Það er barnaskapur að segja, að það sé enginn Guð Þórir Stephensen skrifar 27. október 2015 07:00 Brian Cox er enskur prófessor í eðlisfræði, lék áður í rokkhljómsveit og er nú maðurinn, sem margir vilja að taki við kyndlinum af sir David Attenborough. Hann er fæddur 1968 og starfar við Manchester University, er víðþekktur vísindamaður og virkur við að kynna rannsóknir sínar á uppruna og eðli alheimsins í vinsælum sjónvarpsþáttum. Hann nefnir þar fleiri en einn Miklahvell, mikla útþenslu alheimsins og margt annað áhugavert. Þessi maður var nýlega spurður um afstöðu sína til Guðs og lét þá hafa eftir sér orðin, sem hér eru höfð að yfirskrift og eru þannig á ensku: „There's a naivety in saying there is no God.“ Hann vitnar til einstaklinga meðal mestu hugsuða mannkynsins svo sem Kants og Leibnitz, sem hafi hugsað mikið um Guð og lífið út frá tilvist hans. „Þeir voru engir fábjánar, segir hann. Við verðum að vega slíkt og meta.“ Ég er orðinn hundleiður á sífelldum og algerlega órökstuddum yfirlýsingum í Fréttablaðinu og fleiri miðlum, að það sé enginn Guð, að við eigum að hætta að spegla okkur í 2000 ára gömlum frásögnum og þar haft undirliggjandi að því hljóti að vera farið að slá í þær. Svo er bætt við til enn meiri niðrunar, að þær séu frá Miðausturlöndum. Það sem svo kórónar allt þetta, er að þeir, sem þessu halda fram, hafa mér vitanlega ekki sýnt neina andlega burði, sem geri þá marktækari öðrum. En svo étur hver upp eftir öðrum og allt virðist þetta gert til þess að eyðileggja hin fornu andlegu gildi, sem hafa haldið uppi menningu og siðgæði þjóðar okkar um aldir. Forsjárhyggjan í andlegu uppeldi skólabarna hér á landi er af sama toga.Maður með andlega burði Ég gladdist, er ég sá vitnisburð Brians Cox. Þar virðist vera maður með andlega burði. Ég hef að undanförnu hugsað mikið til afburðamanna, bæði hér okkar á meðal og á heimsvísu. Tónskáldið mikla J.S. Bach hefur verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Viljum við hafna vitnisburði hans, trúnni er gaf anda hans neista, sem oft varð að báli, heilögum eldi, sem tendraði og skapar enn líf listar og trúar, þar sem hann logar? Eru tónsmíðar hans innblásin listaverk eða eru þau bara sniðugar fingraæfingar? Eigum við kannski að afskrifa hann af því að verk hans eru orðin svo gömul? Svipað má segja um flesta eða alla gömlu meistarana. Það var Hippókrates, sem sagði: „Listin er löng, en lífið stutt,“ og orð Michaelangelos koma eins og í fallegu framhaldi af þeim: „Sannarlegt listaverk er ekki annað en skuggi guðlegrar fullkomnunar.“ Hvorug þessara orða hefðu, að mínum dómi, orðið til án skynjunar um „eilífð bak við árin“. Þegar hamrað er á hinum guðlausa, andkristna áróðri í fjölmiðlum dagsins, verður mér einnig hugsað til þjóðskáldanna okkar, Matthíasar Jochumssonar, Einars Ben., Davíð Stefánssonar, Tómasar og Hannesar Péturssonar. Hvorir skyldu líklegri til þess að lyfta íslenskri þjóð til betri framtíðar, þeir miklu andans jöfrar, sem ég hef hér nefnt og allir mæra í skáldskap sínum kristið líf, háleitar hugsjónir og bjarta eilífðarsýn eða Fréttablaðsskríbentarnir og aðrir þeim samdauna? Svari hver fyrir sig. Brian Cox kallar guðsafneitunina „barnalega“ afstöðu. Ég er honum hjartanlega sammála og vil í staðinn sjá hina „barnslegu“ einlægni, afstöðu hins fullkomna trausts til höfundar lífsins og einlægrar þjónustu við vilja hans. Hannes Pétursson kom með nýtt orð í mál okkar, „alnánd“, og raunar þá einnig nýtt hugtak inn í guðfræðina í ljóði sínu um Hallgrím Pétursson:Þú namst þau orð sem englarnir sungu.Þú ortir á máli sem brann á tungu.