Skelfilegt ástand við landamæri Slóveníu og Króatíu Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. október 2015 22:39 Algjört hörmungarástand er við landamæri Króatíu og Slóveníu en króatísk yfirvöld flytja flóttamenn í stórum stíl og skilja þá eftir við landamærin. Tvö þúsund nýir flóttamenn komu til Slóveníu í dag en í gær voru þeir um fjögur þúsund. Flóttamennirnir streyma yfir landamærin við Króatíu nálægt Rigonce. Þessar myndir (sjá myndskeið) voru teknar af sjálfboðaliðum í Rigonce við landamærin aðfaranótt sunnudags. Á fésbókarsíðu Are You Syrious má sjá myndir sem sjálfboðaliðar hafa tekið í Rigonce en þær nýjustu birtust fyrir 3 klst. Sjálfboðaliðar á landamærunum lýsa hörmungarástandi sem þetta fólk býr við. Það er án vetrarfatnaðar og matar en hitastig fer nú hratt lækkandi á þessum slóðum. Króatísk stjórnvöld hafa flutt flóttamenn í stórum stíl að landamærunum við Slóveníu og á fréttavef BBC var talað um að króatísk stjórnvöld væru að „dömpa“ þeim eða losa sig við þá við landamærin, eins ómannúðlega og það hljómar. Sjálfboðaliði sem er staddur við Rigonce á landamærunum segir að staðurinn sé „helvíti á jörðu.“ Maturinn sé ekki upp á marga fiska, einn læknir sé á svæðinu til að sinna mörg þúsund manns og engin lyf séu til staðar. Þá vantar rennandi vatn og hreinlætisvörur. Þetta fólk sem er við landamæri Króatíu og Slóveníu kemur inn í Króatíu gegnum Serbíu. Mikill fjöldi þeirra er frá Sýrlandi en einnig Írak, Íran og Norðaustur-Afríku. Eftir að Ungverjar lokuðu sunnanverðum landamærum sínum með vírgirðingu færðist leið flóttamanna inn í álfuna gegnum Króatíu og þaðan til Slóveníu en sextíu þúsund flóttamenn hafa komið til Slóveníu á síðustu tíu dögum. Flóttamannastraumurinn inn í álfuna eru stærstu búferlaflutningar í Evrópu frá síðari heimsstyrjöld. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Algjört hörmungarástand er við landamæri Króatíu og Slóveníu en króatísk yfirvöld flytja flóttamenn í stórum stíl og skilja þá eftir við landamærin. Tvö þúsund nýir flóttamenn komu til Slóveníu í dag en í gær voru þeir um fjögur þúsund. Flóttamennirnir streyma yfir landamærin við Króatíu nálægt Rigonce. Þessar myndir (sjá myndskeið) voru teknar af sjálfboðaliðum í Rigonce við landamærin aðfaranótt sunnudags. Á fésbókarsíðu Are You Syrious má sjá myndir sem sjálfboðaliðar hafa tekið í Rigonce en þær nýjustu birtust fyrir 3 klst. Sjálfboðaliðar á landamærunum lýsa hörmungarástandi sem þetta fólk býr við. Það er án vetrarfatnaðar og matar en hitastig fer nú hratt lækkandi á þessum slóðum. Króatísk stjórnvöld hafa flutt flóttamenn í stórum stíl að landamærunum við Slóveníu og á fréttavef BBC var talað um að króatísk stjórnvöld væru að „dömpa“ þeim eða losa sig við þá við landamærin, eins ómannúðlega og það hljómar. Sjálfboðaliði sem er staddur við Rigonce á landamærunum segir að staðurinn sé „helvíti á jörðu.“ Maturinn sé ekki upp á marga fiska, einn læknir sé á svæðinu til að sinna mörg þúsund manns og engin lyf séu til staðar. Þá vantar rennandi vatn og hreinlætisvörur. Þetta fólk sem er við landamæri Króatíu og Slóveníu kemur inn í Króatíu gegnum Serbíu. Mikill fjöldi þeirra er frá Sýrlandi en einnig Írak, Íran og Norðaustur-Afríku. Eftir að Ungverjar lokuðu sunnanverðum landamærum sínum með vírgirðingu færðist leið flóttamanna inn í álfuna gegnum Króatíu og þaðan til Slóveníu en sextíu þúsund flóttamenn hafa komið til Slóveníu á síðustu tíu dögum. Flóttamannastraumurinn inn í álfuna eru stærstu búferlaflutningar í Evrópu frá síðari heimsstyrjöld.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira