Viðskipti innlent

Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann

ingvar haraldsson skrifar
Sigurður Hannesson, sem á sæti í  framkvæmdahóp um afnám hafta á fundinum sem lauk fyrir skömmu.
Sigurður Hannesson, sem á sæti í framkvæmdahóp um afnám hafta á fundinum sem lauk fyrir skömmu. vísir/gva
Gert er ráð fyrir að uppgjör slitabúa föllnu bankanna hafi jákvæð áhrif á gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands um 41 milljarð króna. Þetta kom fram í kynningu stjórnvalda á uppgjöri slitabúanna nú fyrir skömmu.

Miðað er við að að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna uppgjörs búanna nemi 856 milljörðum króna. Hins vegar nemi krónueignir slitabúanna þriggja 576 milljörðum króna og kröfur slitabúanna á innlenda aðila í erlendri mynt nemi 239 milljörðum króna. Því sé heildarumfang greiðsluvandans sem snúi að slitabúunum 815 milljarðar, 41 milljarði lægri en aðgerðir stjórnvalda eigi að skila.

Þá er búist við að stöðugleikaframlag slitabúanna skili 379 milljörðum króna. Þar af nemi stöðugleikaframlag Glitnis hf. 229 milljörðum króna, Kaupþings hf. um 127 milljörðum króna og LBI 23 milljörðum króna.

Sú upphæð gæti þó hækkað ef Arion banki verður seldur á hærra verði og lágt metnar eignir reynast verðmætari, en gert er ráð fyrir.

Gert er ráð fyrir að skuldalengingar og uppgreiðsla lánafyrirgreiðslu hafi jákvæð áhrif sem nemi samtals 151 milljarði króna.

Einnig er gert ráð fyrir að endurheimtur núverandi krafna í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands á slitabúin styrki gjaldeyrisforðann um 81 milljarði króna.



Þá er gert ráð fyrir að endurfjármögnunar búanna á fyrirgreiðslu Seðlabankans og ríkisins til nýju viðskiptabankana og gjaldeyrisendurheimtna ESÍ hafi jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann um 69 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×