Óttinn fangstaðar á þér missti.Alnánd: þú gekkst við hliðina á Kristi. Við eigum ekki að rækta með okkur barnaskap, heldur hina barnslegu einlægni og þann kærleika, sem kemur af alnánd einstaklingsins við Krist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Brian Cox er enskur prófessor í eðlisfræði, lék áður í rokkhljómsveit og er nú maðurinn, sem margir vilja að taki við kyndlinum af sir David Attenborough. Hann er fæddur 1968 og starfar við Manchester University, er víðþekktur vísindamaður og virkur við að kynna rannsóknir sínar á uppruna og eðli alheimsins í vinsælum sjónvarpsþáttum. Hann nefnir þar fleiri en einn Miklahvell, mikla útþenslu alheimsins og margt annað áhugavert. Þessi maður var nýlega spurður um afstöðu sína til Guðs og lét þá hafa eftir sér orðin, sem hér eru höfð að yfirskrift og eru þannig á ensku: „There's a naivety in saying there is no God.“ Hann vitnar til einstaklinga meðal mestu hugsuða mannkynsins svo sem Kants og Leibnitz, sem hafi hugsað mikið um Guð og lífið út frá tilvist hans. „Þeir voru engir fábjánar, segir hann. Við verðum að vega slíkt og meta.“ Ég er orðinn hundleiður á sífelldum og algerlega órökstuddum yfirlýsingum í Fréttablaðinu og fleiri miðlum, að það sé enginn Guð, að við eigum að hætta að spegla okkur í 2000 ára gömlum frásögnum og þar haft undirliggjandi að því hljóti að vera farið að slá í þær. Svo er bætt við til enn meiri niðrunar, að þær séu frá Miðausturlöndum. Það sem svo kórónar allt þetta, er að þeir, sem þessu halda fram, hafa mér vitanlega ekki sýnt neina andlega burði, sem geri þá marktækari öðrum. En svo étur hver upp eftir öðrum og allt virðist þetta gert til þess að eyðileggja hin fornu andlegu gildi, sem hafa haldið uppi menningu og siðgæði þjóðar okkar um aldir. Forsjárhyggjan í andlegu uppeldi skólabarna hér á landi er af sama toga.Maður með andlega burði Ég gladdist, er ég sá vitnisburð Brians Cox. Þar virðist vera maður með andlega burði. Ég hef að undanförnu hugsað mikið til afburðamanna, bæði hér okkar á meðal og á heimsvísu. Tónskáldið mikla J.S. Bach hefur verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Viljum við hafna vitnisburði hans, trúnni er gaf anda hans neista, sem oft varð að báli, heilögum eldi, sem tendraði og skapar enn líf listar og trúar, þar sem hann logar? Eru tónsmíðar hans innblásin listaverk eða eru þau bara sniðugar fingraæfingar? Eigum við kannski að afskrifa hann af því að verk hans eru orðin svo gömul? Svipað má segja um flesta eða alla gömlu meistarana. Það var Hippókrates, sem sagði: „Listin er löng, en lífið stutt,“ og orð Michaelangelos koma eins og í fallegu framhaldi af þeim: „Sannarlegt listaverk er ekki annað en skuggi guðlegrar fullkomnunar.“ Hvorug þessara orða hefðu, að mínum dómi, orðið til án skynjunar um „eilífð bak við árin“. Þegar hamrað er á hinum guðlausa, andkristna áróðri í fjölmiðlum dagsins, verður mér einnig hugsað til þjóðskáldanna okkar, Matthíasar Jochumssonar, Einars Ben., Davíð Stefánssonar, Tómasar og Hannesar Péturssonar. Hvorir skyldu líklegri til þess að lyfta íslenskri þjóð til betri framtíðar, þeir miklu andans jöfrar, sem ég hef hér nefnt og allir mæra í skáldskap sínum kristið líf, háleitar hugsjónir og bjarta eilífðarsýn eða Fréttablaðsskríbentarnir og aðrir þeim samdauna? Svari hver fyrir sig. Brian Cox kallar guðsafneitunina „barnalega“ afstöðu. Ég er honum hjartanlega sammála og vil í staðinn sjá hina „barnslegu“ einlægni, afstöðu hins fullkomna trausts til höfundar lífsins og einlægrar þjónustu við vilja hans. Hannes Pétursson kom með nýtt orð í mál okkar, „alnánd“, og raunar þá einnig nýtt hugtak inn í guðfræðina í ljóði sínu um Hallgrím Pétursson:Þú namst þau orð sem englarnir sungu.Þú ortir á máli sem brann á tungu.Óttinn fangstaðar á þér missti.Alnánd: þú gekkst við hliðina á Kristi. Við eigum ekki að rækta með okkur barnaskap, heldur hina barnslegu einlægni og þann kærleika, sem kemur af alnánd einstaklingsins við Krist.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun