Frumsýnt á Vísi: Lagið fjallar um að sakna kærustunnar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. október 2015 09:00 Auðunn Lúthersson gefur út sitt fyrsta myndband í dag. Vísir/Vilhelm Þetta er fyrsta myndbandið sem ég sendi frá mér,“ segir tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, en í dag fer myndbandið við lagið South America í spilun. Myndbandið var frumsýnt á Prikinu í gærkvöldi og mun eflaust vekja mikla athygli, enda Auðunn upprennandi tónlistarmaður. Í næsta mánuði fer hann til Frakklands, þar sem hann tekur þátt í hinni vinsælu tónlistarakademíu sem kennd er við Red Bull. Þaðan hafa margar stjörnur stigið stórt skref í átt að góðum frama innan tónlistarheimsins.Allt í einni töku „Ég gerði myndbandið í samstarfi við Árna Beintein vin minn. Það er tekið upp á Þjóðarbókhlöðunni. Ég var búinn að vera með þessa hugmynd í maganum í nokkurn tíma og er mjög ánægður með útkomuna,“ útskýrir Auðunn. Athygli vekur að myndbandið er ein löng sena og má með sanni segja að ástin blómstri fyrir aftan Auðun. Inntakið í laginu er einmitt ástin, en lagið var samið þegar kærasta hans var í öðrum heimshluta. „Lagið er hluti af plötu sem ég er með tilbúna og er samin yfir tímabil þar sem kærastan mín var í reisu um Suður-Ameríku. Ég bjó þarna einn í alltof stóru húsi í Hafnarfirðinum, því foreldrar mínir búa í Bandaríkjunum. Ég var aleinn og vesæll. Þá kviknar á skáldskapargyðjunum, heldur betur,“ segir Auðunn.Undirbýr sig andlega Auðunn er ekki byrjaður að pakka fyrir ferðina til Frakklands, en hann mun dvelja í París á meðan hann tekur þátt í Red Bull-akademíunni. Stjörnur á borð við Aloe Blacc og Hudson Mohawke hafa útskrifast úr Akademíunni. Auðunn verður í tvær vikur í París og mun sitja fyrirlestra hjá goðsögnum í franskri tónlist auk þess að koma fram á sýningarkvöldum. „Nei, ég er ekki farinn að pakka, en ég er farinn að undirbúa mig andlega. Þetta verður rosaleg törn, tveggja vikna keyrsla. Ég hef heyrt mikið um hversu stíft prógramm þetta verður og er því bara að gíra mig upp í það.“Frumflytur efnið á Airwaves Næst á döfinni hjá Auðuni er Iceland Airwaves. „Þar mun ég frumflytja allt efnið á nýju plötunni. Ég verð í Tjarnarbíói föstudagskvöldið 6. nóvember. Ég verð með Baldvin Snæ Hlynsson með mér, sem er ákaflega efnilegur hljóðfæraleikari. Við ætlum að hafa „live element“ í þessu, þó svo að tónlistin sé elektrónísk í grunninn.“ Tónlist Auðuns má skilgreina sem R&B, nánar tiltekið PB R&B, sem er kennt við bjórinn Pabst Blue Ribbon, sem er vinsæll á meðal hipstera. Þannig má í raun segja að þetta sé eins konar „hipstera-R&B-tónlist“. Tónlist Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Þetta er fyrsta myndbandið sem ég sendi frá mér,“ segir tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, en í dag fer myndbandið við lagið South America í spilun. Myndbandið var frumsýnt á Prikinu í gærkvöldi og mun eflaust vekja mikla athygli, enda Auðunn upprennandi tónlistarmaður. Í næsta mánuði fer hann til Frakklands, þar sem hann tekur þátt í hinni vinsælu tónlistarakademíu sem kennd er við Red Bull. Þaðan hafa margar stjörnur stigið stórt skref í átt að góðum frama innan tónlistarheimsins.Allt í einni töku „Ég gerði myndbandið í samstarfi við Árna Beintein vin minn. Það er tekið upp á Þjóðarbókhlöðunni. Ég var búinn að vera með þessa hugmynd í maganum í nokkurn tíma og er mjög ánægður með útkomuna,“ útskýrir Auðunn. Athygli vekur að myndbandið er ein löng sena og má með sanni segja að ástin blómstri fyrir aftan Auðun. Inntakið í laginu er einmitt ástin, en lagið var samið þegar kærasta hans var í öðrum heimshluta. „Lagið er hluti af plötu sem ég er með tilbúna og er samin yfir tímabil þar sem kærastan mín var í reisu um Suður-Ameríku. Ég bjó þarna einn í alltof stóru húsi í Hafnarfirðinum, því foreldrar mínir búa í Bandaríkjunum. Ég var aleinn og vesæll. Þá kviknar á skáldskapargyðjunum, heldur betur,“ segir Auðunn.Undirbýr sig andlega Auðunn er ekki byrjaður að pakka fyrir ferðina til Frakklands, en hann mun dvelja í París á meðan hann tekur þátt í Red Bull-akademíunni. Stjörnur á borð við Aloe Blacc og Hudson Mohawke hafa útskrifast úr Akademíunni. Auðunn verður í tvær vikur í París og mun sitja fyrirlestra hjá goðsögnum í franskri tónlist auk þess að koma fram á sýningarkvöldum. „Nei, ég er ekki farinn að pakka, en ég er farinn að undirbúa mig andlega. Þetta verður rosaleg törn, tveggja vikna keyrsla. Ég hef heyrt mikið um hversu stíft prógramm þetta verður og er því bara að gíra mig upp í það.“Frumflytur efnið á Airwaves Næst á döfinni hjá Auðuni er Iceland Airwaves. „Þar mun ég frumflytja allt efnið á nýju plötunni. Ég verð í Tjarnarbíói föstudagskvöldið 6. nóvember. Ég verð með Baldvin Snæ Hlynsson með mér, sem er ákaflega efnilegur hljóðfæraleikari. Við ætlum að hafa „live element“ í þessu, þó svo að tónlistin sé elektrónísk í grunninn.“ Tónlist Auðuns má skilgreina sem R&B, nánar tiltekið PB R&B, sem er kennt við bjórinn Pabst Blue Ribbon, sem er vinsæll á meðal hipstera. Þannig má í raun segja að þetta sé eins konar „hipstera-R&B-tónlist“.
Tónlist Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira