Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Una Sighvatsdóttir skrifar 26. október 2015 20:04 Stál mætir stáli í deilu ríkisins og Reykjavíkuborgar um friðun hafnargarðsins sem grafinn var upp á Austurbakka. Forsætisráðherra hefur boðað verktakann á sinn fund á morgun til að semja um lausn, en framkvæmdir hófust þó aftur á Austurbakka í dag, eftir sex vikna hlé. Vinnuvélarnar hrófla þó ekki við hafnargarðinum, fyrr en endanlega hefur verið ákveðið hvort vernda eigi alla grjóthleðsluna eða ekki. Minjastofnun taldi upphaflega að garðurinn væri meira en 100 ára gamall, en brást við með skyndifriðun í september þegar Borgarsögusafn upplýsti að grjóthleðslan næði ekki svo háum aldri. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur er manna fróðastur um sögu hafnarsvæðisins og segir alveg ljóst að garðurinn hafi ekki náð hundrað ára aldri. „Þessi hleðsla er alveg greinilega frá 1928, bæði sést það á ljósmyndum sem eru nákvæmlega ársettar það ár, þegar verið er að hlaða hann. En eins sést það á blaðafréttum,“ segir Guðjón og vísar í dagblaðið Vísi frá 14. september 1928 þegar sagt er frá því að unnið sé að vegbótum við höfnina og samhliða því hafi hleðslan á sjávarbakkanum verið færð allmikið út.Hluti af gatnagerð síns tímaGarðurinn var því ekki hluti af sjálfri hafnargerð Reykjavíkur, sem fram fór árin 1913-1917 og var stærsta framkvæmd þess tíma, heldur var hann reistur um áratug síðar samhliða malbikun Tryggvagötu. „Tryggvagata lá nefnilega hér fyrir ofan og þetta er einskonar hleðsla til varnar henni, af því hún er á uppfyllingu og það varð nú oft sjórof,“ segir Guðjón og bætir því við að garðurinn hafi ekki verið sjáanlegur nema í rúman áratug því á árunum 1939-1941 var ákveðið að sameina Miðbakka og Austurbakka. Var þá mokað yfir víkina á milli þeirra, og hafnargarðinn um leið.Það er kannski hluti af því hvers vegna hann hefur varðveist svona vel?„Já ég gæti vel trúað því. Hann er náttúrulega mjög vel varðveittur og þetta er heljarmikið mannvirki.“Garðurinn er mikil framkvæmd á sínum tíma, en hann skilgreinist samt ekki sem fornminjar?„Ekki samkvæmt þessari 100 ára reglu, það er alveg augljóst.“Þannig að byggingarsögulegt gildi hans og verðmæti í dag það er kannski háð persónulegu mati hvers og eins, eða hvað?„Ég reikna nú með því já, eða mati rétt kjörinna yfirvalda. Þetta eru náttúrulega gríðarlegir hagsmunir sem liggja í þessum byggingalóðum hérna og spurning hversu mikils virði er að hafa þennan garð einhvers staðar í einhverjum bílakjallara. En ég ætla nú svo sem ekki að dæma um það.“ Tengdar fréttir Hefja framkvæmdir við hafnarbakkann á morgun Eignedur lóðarinnar hafnargarðinn ekki friðaðan þrátt fyrir yfirlýsingu Minjastofnunar. 25. október 2015 13:01 Ráðherra víki í friðlýsingardeilu "Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. 20. október 2015 07:00 Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Stál mætir stáli í deilu ríkisins og Reykjavíkuborgar um friðun hafnargarðsins sem grafinn var upp á Austurbakka. Forsætisráðherra hefur boðað verktakann á sinn fund á morgun til að semja um lausn, en framkvæmdir hófust þó aftur á Austurbakka í dag, eftir sex vikna hlé. Vinnuvélarnar hrófla þó ekki við hafnargarðinum, fyrr en endanlega hefur verið ákveðið hvort vernda eigi alla grjóthleðsluna eða ekki. Minjastofnun taldi upphaflega að garðurinn væri meira en 100 ára gamall, en brást við með skyndifriðun í september þegar Borgarsögusafn upplýsti að grjóthleðslan næði ekki svo háum aldri. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur er manna fróðastur um sögu hafnarsvæðisins og segir alveg ljóst að garðurinn hafi ekki náð hundrað ára aldri. „Þessi hleðsla er alveg greinilega frá 1928, bæði sést það á ljósmyndum sem eru nákvæmlega ársettar það ár, þegar verið er að hlaða hann. En eins sést það á blaðafréttum,“ segir Guðjón og vísar í dagblaðið Vísi frá 14. september 1928 þegar sagt er frá því að unnið sé að vegbótum við höfnina og samhliða því hafi hleðslan á sjávarbakkanum verið færð allmikið út.Hluti af gatnagerð síns tímaGarðurinn var því ekki hluti af sjálfri hafnargerð Reykjavíkur, sem fram fór árin 1913-1917 og var stærsta framkvæmd þess tíma, heldur var hann reistur um áratug síðar samhliða malbikun Tryggvagötu. „Tryggvagata lá nefnilega hér fyrir ofan og þetta er einskonar hleðsla til varnar henni, af því hún er á uppfyllingu og það varð nú oft sjórof,“ segir Guðjón og bætir því við að garðurinn hafi ekki verið sjáanlegur nema í rúman áratug því á árunum 1939-1941 var ákveðið að sameina Miðbakka og Austurbakka. Var þá mokað yfir víkina á milli þeirra, og hafnargarðinn um leið.Það er kannski hluti af því hvers vegna hann hefur varðveist svona vel?„Já ég gæti vel trúað því. Hann er náttúrulega mjög vel varðveittur og þetta er heljarmikið mannvirki.“Garðurinn er mikil framkvæmd á sínum tíma, en hann skilgreinist samt ekki sem fornminjar?„Ekki samkvæmt þessari 100 ára reglu, það er alveg augljóst.“Þannig að byggingarsögulegt gildi hans og verðmæti í dag það er kannski háð persónulegu mati hvers og eins, eða hvað?„Ég reikna nú með því já, eða mati rétt kjörinna yfirvalda. Þetta eru náttúrulega gríðarlegir hagsmunir sem liggja í þessum byggingalóðum hérna og spurning hversu mikils virði er að hafa þennan garð einhvers staðar í einhverjum bílakjallara. En ég ætla nú svo sem ekki að dæma um það.“
Tengdar fréttir Hefja framkvæmdir við hafnarbakkann á morgun Eignedur lóðarinnar hafnargarðinn ekki friðaðan þrátt fyrir yfirlýsingu Minjastofnunar. 25. október 2015 13:01 Ráðherra víki í friðlýsingardeilu "Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. 20. október 2015 07:00 Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Hefja framkvæmdir við hafnarbakkann á morgun Eignedur lóðarinnar hafnargarðinn ekki friðaðan þrátt fyrir yfirlýsingu Minjastofnunar. 25. október 2015 13:01
Ráðherra víki í friðlýsingardeilu "Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. 20. október 2015 07:00
Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26
Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24