Sögðu slæmt veður nyrðra en athuguðu það ekki Sveinn Arnarsson skrifar 26. október 2015 17:58 Frá Akureyrarflugvelli. Vísir/Pjetur Flugstjóri flugvélar SmartLynx, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar fyrr í mánuðinum, hafði aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði nyrðra. Vélin fór aftur í loftið með 104 farþega níutíu mínútum eftir lendingu í Keflavík. 164 farþegar áttu bókað flug með vél SmartLynx flugfélagsins, sem var í leigu ferðaskrifstofunnar TransAtlantic, í beinu flugi milli Riga í Lettlandi og Akureyrar. Flugvélin lenti hinsvegar klukkan 21:06 á Keflavíkurflugvelli. Farþegar um borð fengu þær upplýsingar að ekki væri hægt að lenda vélinni á Akureyri vegna veðurs. ISAVIA staðfestir hinsvegar að veðrið umrætt kvöld hafi verið gott á Akureyri og skilyrði til lendingar ágætar. Einnig hafði flugstjóri flugvélar SmartLynx aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði. 90 mínútum seinna tók vélin á loft frá Keflavík með 104 farþega innanborðs á leið til Lettlands. Hefði vélin lent á Akureyri umrætt kvöld hefði sú tímaáætlun fyrirtækisins ekki getað staðist.ISAVIA látið vita átta klukkustundum fyrir lendingu Farþegar sem höfðu keypt flug frá TransAtlantic voru að vonum óánægð með breytta áætlun. Veðrið hafi verið gott á Akureyri þetta kvöld. Einnig fengu þau að vita af breyttri áætlun klukkutíma fyrir lendingu í Keflavík en flugfélagið hafði látið ISAVIA vita af breytingunni átta klukkustundum fyrir lendingu í Keflavík. Egill Örn Arnarson, forsvarsmaður TransAtlantic, segir ferðaskrifstofuna ekkert að gera með ákvörðun flugstjóra og að fyrirtækið geti ekkert gert í stöðunni. „Ferðaskrifstofan kom öllum upplýsingum sem hún fékk frá flugfélaginu til farþega þegar hún fékk þær og notaði sömu skýringar sem henni voru gefnar. Ferðaskrifstofan harmar auðvitað að ekki var lent á AEY og hefði undir öllum kringumstæðum kosið að upphaflegri flugáætlun hefði verið haldið.“Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli, farþegum til mikillar armæðu.Vísir/StefánHelena Sif Halldórsdóttir, farþegi í vélinni, er að vonum ósátt við þessi vinnubrögð. „Það er auðvitað stórskrýtið að við fáum að vita af breytingunni klukkustund áður en við lendum þegar Isavia fær að vita þetta klukkan þrjú um daginn,“ segir Helena. „Einnig voru margir farþegar búnir að greiða fyrir vörur í tolli á Akureyri sem biðu þeirra við komuna en þar sem við lentum í Keflavík fékk fólkið ekki vörurnar sínar afgreiddar. Það eru margir mjög reiðir og hafa sent ferðaskrifstofunni kvörtunarbréf vegna vinnubragðanna.“ Tímasetningar15:00 – Tilkynning berst frá SmartLynx flugfélaginu til ISAVIA um breyttan lendingarstað og að lent verði í Reykjavík.17:24 – Flugvélin fer í loftið frá Ríga í Lettlandi með 164 farþega um borð í beinu flugi til Akureyrar.20:00 – Farþegar í vélinni fá að heyra að vegna veðurs sé ekki unnt að lenda á Akureyri. Veður þar var með ágætum, 5 hnúta vindur, skyggni meira en 10km og hiti 5°.21:06 - Flugvél SmartLynx lendir í Keflavík og öllum farþegum skipað í rútur á leið til Akureyrar.21:32 – Flugvél SmartLynx fer í loftið frá Keflavík á leið sinni til Riga með 104 farþega innanborðs. Fréttir af flugi Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Flugstjóri flugvélar SmartLynx, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar fyrr í mánuðinum, hafði aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði nyrðra. Vélin fór aftur í loftið með 104 farþega níutíu mínútum eftir lendingu í Keflavík. 