Apple hagnast gífurlega: Besta ár Apple frá upphafi Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2015 10:55 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, hefur ástæðu til að vera ánægður. Vísir/EPA Árið 2015 er besta ár Apple frá upphafi fyrirtækisins. Tekjur tæknirisans voru 51,5 milljarður dala, eða rúmlega 6,6 billjónir króna, og er það hækkun um 22 prósent frá fyrra ári. Hagnaður fyrirtækisins var 1,4 billjón króna, en þeir seldu rúmlega 48 milljón nýja iPhone síma á tímabilinu og er það nýtt met. Þrátt fyrir að um met sé að ræða, náði Apple ekki að halda í við spár greiningaraðila. Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir í viðtali við Wall Street Journal, að hann reki þennan árangur til þess að fyrirtækið hefur aldrei áður fundið fyrir því að jafn margir hafi skipt yfir til Apple frá Android símum, en á þessu tímabili. Hann sagði að nærri því þriðjungur þeirra sem keyptu sér iPhone hafi verið að skipta frá Android. Fyrirtækið birti í gærkvöldi ársfjórðungsuppgjör fyrir júlí, ágúst og september. Um er að ræða síðasta fjórðung uppgjörsárs Apple. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu tvöfaldaðist sala Apple í Kína nærri því á milli ára. Fyrirtækið rekur nú 25 verslanir þar í landi. Fyrirtækið hefur ekki gefið upp hve mörg Apple Watch snjallúr seldust á tímabilinu, en greinendur telja þau vera um 3,5 milljónir. Verðmæti hlutabréfa Apple hafa hækkað eftir tilkynninguna, en fyrirtækið er þegar verðmætasta fyrirtækis heimsins. Lausafé fyrirtækisins er meira en 205 milljarðar dala, eða rúmar 26 billjónir króna. Það lítur út svona: 26.000.000.000.000. Verg landsframleiðsla Íslands í fyrra var 1.989.260.000.000 krónur. Samkvæmt Guardian á Apple meira lausafé a en samsvarar landsframleiðslu Tékklands, Perú og Nýja Sjálands. Tækni Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Árið 2015 er besta ár Apple frá upphafi fyrirtækisins. Tekjur tæknirisans voru 51,5 milljarður dala, eða rúmlega 6,6 billjónir króna, og er það hækkun um 22 prósent frá fyrra ári. Hagnaður fyrirtækisins var 1,4 billjón króna, en þeir seldu rúmlega 48 milljón nýja iPhone síma á tímabilinu og er það nýtt met. Þrátt fyrir að um met sé að ræða, náði Apple ekki að halda í við spár greiningaraðila. Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir í viðtali við Wall Street Journal, að hann reki þennan árangur til þess að fyrirtækið hefur aldrei áður fundið fyrir því að jafn margir hafi skipt yfir til Apple frá Android símum, en á þessu tímabili. Hann sagði að nærri því þriðjungur þeirra sem keyptu sér iPhone hafi verið að skipta frá Android. Fyrirtækið birti í gærkvöldi ársfjórðungsuppgjör fyrir júlí, ágúst og september. Um er að ræða síðasta fjórðung uppgjörsárs Apple. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu tvöfaldaðist sala Apple í Kína nærri því á milli ára. Fyrirtækið rekur nú 25 verslanir þar í landi. Fyrirtækið hefur ekki gefið upp hve mörg Apple Watch snjallúr seldust á tímabilinu, en greinendur telja þau vera um 3,5 milljónir. Verðmæti hlutabréfa Apple hafa hækkað eftir tilkynninguna, en fyrirtækið er þegar verðmætasta fyrirtækis heimsins. Lausafé fyrirtækisins er meira en 205 milljarðar dala, eða rúmar 26 billjónir króna. Það lítur út svona: 26.000.000.000.000. Verg landsframleiðsla Íslands í fyrra var 1.989.260.000.000 krónur. Samkvæmt Guardian á Apple meira lausafé a en samsvarar landsframleiðslu Tékklands, Perú og Nýja Sjálands.
Tækni Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira