NBA: Curry byrjaði nýtt tímabil á 40 stiga leik | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 07:00 Stephen Curry fagnar í nótt. Vísir/Getty Hvernig byrjar maður næsta tímabil eftir að hafa unnið sinn fyrsta meistaratitil og verið kosinn besti maður NBA-deildarinnar? Stephen Curry var með fyrirmyndar frammistöðu í nótt þegar hann skoraði 40 stig þegar meistarar Golden State Warriors byrjuðu tímabilið á sigri. Golden State Warriors var ekki eina liðið sem fagnaði sigri á fyrsta kvöldinu á nýju NBA-tímabilið því Chicago Bulls vann heimasigur á Lebron James og félögum í Cleveland Cavaliers og Detroit Pistins vann óvæntan útisigur á Atlanta Hawks.Leikmenn Golden State Warriors fengu meistarahringi sína afhenta fyrir leikinn á móti New Orleans Pelicans í nótt og horfðu síðan á meistarafánann vera dreginn upp í Oracle höllinni í Oakland. Það hafði greinilega góð áhrif því Warriors-liðið vann leikinn 111-95. Stephen Curry var rosalegur í fyrsta leikhlutanum þar sem hann skoraði 24 stig og fjóra þrista. Curry endaði síðan með því að setja niður 14 af 26 skotum sínum og vera með 7 stoðsendingar, 6 fráköst og svo 40 stig. Þetta var tíundi 40 stiga leikur hans í NBA. Anthony Davis, stæsta stjarna New Orleans Pelicans, hitti aðeins úr 4 af 20 skotum sínum í leiknum en hann skoraði 10 af 18 stigum sínum á vítalínunni.Pau Gasol varði skot frá LeBron James á lokasekúndunum og lið hans Chicago Bulls vann 97-95 heimasigur á meistaraefnunum úr Cleveland Cavaliers en meðal áhorfenda var Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Nikola Mirotic skoraði 19 stig fyrir Bulls-liðið, Derrick Rose var með 18 stig og Jimmy Butler bætti við 17 stigum. Pau Gasol var hinsvegar með fleiri varin skot (6) en stig (2) og fráköst (2) samanlagt. LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar, Mo Williams var með 19 stig og 7 stoðsendingar og Kevin Love skoraði 18 stig og tók 8 fráköst.Kentavious Caldwell-Pope skoraði 21 stig fyrir Detroit Pistons þegar liðið vann óvæntan 106-94 útisigur á Atlanta Hawks, liðinu sem var með bestan árangur í Austurdeildinni á síðustu leiktíð. Allir byrjunarliðsmenn Detroit Pistons skoruðu yfir tíu stig í leiknum en Pistons-liðið hefur ekki unnið fleiri leiki en þeir hafa tapað á tímabili síðan 2008. Andre Drummond var með 19 fráköst og 19 stig og Marcus Morris bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Þjóðverjinn Dennis Schroder var stigahæstur hjá með 20 stig á 25 mínútum af bekknum, Paul Millsap skoraði 19 stig og Jeff Teague var með 18 stg. NBA Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Hvernig byrjar maður næsta tímabil eftir að hafa unnið sinn fyrsta meistaratitil og verið kosinn besti maður NBA-deildarinnar? Stephen Curry var með fyrirmyndar frammistöðu í nótt þegar hann skoraði 40 stig þegar meistarar Golden State Warriors byrjuðu tímabilið á sigri. Golden State Warriors var ekki eina liðið sem fagnaði sigri á fyrsta kvöldinu á nýju NBA-tímabilið því Chicago Bulls vann heimasigur á Lebron James og félögum í Cleveland Cavaliers og Detroit Pistins vann óvæntan útisigur á Atlanta Hawks.Leikmenn Golden State Warriors fengu meistarahringi sína afhenta fyrir leikinn á móti New Orleans Pelicans í nótt og horfðu síðan á meistarafánann vera dreginn upp í Oracle höllinni í Oakland. Það hafði greinilega góð áhrif því Warriors-liðið vann leikinn 111-95. Stephen Curry var rosalegur í fyrsta leikhlutanum þar sem hann skoraði 24 stig og fjóra þrista. Curry endaði síðan með því að setja niður 14 af 26 skotum sínum og vera með 7 stoðsendingar, 6 fráköst og svo 40 stig. Þetta var tíundi 40 stiga leikur hans í NBA. Anthony Davis, stæsta stjarna New Orleans Pelicans, hitti aðeins úr 4 af 20 skotum sínum í leiknum en hann skoraði 10 af 18 stigum sínum á vítalínunni.Pau Gasol varði skot frá LeBron James á lokasekúndunum og lið hans Chicago Bulls vann 97-95 heimasigur á meistaraefnunum úr Cleveland Cavaliers en meðal áhorfenda var Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Nikola Mirotic skoraði 19 stig fyrir Bulls-liðið, Derrick Rose var með 18 stig og Jimmy Butler bætti við 17 stigum. Pau Gasol var hinsvegar með fleiri varin skot (6) en stig (2) og fráköst (2) samanlagt. LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar, Mo Williams var með 19 stig og 7 stoðsendingar og Kevin Love skoraði 18 stig og tók 8 fráköst.Kentavious Caldwell-Pope skoraði 21 stig fyrir Detroit Pistons þegar liðið vann óvæntan 106-94 útisigur á Atlanta Hawks, liðinu sem var með bestan árangur í Austurdeildinni á síðustu leiktíð. Allir byrjunarliðsmenn Detroit Pistons skoruðu yfir tíu stig í leiknum en Pistons-liðið hefur ekki unnið fleiri leiki en þeir hafa tapað á tímabili síðan 2008. Andre Drummond var með 19 fráköst og 19 stig og Marcus Morris bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Þjóðverjinn Dennis Schroder var stigahæstur hjá með 20 stig á 25 mínútum af bekknum, Paul Millsap skoraði 19 stig og Jeff Teague var með 18 stg.
NBA Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira