíkt efni í gegnum Ábendingarlínuna. Hjálpumst að við að útrýma ofbeldi gegn börnum á netinu. Verum meðvituð og bregðumst við. Hvert okkar skiptir máli fyrir vernd barna á þessum mikilvæga miðli í lífi nútímafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Sjá meira
Samfélag manna virkar að langmestu leyti vel og er langflestum okkar gott. Það er frábært og við ættum að muna oftar eftir að þakka fyrir það. Það gerist ekki endilega af sjálfu sér, því það er verkefni okkar allra að vanda okkur í lífinu og koma ávallt vel fram við aðra, sérstaklega við börn. Við þurfum að vera meðvituð og breyta rétt, sama hvernig á stendur í lífi okkar, þó mikilvægast af öllu sé að halda í gleðina og njóta þess að vera til. Það er gott að vera meðvituð um að það lifa ekki allir jafngóðu lífi. Þar sem við sitjum við netvafrið í okkar daglega lífi, mismeðvituð um það sem við lesum eða sjáum, gætum við hnotið um ýmislegt sem getur virkað mjög óþægilegt fyrir okkur, er jafnvel annaðhvort óviðeigandi eða ólöglegt. Það gæti jafnvel verið efni þar sem ofbeldi kemur við sögu. Eða efni þar sem hvatt er til ofbeldis eða að verið sé að breiða út hatur. Þetta gæti enn fremur verið efni sem viðkemur slæmri meðferð á börnum. Um getur verið að ræða kynferðisofbeldi gegn barni. Slíkt efni er gróft brot á mannréttindum viðkomandi barns. Verði fólk vart við slíkt efni á neti er um að gera að hjálpa til við að stuðla að því að svoleiðis efni verði tekið af netinu – og jafnvel að barninu verði komið til hjálpar ef tekst að rekja myndefnið til þess sem sætir meðferðinni. Það er vandmeðfarið að uppfræða almenning um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu. Sumir segja að við það að upplýsa um það, leggist einhverjir í leit að því sérstaklega, sem er ólöglegt. Það er samt mikilvægt að upplýsa rétta aðila um efni á netinu sem varðar á einhvern hátt ofbeldi gegn barni eða börnum. Okkur ber öllum að tilkynna um slíkt efni, hvaðan svo sem efnið er upprunnið og hvort sem um er að ræða stór eða lítil börn, erlend eða íslensk. Hvert barn skiptir máli og á rétt á vernd gegn ofbeldi samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Allir sem eru yngri en 18 ára teljast börn á grundvelli Barnasáttmálans.Ábendingarhnappur Á vefsíðu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er að finna ábendingarhnapp sem hægt er að nota til að tilkynna um ólöglegt og/eða óviðeigandi efni á neti. Ábendingarlínan er samstarfsverkefni Barnaheilla og Ríkislögreglustjóra og hún er hluti af SAFT-verkefninu um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Ábendingarlínan er hluti af stóru alþjóðlegu neti ábendingarlína sem vinna saman að því að uppræta efni sem hefur að geyma kynferðisofbeldi gegn börnum á neti. Barnaheill hvetja almenning á Íslandi til að vera vakandi fyrir ofbeldi eða hatursefni á netinu og tilkynna um slíkt efni í gegnum Ábendingarlínuna. Hjálpumst að við að útrýma ofbeldi gegn börnum á netinu. Verum meðvituð og bregðumst við. Hvert okkar skiptir máli fyrir vernd barna á þessum mikilvæga miðli í lífi nútímafólks.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun