Lífið

Allir í sleik á Þjóðarbókhlöðunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Árni leikstýrði myndbandinu.
Árni leikstýrði myndbandinu. vísir
„Það var töluverð vinna að láta allt ganga upp í einni töku en við vorum sem betur fer með frábært fólk á tökustaðnum og allir voru að leggja sig fram til þess að þetta myndi ganga upp,“ segir Árni Beinteinn sem leikstýrði nýjasta myndbandi Auðuns Lútherssonar við lagið South America sem frumsýnt var á Prikinu í gærkvöldi.

Lagið og myndbandið er virkilega flott og er það leikstýrt af Auðunni og Árna Beinteini. Lagið fjallar um  ástina og var það samið þegar kærasta hans Auðuns var í öðrum heimshluta.

Myndbandið er ein löng sena sem endar með því að þrjú pör kyssast mjög ákaflega og það í kringum söngvarann sjálfan.

„Tökurnar tóku um það bil sjö klukkutíma með undirbúningi og við vorum ótrúlega sáttir þegar við náðum töku sem okkur fannst ganga upp.“

Á leiðinni til Frakklands

Í næsta mánuði fer hann til Frakklands, þar sem hann tekur þátt í hinni vinsælu tónlistarakademíu sem kennd er við Red Bull.

„Leikararnir í myndbandinu eru vinir okkar og þau mættu öll til leiks með mjög fagmannlegt hugarfar enda öll reynd í leiklist. Það var ótrúlega þægilegt að vinna með öllum og stemningin var alls ekkert óþægileg.“

Myndbandið er ekki fyrsta myndbandið sem Árni leikstýrir. Hann gerði myndbandið við lagið Selfie með Herra Hnetusmjöri og lagið Tveir fuglar með hljómsveitinni Munstur sem sjá mér neðst í fréttinni. Þar er einnig að finna myndbandið við South America með Auðunni.

„Samstarfið okkar Auðuns hefur verið mjög gott enda er hann ótrúlega skemmtilegur tónlistarmaður og er stanslaust að fá nýjar og spennandi hugmyndir. Mér finnst frábært að fá tækifæri til þess gera mismunandi tegundir af myndböndum og ég er alltaf að reyna að bæta mig enda finnst mér tónlistarmyndbönd ótrúlega skemmtilegt form til að takast á við.“

Selfie með Herra Hnetusmjöri Munstur - Tveir fuglar

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.