Innlent

Leki í rannsókn innanhúss hjá Landspítala

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Félagsráðgjafi á Landspítalanum lak persónuupplýsingum um víetnömsk hjón til Útlendingastofnunar, en hjónin leituðu til ráðgjafans eftir að þeim barst tæplega 300 þúsund króna reikningur eftir fæðingu dóttur þeirra. Málið er í rannsókn innanhúss á Landspítalanum.

Thuy Nguyen fékk í gær dval­ar­leyfi á Íslandi, en eiginmaður hennar, Van Hao, hefur búið hér á landi síðastliðin fjórtán ár og er með langtímadvalarleyfi. Hjónin fóru í Útlendingastofnun í dag ásamt Söndru, rúmlega árs gamalli dóttur sinni, í þeim tilgangi að sækja viðeigandi pappíra til að klára leyfisferlið. Þau hjón segja dvalarleyfið breyta öllu.

Thuy Nguyen fékk í gær dval­ar­leyfi á Íslandi, en eiginmaður hennar, Van Hao, hefur búið hér á landi síðastliðin fjórtán ár og er með langtímadvalarleyfi.Vísir/Vilhelm
Thuy og Hao kærðu í gær Landspítala til Persónuverndar vegna leka á persónuupplýsingum um þau. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að fram komi í dagbókarfærslu Útlendingastofnunar að félagsráðgjafi, sem hjónin leituðu til eftir að hafa fengið tæplega 300 þúsund króna reikning eftir fæðingu dóttur þeirra, hafi haft samband við stofunina í desember í fyrra. 

Í því samtali komu fram persónuupplýsingar um hjónin sem leiddu til þess að Útlendingastofnun óskaði eftir lögreglurannsókn á hjónabandi þeirra sem talið var vera til málamynda. Þeirri rannsókn hefur nú verið hætt. 

Stjórnendur Landspítala hafa enn ekki tjáð sig um málið en það er í rannsókn þar innanhúss. 


Tengdar fréttir

Félagsráðgjafi á LSH lak upplýsingunum

Grunur Útlendingastofnunar um málamyndahjónaband byggði á upplýsingum frá félagsráðgjafa sem hjónin leituðu til í tengslum við fæðingu dóttur þeirra.

Víetnömsku hjónin fá dvalarleyfi

Víetnömsk hjón, sem Útlendingastofnun óskaði eftir að lögregla rannsakaði vegna gruns um málamyndahjúskap, hafa fengið dvalarleyfi hér á landi. Þau kærðu Landspítalann í dag vegna leka á persónuupplýsingum til Útlendingastofnunar. Forstjóri persónuverndar segir slíka leka vera mannréttindabrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×