164 farþegar áttu bókað flug með vél SmartLynx flugfélagsins, sem var í leigu ferðaskrifstofunnar TransAtlantic, í beinu flugi milli Riga í Lettlandi og Akureyrar. Flugvélin lenti hinsvegar klukkan 21:06 á Keflavíkurflugvelli. Farþegar um borð fengu þær upplýsingar að ekki væri hægt að lenda vélinni á Akureyri vegna veðurs. ISAVIA staðfestir hinsvegar að veðrið umrætt kvöld hafi verið gott á Akureyri og skilyrði til lendingar ágætar. Einnig hafði flugstjóri flugvélar SmartLynx aldrei samband við flugturn á Akureyri til að spyrjast fyrir um veðurskilyrði. 90 mínútum seinna tók vélin á loft frá Keflavík með 104 farþega innanborðs á leið til Lettlands. Hefði vélin lent á Akureyri umrætt kvöld hefði sú tímaáætlun fyrirtækisins ekki getað staðist.ISAVIA látið vita átta klukkustundum fyrir lendingu Farþegar sem höfðu keypt flug frá TransAtlantic voru að vonum óánægð með breytta áætlun. Veðrið hafi verið gott á Akureyri þetta kvöld. Einnig fengu þau að vita af breyttri áætlun klukkutíma fyrir lendingu í Keflavík en flugfélagið hafði látið ISAVIA vita af breytingunni átta klukkustundum fyrir lendingu í Keflavík. Egill Örn Arnarson, forsvarsmaður TransAtlantic, segir ferðaskrifstofuna ekkert að gera með ákvörðun flugstjóra og að fyrirtækið geti ekkert gert í stöðunni. „Ferðaskrifstofan kom öllum upplýsingum sem hún fékk frá flugfélaginu til farþega þegar hún fékk þær og notaði sömu skýringar sem henni voru gefnar. Ferðaskrifstofan harmar auðvitað að ekki var lent á AEY og hefði undir öllum kringumstæðum kosið að upphaflegri flugáætlun hefði verið haldið.“Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli, farþegum til mikillar armæðu.Vísir/StefánHelena Sif Halldórsdóttir, farþegi í vélinni, er að vonum ósátt við þessi vinnubrögð. „Það er auðvitað stórskrýtið að við fáum að vita af breytingunni klukkustund áður en við lendum þegar Isavia fær að vita þetta klukkan þrjú um daginn,“ segir Helena. „Einnig voru margir farþegar búnir að greiða fyrir vörur í tolli á Akureyri sem biðu þeirra við komuna en þar sem við lentum í Keflavík fékk fólkið ekki vörurnar sínar afgreiddar. Það eru margir mjög reiðir og hafa sent ferðaskrifstofunni kvörtunarbréf vegna vinnubragðanna.“ Tímasetningar15:00 – Tilkynning berst frá SmartLynx flugfélaginu til ISAVIA um breyttan lendingarstað og að lent verði í Reykjavík.17:24 – Flugvélin fer í loftið frá Ríga í Lettlandi með 164 farþega um borð í beinu flugi til Akureyrar.20:00 – Farþegar í vélinni fá að heyra að vegna veðurs sé ekki unnt að lenda á Akureyri. Veður þar var með ágætum, 5 hnúta vindur, skyggni meira en 10km og hiti 5°.21:06 - Flugvél SmartLynx lendir í Keflavík og öllum farþegum skipað í rútur á leið til Akureyrar.21:32 – Flugvél SmartLynx fer í loftið frá Keflavík á leið sinni til Riga með 104 farþega innanborðs.
Fréttir af flugi Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira