Tom Hanks sakar lækna um að reyna að græða á krabbameini eiginkonu hans Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2015 21:44 Rita Wilson og Tom Hanks. Vísir/Getty Óskarsverðlaunahafinn Tom Hanks sakar ákveðna starfsmenn innan læknastéttarinnar um að reyna að græða á krabbameini eiginkonu hans. Rita Wilson greindist með brjóstakrabbamein í desember síðastliðnum og hefur nú lokið læknismeðferð ásamt því að gangast undir tvöfalt brjóstnám. Hanks var í viðtali við ástralska vefinn News.com.au þar sem hann kvartaði undan hrægömmum innan læknastéttarinnar sem höfðu samband við hjónin eftir að Wilson hafði verið greind með brjóstakrabbamein. Sagði hann suma þeirra hafa verið algjöra skottulækna sem hefði einungis verið að reyna að græða pening. „Svona vitleysa viðgengst og mér finnst það undarlegt. Þetta eykur á erfiðleikana og við vorum heppin að hafa efni á góðri læknishjálp. Það eru þó til einstaklingar þarna úti sem eru að bjóða upp á og selja falskar vonir. Eina sem ég get sagt er guð blessi konuna mína og hugrekki hennar.“ Hann sagði Ritu hafa verið afar hugrakka þegar hún greindi heiminum frá því að hún væri með brjóstakrabbamein. „Það eina sem þú getur gert þegar svona lagað kemur upp á er að hætta öllu sem þú ert að gera og beina allri athyglinni að vandanum. Þetta er heilbrigðis krísa sem við vitum öll að er hreint helvíti.“ Wilson, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Sleepless in Seattle og It´s Complicated, hvatt fólk til að fara í reglulega í krabbameinsskoðun. „Læknar telja að ég muni ná mér að fullu. Af hverju? Því krabbameinið mitt greindist snemma,“ sagði hún við tímaritið People. Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fleiri fréttir Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn Tom Hanks sakar ákveðna starfsmenn innan læknastéttarinnar um að reyna að græða á krabbameini eiginkonu hans. Rita Wilson greindist með brjóstakrabbamein í desember síðastliðnum og hefur nú lokið læknismeðferð ásamt því að gangast undir tvöfalt brjóstnám. Hanks var í viðtali við ástralska vefinn News.com.au þar sem hann kvartaði undan hrægömmum innan læknastéttarinnar sem höfðu samband við hjónin eftir að Wilson hafði verið greind með brjóstakrabbamein. Sagði hann suma þeirra hafa verið algjöra skottulækna sem hefði einungis verið að reyna að græða pening. „Svona vitleysa viðgengst og mér finnst það undarlegt. Þetta eykur á erfiðleikana og við vorum heppin að hafa efni á góðri læknishjálp. Það eru þó til einstaklingar þarna úti sem eru að bjóða upp á og selja falskar vonir. Eina sem ég get sagt er guð blessi konuna mína og hugrekki hennar.“ Hann sagði Ritu hafa verið afar hugrakka þegar hún greindi heiminum frá því að hún væri með brjóstakrabbamein. „Það eina sem þú getur gert þegar svona lagað kemur upp á er að hætta öllu sem þú ert að gera og beina allri athyglinni að vandanum. Þetta er heilbrigðis krísa sem við vitum öll að er hreint helvíti.“ Wilson, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Sleepless in Seattle og It´s Complicated, hvatt fólk til að fara í reglulega í krabbameinsskoðun. „Læknar telja að ég muni ná mér að fullu. Af hverju? Því krabbameinið mitt greindist snemma,“ sagði hún við tímaritið People.
Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fleiri fréttir Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Sjá meira