Lífið

Lögin sem geimfarinn Scott Kelly hlustar á

Birgir Olgeirsson skrifar
Scott Kelly
Scott Kelly Vísir/EPA
Bandaríski geimfarinn ScottKelly hefur verið í rúmlega 200 daga út í geimnum og því meira en hálfnaður með árs dvöl sína í alþjóðlegu geimstöðinni.

Mun þessi dvöl hans veita vísindamönnum upplýsingar um þau áhrif sem vera til lengri tíma í geimnum hefur á mannslíkamann.

Kelly þessi deildi nýverið með jarðarbúum tónlistinni sem hann hlustar á úti í geimnum. Um er að ræða 28 lög sem hann deildi á Spotify en hann segir þetta vera lögin sem hann hefur hlustað hvað mest á síðan hann yfirgaf jörðina í mars síðastliðnum.

„Sum þeirra snerta mig persónulega en önnur eru bara samansafn melódía, takta og texta mér líkar. Ég hlusta á þessi lög í þessari röð því þau ná lauslega að fanga þessa veru mína í geimnum yfir heilt ár.“

Ótrúlegt en satt er ekki að finna lögin SpaceOddity og Starman eftir David Bowie eða Rocket Man eftir Elton John. Engu að síður forvitnilegur listi sem hlusta má á hér fyrir neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×