Apple hagnast gífurlega: Besta ár Apple frá upphafi Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2015 10:55 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, hefur ástæðu til að vera ánægður. Vísir/EPA Árið 2015 er besta ár Apple frá upphafi fyrirtækisins. Tekjur tæknirisans voru 51,5 milljarður dala, eða rúmlega 6,6 billjónir króna, og er það hækkun um 22 prósent frá fyrra ári. Hagnaður fyrirtækisins var 1,4 billjón króna, en þeir seldu rúmlega 48 milljón nýja iPhone síma á tímabilinu og er það nýtt met. Þrátt fyrir að um met sé að ræða, náði Apple ekki að halda í við spár greiningaraðila. Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir í viðtali við Wall Street Journal, að hann reki þennan árangur til þess að fyrirtækið hefur aldrei áður fundið fyrir því að jafn margir hafi skipt yfir til Apple frá Android símum, en á þessu tímabili. Hann sagði að nærri því þriðjungur þeirra sem keyptu sér iPhone hafi verið að skipta frá Android. Fyrirtækið birti í gærkvöldi ársfjórðungsuppgjör fyrir júlí, ágúst og september. Um er að ræða síðasta fjórðung uppgjörsárs Apple. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu tvöfaldaðist sala Apple í Kína nærri því á milli ára. Fyrirtækið rekur nú 25 verslanir þar í landi. Fyrirtækið hefur ekki gefið upp hve mörg Apple Watch snjallúr seldust á tímabilinu, en greinendur telja þau vera um 3,5 milljónir. Verðmæti hlutabréfa Apple hafa hækkað eftir tilkynninguna, en fyrirtækið er þegar verðmætasta fyrirtækis heimsins. Lausafé fyrirtækisins er meira en 205 milljarðar dala, eða rúmar 26 billjónir króna. Það lítur út svona: 26.000.000.000.000. Verg landsframleiðsla Íslands í fyrra var 1.989.260.000.000 krónur. Samkvæmt Guardian á Apple meira lausafé a en samsvarar landsframleiðslu Tékklands, Perú og Nýja Sjálands. Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Árið 2015 er besta ár Apple frá upphafi fyrirtækisins. Tekjur tæknirisans voru 51,5 milljarður dala, eða rúmlega 6,6 billjónir króna, og er það hækkun um 22 prósent frá fyrra ári. Hagnaður fyrirtækisins var 1,4 billjón króna, en þeir seldu rúmlega 48 milljón nýja iPhone síma á tímabilinu og er það nýtt met. Þrátt fyrir að um met sé að ræða, náði Apple ekki að halda í við spár greiningaraðila. Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir í viðtali við Wall Street Journal, að hann reki þennan árangur til þess að fyrirtækið hefur aldrei áður fundið fyrir því að jafn margir hafi skipt yfir til Apple frá Android símum, en á þessu tímabili. Hann sagði að nærri því þriðjungur þeirra sem keyptu sér iPhone hafi verið að skipta frá Android. Fyrirtækið birti í gærkvöldi ársfjórðungsuppgjör fyrir júlí, ágúst og september. Um er að ræða síðasta fjórðung uppgjörsárs Apple. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu tvöfaldaðist sala Apple í Kína nærri því á milli ára. Fyrirtækið rekur nú 25 verslanir þar í landi. Fyrirtækið hefur ekki gefið upp hve mörg Apple Watch snjallúr seldust á tímabilinu, en greinendur telja þau vera um 3,5 milljónir. Verðmæti hlutabréfa Apple hafa hækkað eftir tilkynninguna, en fyrirtækið er þegar verðmætasta fyrirtækis heimsins. Lausafé fyrirtækisins er meira en 205 milljarðar dala, eða rúmar 26 billjónir króna. Það lítur út svona: 26.000.000.000.000. Verg landsframleiðsla Íslands í fyrra var 1.989.260.000.000 krónur. Samkvæmt Guardian á Apple meira lausafé a en samsvarar landsframleiðslu Tékklands, Perú og Nýja Sjálands.
Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira