Leiðtogar Norðurlandanna allir í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2015 12:45 Þing Norðurlandaráðs verður sett í Hörpu eftir hádegi. Forsætisráðherrar landanna sitja fyrir svörum þingfulltrúa í dag en utanríkismál hafa á undanförnum árum sett æ sterkari svip á störf þingsins. Norðurlandaráð er einn elsti samstarfsvettvangur Íslands við aðrar þjóðir. Ráðið var stofnað árið 1952 til að efla samstarf á milli Norðurlandanna. Á þeim vettvangi var til að mynda samið um jafnan aðgang að skólum landanna, félagslegri þjónustu og að íbúar landanna gætu ferðast á milli þeirra án vegabréfs. Á undanförnum árum hefur Norðurlandaráð verið gagnrýnt fyrir tilgangsleysi. Það komi lítið áþreifanlegt frá ráðinu. Thorvald Stoltenberg fyrrverandi leiðtogi jafnaðarmanna og fyrrverandi varnarmála- og utanríkisráðherra í Noregs fór fyrir nefnd sem endurskoðaði hlutverk ráðsins og skilaði skýrslu árið 2009. Þar var meðal annars lagt til að Norðurlandaráð léti sig utanríkismál varða og að ályktanir sem samþykktar væru í ráðinu yrðu lagðar fyrir þjóðþing aðildarríkjanna fimm. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru allir komnir til Reykjavíkur en þingið, sem haldið er til skiptis á Norðurlöndunum fimm, er nú í fyrsta skipti haldið í einu og sama húsinu í Reykjavík, það er að segja í Hörpu. Höskuldur Þórhallsson forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Framsóknarflokksins segir ráðið vera að eflast. „Í dag sitja forsætisráðherrar landanna fyrir svörum og okkur gefst tækifæri til að spyrja þá út í það samstarf eða hvort menn vilja auka samstarfið eða styrkja það á einn eða annan hátt. Mér hefur fundist vilji til þess. Við innan Norðurlandaráðs höfum farið í mikla umbótavinnu, einmitt til að gera starfið sýnilegra og ddínamískara,“ segir Höskuldur. Hann reiknar með að utanríkismálin verði ofarlega á baugi en fyrir þinginu liggur m.a. tillaga frá vinstriflokkum landanna um að Norðurlöndin beiti sér sameiginlega í málefnum Palestínumanna og Ísraels. „Það er vilji til að styrkja sambandið á ný. Við erum með öflugt fólk inni í ráðinu. Þingmenn sýna þessu meiri áhuga en áður og það er í raun stemmingin sem ég upplifi núna á Íslandi. Þannig að ég vonast til þess að þessi fundur geti orðið dálítill tímamótafundurVið erum að ræða utanríkismálin sem hafa ekki verið á dagskrá innan Norðurlandaráðs. Við erum að ræða málefni líðandi stundar og mál sem eru mjög skiptar skoðanir um,“ segir Höskuldur. Samhliða þingi Norðurlandaráðs fer fram fundur hjá svo kölluðu Northern Future Forum á fimmtudag, en það er vettvangur sem David Cameron forsætisráðherra Bretlands hafði frumkvæði að til samráðs milli Norðurlandanna, Bretlands og Eystrasaltsríkjanna. Cameron kemur til landsins á morgun og fundar með Sigmundi Davíð Gullaugssyni forsætisráðherra í Alþingishúsinu síðdegis. En Forum fundurinn fer síðan fram í Háskóla Íslands á fimmtudag. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs verður sett í Hörpu eftir hádegi. Forsætisráðherrar landanna sitja fyrir svörum þingfulltrúa í dag en utanríkismál hafa á undanförnum árum sett æ sterkari svip á störf þingsins. Norðurlandaráð er einn elsti samstarfsvettvangur Íslands við aðrar þjóðir. Ráðið var stofnað árið 1952 til að efla samstarf á milli Norðurlandanna. Á þeim vettvangi var til að mynda samið um jafnan aðgang að skólum landanna, félagslegri þjónustu og að íbúar landanna gætu ferðast á milli þeirra án vegabréfs. Á undanförnum árum hefur Norðurlandaráð verið gagnrýnt fyrir tilgangsleysi. Það komi lítið áþreifanlegt frá ráðinu. Thorvald Stoltenberg fyrrverandi leiðtogi jafnaðarmanna og fyrrverandi varnarmála- og utanríkisráðherra í Noregs fór fyrir nefnd sem endurskoðaði hlutverk ráðsins og skilaði skýrslu árið 2009. Þar var meðal annars lagt til að Norðurlandaráð léti sig utanríkismál varða og að ályktanir sem samþykktar væru í ráðinu yrðu lagðar fyrir þjóðþing aðildarríkjanna fimm. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru allir komnir til Reykjavíkur en þingið, sem haldið er til skiptis á Norðurlöndunum fimm, er nú í fyrsta skipti haldið í einu og sama húsinu í Reykjavík, það er að segja í Hörpu. Höskuldur Þórhallsson forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Framsóknarflokksins segir ráðið vera að eflast. „Í dag sitja forsætisráðherrar landanna fyrir svörum og okkur gefst tækifæri til að spyrja þá út í það samstarf eða hvort menn vilja auka samstarfið eða styrkja það á einn eða annan hátt. Mér hefur fundist vilji til þess. Við innan Norðurlandaráðs höfum farið í mikla umbótavinnu, einmitt til að gera starfið sýnilegra og ddínamískara,“ segir Höskuldur. Hann reiknar með að utanríkismálin verði ofarlega á baugi en fyrir þinginu liggur m.a. tillaga frá vinstriflokkum landanna um að Norðurlöndin beiti sér sameiginlega í málefnum Palestínumanna og Ísraels. „Það er vilji til að styrkja sambandið á ný. Við erum með öflugt fólk inni í ráðinu. Þingmenn sýna þessu meiri áhuga en áður og það er í raun stemmingin sem ég upplifi núna á Íslandi. Þannig að ég vonast til þess að þessi fundur geti orðið dálítill tímamótafundurVið erum að ræða utanríkismálin sem hafa ekki verið á dagskrá innan Norðurlandaráðs. Við erum að ræða málefni líðandi stundar og mál sem eru mjög skiptar skoðanir um,“ segir Höskuldur. Samhliða þingi Norðurlandaráðs fer fram fundur hjá svo kölluðu Northern Future Forum á fimmtudag, en það er vettvangur sem David Cameron forsætisráðherra Bretlands hafði frumkvæði að til samráðs milli Norðurlandanna, Bretlands og Eystrasaltsríkjanna. Cameron kemur til landsins á morgun og fundar með Sigmundi Davíð Gullaugssyni forsætisráðherra í Alþingishúsinu síðdegis. En Forum fundurinn fer síðan fram í Háskóla Íslands á fimmtudag.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira