Leiðtogar Norðurlandanna allir í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2015 12:45 Þing Norðurlandaráðs verður sett í Hörpu eftir hádegi. Forsætisráðherrar landanna sitja fyrir svörum þingfulltrúa í dag en utanríkismál hafa á undanförnum árum sett æ sterkari svip á störf þingsins. Norðurlandaráð er einn elsti samstarfsvettvangur Íslands við aðrar þjóðir. Ráðið var stofnað árið 1952 til að efla samstarf á milli Norðurlandanna. Á þeim vettvangi var til að mynda samið um jafnan aðgang að skólum landanna, félagslegri þjónustu og að íbúar landanna gætu ferðast á milli þeirra án vegabréfs. Á undanförnum árum hefur Norðurlandaráð verið gagnrýnt fyrir tilgangsleysi. Það komi lítið áþreifanlegt frá ráðinu. Thorvald Stoltenberg fyrrverandi leiðtogi jafnaðarmanna og fyrrverandi varnarmála- og utanríkisráðherra í Noregs fór fyrir nefnd sem endurskoðaði hlutverk ráðsins og skilaði skýrslu árið 2009. Þar var meðal annars lagt til að Norðurlandaráð léti sig utanríkismál varða og að ályktanir sem samþykktar væru í ráðinu yrðu lagðar fyrir þjóðþing aðildarríkjanna fimm. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru allir komnir til Reykjavíkur en þingið, sem haldið er til skiptis á Norðurlöndunum fimm, er nú í fyrsta skipti haldið í einu og sama húsinu í Reykjavík, það er að segja í Hörpu. Höskuldur Þórhallsson forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Framsóknarflokksins segir ráðið vera að eflast. „Í dag sitja forsætisráðherrar landanna fyrir svörum og okkur gefst tækifæri til að spyrja þá út í það samstarf eða hvort menn vilja auka samstarfið eða styrkja það á einn eða annan hátt. Mér hefur fundist vilji til þess. Við innan Norðurlandaráðs höfum farið í mikla umbótavinnu, einmitt til að gera starfið sýnilegra og ddínamískara,“ segir Höskuldur. Hann reiknar með að utanríkismálin verði ofarlega á baugi en fyrir þinginu liggur m.a. tillaga frá vinstriflokkum landanna um að Norðurlöndin beiti sér sameiginlega í málefnum Palestínumanna og Ísraels. „Það er vilji til að styrkja sambandið á ný. Við erum með öflugt fólk inni í ráðinu. Þingmenn sýna þessu meiri áhuga en áður og það er í raun stemmingin sem ég upplifi núna á Íslandi. Þannig að ég vonast til þess að þessi fundur geti orðið dálítill tímamótafundurVið erum að ræða utanríkismálin sem hafa ekki verið á dagskrá innan Norðurlandaráðs. Við erum að ræða málefni líðandi stundar og mál sem eru mjög skiptar skoðanir um,“ segir Höskuldur. Samhliða þingi Norðurlandaráðs fer fram fundur hjá svo kölluðu Northern Future Forum á fimmtudag, en það er vettvangur sem David Cameron forsætisráðherra Bretlands hafði frumkvæði að til samráðs milli Norðurlandanna, Bretlands og Eystrasaltsríkjanna. Cameron kemur til landsins á morgun og fundar með Sigmundi Davíð Gullaugssyni forsætisráðherra í Alþingishúsinu síðdegis. En Forum fundurinn fer síðan fram í Háskóla Íslands á fimmtudag. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs verður sett í Hörpu eftir hádegi. Forsætisráðherrar landanna sitja fyrir svörum þingfulltrúa í dag en utanríkismál hafa á undanförnum árum sett æ sterkari svip á störf þingsins. Norðurlandaráð er einn elsti samstarfsvettvangur Íslands við aðrar þjóðir. Ráðið var stofnað árið 1952 til að efla samstarf á milli Norðurlandanna. Á þeim vettvangi var til að mynda samið um jafnan aðgang að skólum landanna, félagslegri þjónustu og að íbúar landanna gætu ferðast á milli þeirra án vegabréfs. Á undanförnum árum hefur Norðurlandaráð verið gagnrýnt fyrir tilgangsleysi. Það komi lítið áþreifanlegt frá ráðinu. Thorvald Stoltenberg fyrrverandi leiðtogi jafnaðarmanna og fyrrverandi varnarmála- og utanríkisráðherra í Noregs fór fyrir nefnd sem endurskoðaði hlutverk ráðsins og skilaði skýrslu árið 2009. Þar var meðal annars lagt til að Norðurlandaráð léti sig utanríkismál varða og að ályktanir sem samþykktar væru í ráðinu yrðu lagðar fyrir þjóðþing aðildarríkjanna fimm. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru allir komnir til Reykjavíkur en þingið, sem haldið er til skiptis á Norðurlöndunum fimm, er nú í fyrsta skipti haldið í einu og sama húsinu í Reykjavík, það er að segja í Hörpu. Höskuldur Þórhallsson forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Framsóknarflokksins segir ráðið vera að eflast. „Í dag sitja forsætisráðherrar landanna fyrir svörum og okkur gefst tækifæri til að spyrja þá út í það samstarf eða hvort menn vilja auka samstarfið eða styrkja það á einn eða annan hátt. Mér hefur fundist vilji til þess. Við innan Norðurlandaráðs höfum farið í mikla umbótavinnu, einmitt til að gera starfið sýnilegra og ddínamískara,“ segir Höskuldur. Hann reiknar með að utanríkismálin verði ofarlega á baugi en fyrir þinginu liggur m.a. tillaga frá vinstriflokkum landanna um að Norðurlöndin beiti sér sameiginlega í málefnum Palestínumanna og Ísraels. „Það er vilji til að styrkja sambandið á ný. Við erum með öflugt fólk inni í ráðinu. Þingmenn sýna þessu meiri áhuga en áður og það er í raun stemmingin sem ég upplifi núna á Íslandi. Þannig að ég vonast til þess að þessi fundur geti orðið dálítill tímamótafundurVið erum að ræða utanríkismálin sem hafa ekki verið á dagskrá innan Norðurlandaráðs. Við erum að ræða málefni líðandi stundar og mál sem eru mjög skiptar skoðanir um,“ segir Höskuldur. Samhliða þingi Norðurlandaráðs fer fram fundur hjá svo kölluðu Northern Future Forum á fimmtudag, en það er vettvangur sem David Cameron forsætisráðherra Bretlands hafði frumkvæði að til samráðs milli Norðurlandanna, Bretlands og Eystrasaltsríkjanna. Cameron kemur til landsins á morgun og fundar með Sigmundi Davíð Gullaugssyni forsætisráðherra í Alþingishúsinu síðdegis. En Forum fundurinn fer síðan fram í Háskóla Íslands á fimmtudag.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira