Fótbolti

Chelsea úr leik í vítaspyrnukeppni | Everton og Hull áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mourinho á leiknum í kvöld.
Mourinho á leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Chelsea, ríkjandi deildabikarmeistari, féll í kvöld úr leik í keppninni eftir að hafa fyrir Stoke á útivelli í vítaspyrnukeppni.

Everton og Hull komust einnig áfram eftir sigra í vítaspyrnukeppni en fyrr í kvöld náði Sheffield Wednesday að slá Arsenal óvænt úr leik með óvæntum 3-0 sigri.

Jonathan Walters kom Stoke gegn Chelsea snemma í síðari hálfleik með laglegu skoti utan teigs en Loic Remy, sem kom inn á sem varamaður fyrir Diego Costa, jafnaði metin í lok leiksins. Costa fór meiddur af velli í fyrri hálfleik.

Phil Bardsley var rekinn af velli rétt eftir jöfnunarmark Remy en Chelsea náði ekki að færa sér liðsmuninn í nyt í framlengingunni.

Vítaspyrnukeppnin var dramatísk en það var skorað úr fyrstu níu vítaspyrnunum þar til að Jack Butland varði spyrnu Eden Hazard og tryggði Stoke sæti í 8-liða úrslitum keppninnar.

Staða Mourinho hjá Chelsea versnar því enn en liðið hefur tapað fimm af fyrstu tíu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er nú úr leik í deildabikarnum.

Norwich var nálægt því að slá Everton úr leik á Goodison Park en Sebastian Bassong kom gestunum yfir á 51. mínútu. Leon Osman jafnaði þó metin sautján mínútum síðar. Í vítaspyrnukeppninni var Darron Gibson hetja Everton.

Hull sló svo úrvalsdeildarlið Leicester úr leik í vítaspyrnukeppni. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma en bæði lið náðu að skora í framlengingunni.

Hinir fjórir leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×