Sólarkísilverksmiðjan gæti stækkað í framtíðinni Sæunn Gísladóttir skrifar 28. október 2015 10:16 Skrifað var undir samninginn um lóðarleigu fyrr á þessu ári. Vísir/Stefán Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga lauk um miðjan september. Til stendur að hefja framkvæmdir næsta sumar og að sögn Terry Jester, forstjóra Silicor Materials, bendir allt til þess að verksmiðjan muni fylgja áætlun og verða opnuð sumarið 2018. „Í bjartsýni minni tel ég að miðað við ódýrt framleiðsluverð, og það að við séum lítill leikmaður á þessu sviði, myndum við síðar meir vilja stækka við verksmiðjuna,“ segir Jester í viðtali við Vísi. Áætlanir um sólarkísilverksmiðju Silicor Materials hófust fyrir fjórum árum. Þá stóð til að byggja hana í Bandaríkjunum. Vegna þess að selja átti kísilinn til Kína og erfiður verslunarágreiningur stóð milli ríkjanna tveggja var ákveðið að leita annað og Ísland varð fyrir valinu. Jester segir að Ísland sé í raun fullkomna landið fyrir framleiðsluna. „Ég held að á Íslandi ríki gott jafnvægi milli þess sem mögulegt er og nauðsynlegt er fyrir þróun landsins. Það er mikil fágun og framsækni sem einkennir jafnvægið milli þróunar og varðveislu hér á landi,“ segir Jester. Aðspurð um gagnrýni sem áætlanir fyrirtækisins hafa hlotið frá umhverfissinnum segist Jester telja að hún stafi af vanþekkingu. „Ég held að þetta sé bara þekkingarleysi, fólk á rétt á sínum skoðunum og það er hluti af okkar ábyrgð að fræða fólk um það hversu hrein og mengunarlaus okkar aðferð er. Við erum ekki eins og aðrar iðnaðarframleiðslur sem fela í sér mikla koltvísýringslosun eða mikla sóun. Við munum svo vinna í nánu samráði við bæjarráð Akraness,“ segir Jester. Um 450 ný störf munu skapast við komu sólarkísilverksmiðjunnar. Hún segist meðvituð um að atvinnuleysi hér á landi sé lítið. „Við ætlum að ráða fyrirtæki á Íslandi sem hefur hjálpað öðrum framleiðslufyrirtækjum að manna störf og þjálfa nýja starfsmenn. Við munum hefja ráðningar næsta haust fyrir fyrstu störfin og svo byrja af alvöru að ráða í lok árs 2017,“ segir Jester. Aðspurð segist Jester mjög jákvæð um framtíð fyrirtækisins á Íslandi. Hér sé gott fyrirtækjaumhverfi og landið uppfylli öll skilyrðin fyrir framleiðslu kísils, sér í lagi fríverslunarsamning við Kína. Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga lauk um miðjan september. Til stendur að hefja framkvæmdir næsta sumar og að sögn Terry Jester, forstjóra Silicor Materials, bendir allt til þess að verksmiðjan muni fylgja áætlun og verða opnuð sumarið 2018. „Í bjartsýni minni tel ég að miðað við ódýrt framleiðsluverð, og það að við séum lítill leikmaður á þessu sviði, myndum við síðar meir vilja stækka við verksmiðjuna,“ segir Jester í viðtali við Vísi. Áætlanir um sólarkísilverksmiðju Silicor Materials hófust fyrir fjórum árum. Þá stóð til að byggja hana í Bandaríkjunum. Vegna þess að selja átti kísilinn til Kína og erfiður verslunarágreiningur stóð milli ríkjanna tveggja var ákveðið að leita annað og Ísland varð fyrir valinu. Jester segir að Ísland sé í raun fullkomna landið fyrir framleiðsluna. „Ég held að á Íslandi ríki gott jafnvægi milli þess sem mögulegt er og nauðsynlegt er fyrir þróun landsins. Það er mikil fágun og framsækni sem einkennir jafnvægið milli þróunar og varðveislu hér á landi,“ segir Jester. Aðspurð um gagnrýni sem áætlanir fyrirtækisins hafa hlotið frá umhverfissinnum segist Jester telja að hún stafi af vanþekkingu. „Ég held að þetta sé bara þekkingarleysi, fólk á rétt á sínum skoðunum og það er hluti af okkar ábyrgð að fræða fólk um það hversu hrein og mengunarlaus okkar aðferð er. Við erum ekki eins og aðrar iðnaðarframleiðslur sem fela í sér mikla koltvísýringslosun eða mikla sóun. Við munum svo vinna í nánu samráði við bæjarráð Akraness,“ segir Jester. Um 450 ný störf munu skapast við komu sólarkísilverksmiðjunnar. Hún segist meðvituð um að atvinnuleysi hér á landi sé lítið. „Við ætlum að ráða fyrirtæki á Íslandi sem hefur hjálpað öðrum framleiðslufyrirtækjum að manna störf og þjálfa nýja starfsmenn. Við munum hefja ráðningar næsta haust fyrir fyrstu störfin og svo byrja af alvöru að ráða í lok árs 2017,“ segir Jester. Aðspurð segist Jester mjög jákvæð um framtíð fyrirtækisins á Íslandi. Hér sé gott fyrirtækjaumhverfi og landið uppfylli öll skilyrðin fyrir framleiðslu kísils, sér í lagi fríverslunarsamning við Kína.
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira