Sólarkísilverksmiðjan gæti stækkað í framtíðinni Sæunn Gísladóttir skrifar 28. október 2015 10:16 Skrifað var undir samninginn um lóðarleigu fyrr á þessu ári. Vísir/Stefán Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga lauk um miðjan september. Til stendur að hefja framkvæmdir næsta sumar og að sögn Terry Jester, forstjóra Silicor Materials, bendir allt til þess að verksmiðjan muni fylgja áætlun og verða opnuð sumarið 2018. „Í bjartsýni minni tel ég að miðað við ódýrt framleiðsluverð, og það að við séum lítill leikmaður á þessu sviði, myndum við síðar meir vilja stækka við verksmiðjuna,“ segir Jester í viðtali við Vísi. Áætlanir um sólarkísilverksmiðju Silicor Materials hófust fyrir fjórum árum. Þá stóð til að byggja hana í Bandaríkjunum. Vegna þess að selja átti kísilinn til Kína og erfiður verslunarágreiningur stóð milli ríkjanna tveggja var ákveðið að leita annað og Ísland varð fyrir valinu. Jester segir að Ísland sé í raun fullkomna landið fyrir framleiðsluna. „Ég held að á Íslandi ríki gott jafnvægi milli þess sem mögulegt er og nauðsynlegt er fyrir þróun landsins. Það er mikil fágun og framsækni sem einkennir jafnvægið milli þróunar og varðveislu hér á landi,“ segir Jester. Aðspurð um gagnrýni sem áætlanir fyrirtækisins hafa hlotið frá umhverfissinnum segist Jester telja að hún stafi af vanþekkingu. „Ég held að þetta sé bara þekkingarleysi, fólk á rétt á sínum skoðunum og það er hluti af okkar ábyrgð að fræða fólk um það hversu hrein og mengunarlaus okkar aðferð er. Við erum ekki eins og aðrar iðnaðarframleiðslur sem fela í sér mikla koltvísýringslosun eða mikla sóun. Við munum svo vinna í nánu samráði við bæjarráð Akraness,“ segir Jester. Um 450 ný störf munu skapast við komu sólarkísilverksmiðjunnar. Hún segist meðvituð um að atvinnuleysi hér á landi sé lítið. „Við ætlum að ráða fyrirtæki á Íslandi sem hefur hjálpað öðrum framleiðslufyrirtækjum að manna störf og þjálfa nýja starfsmenn. Við munum hefja ráðningar næsta haust fyrir fyrstu störfin og svo byrja af alvöru að ráða í lok árs 2017,“ segir Jester. Aðspurð segist Jester mjög jákvæð um framtíð fyrirtækisins á Íslandi. Hér sé gott fyrirtækjaumhverfi og landið uppfylli öll skilyrðin fyrir framleiðslu kísils, sér í lagi fríverslunarsamning við Kína. Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga lauk um miðjan september. Til stendur að hefja framkvæmdir næsta sumar og að sögn Terry Jester, forstjóra Silicor Materials, bendir allt til þess að verksmiðjan muni fylgja áætlun og verða opnuð sumarið 2018. „Í bjartsýni minni tel ég að miðað við ódýrt framleiðsluverð, og það að við séum lítill leikmaður á þessu sviði, myndum við síðar meir vilja stækka við verksmiðjuna,“ segir Jester í viðtali við Vísi. Áætlanir um sólarkísilverksmiðju Silicor Materials hófust fyrir fjórum árum. Þá stóð til að byggja hana í Bandaríkjunum. Vegna þess að selja átti kísilinn til Kína og erfiður verslunarágreiningur stóð milli ríkjanna tveggja var ákveðið að leita annað og Ísland varð fyrir valinu. Jester segir að Ísland sé í raun fullkomna landið fyrir framleiðsluna. „Ég held að á Íslandi ríki gott jafnvægi milli þess sem mögulegt er og nauðsynlegt er fyrir þróun landsins. Það er mikil fágun og framsækni sem einkennir jafnvægið milli þróunar og varðveislu hér á landi,“ segir Jester. Aðspurð um gagnrýni sem áætlanir fyrirtækisins hafa hlotið frá umhverfissinnum segist Jester telja að hún stafi af vanþekkingu. „Ég held að þetta sé bara þekkingarleysi, fólk á rétt á sínum skoðunum og það er hluti af okkar ábyrgð að fræða fólk um það hversu hrein og mengunarlaus okkar aðferð er. Við erum ekki eins og aðrar iðnaðarframleiðslur sem fela í sér mikla koltvísýringslosun eða mikla sóun. Við munum svo vinna í nánu samráði við bæjarráð Akraness,“ segir Jester. Um 450 ný störf munu skapast við komu sólarkísilverksmiðjunnar. Hún segist meðvituð um að atvinnuleysi hér á landi sé lítið. „Við ætlum að ráða fyrirtæki á Íslandi sem hefur hjálpað öðrum framleiðslufyrirtækjum að manna störf og þjálfa nýja starfsmenn. Við munum hefja ráðningar næsta haust fyrir fyrstu störfin og svo byrja af alvöru að ráða í lok árs 2017,“ segir Jester. Aðspurð segist Jester mjög jákvæð um framtíð fyrirtækisins á Íslandi. Hér sé gott fyrirtækjaumhverfi og landið uppfylli öll skilyrðin fyrir framleiðslu kísils, sér í lagi fríverslunarsamning við Kína.
Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira