IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2015 13:26 "Hún brann bara einn, tveir og þrír,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. Mynd/Bylgja Guðjónsdóttir Þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu er IKEA-geitin öll árið 2015. Ekki var um óprúttna aðila að ræða í þetta skiptið heldur virðist geitin hafa fallið fyrir eigin eldi. Þetta staðfestir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, í samtali við Vísi. „Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn en eldurinn kom upp í geitinni um eittleytið. Skömmu síðar var hún öll.Slökkviliðsmenn á vettvangi um klukkan 13:30. Þá var geitin öll.Vísir/Pjetur„Hún brann bara einn, tveir og þrír,“ segir Þórarinn sem segir að hún hafi farið á nokkrum sekúndum. Enginn liggur undir grun en Vísir greindi frá því á dögunum að afar ströng öryggisgæsla væri allan sólarhringinn á þessum árlega gesti í Kauptúninu sem oftar en einu sinni hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðilum.Sjá einnig:Serían sem banaði geitinni úr IKEA „Mér sýnist hún hafa framið sjálfsmorð,“ segir Þórarinn. Líklega hafi leitt úr einni seríu sem varð til þess að eldur kom upp. Geitin er úr hálmi og var ekki að spyrja að leikslokum. Þórarinn sagði í samtali við Vísi á dögunum að geitin hefði líklega fengið meiri frið seinni ár eftir að jólaseríunum var bætt á hana. Framleiðslukostnaður við seríurnar einn og sér væri um ein milljón króna. Nú virðast seríurnar hins vegar hafa heldur betur orðið til vandræða.Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi.VísirReikna með að stækka geitina „Nú þarf maður bara að syrgja,“ segir Þórarinn og greinilegt að starfsfólki IKEA var nokkuð brugðið. Þórarinn sagði á dögunum að sú hefð hefði skapast að í hvert skipti sem kveikt væri í geitinni væri hún stækkuð. Hún hafi verið fjórir metrar fyrst að hæð en nú sé hún orðin sex. En hvað nú, fyrst geitin tortímdi sjálfri sér? „Ég verð eiginlega að stækka hana og standa við stóru orðin,“ segir Þórarinn. Menn muni leggjast yfir teikningar að nýrri geit þegar allir eru búnir að ná sér.Garðbæingurinn Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar í knattspyrnu, náði myndbandinu að neðan.Jólin eru að koma#ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015 Tengdar fréttir Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu er IKEA-geitin öll árið 2015. Ekki var um óprúttna aðila að ræða í þetta skiptið heldur virðist geitin hafa fallið fyrir eigin eldi. Þetta staðfestir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, í samtali við Vísi. „Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn en eldurinn kom upp í geitinni um eittleytið. Skömmu síðar var hún öll.Slökkviliðsmenn á vettvangi um klukkan 13:30. Þá var geitin öll.Vísir/Pjetur„Hún brann bara einn, tveir og þrír,“ segir Þórarinn sem segir að hún hafi farið á nokkrum sekúndum. Enginn liggur undir grun en Vísir greindi frá því á dögunum að afar ströng öryggisgæsla væri allan sólarhringinn á þessum árlega gesti í Kauptúninu sem oftar en einu sinni hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðilum.Sjá einnig:Serían sem banaði geitinni úr IKEA „Mér sýnist hún hafa framið sjálfsmorð,“ segir Þórarinn. Líklega hafi leitt úr einni seríu sem varð til þess að eldur kom upp. Geitin er úr hálmi og var ekki að spyrja að leikslokum. Þórarinn sagði í samtali við Vísi á dögunum að geitin hefði líklega fengið meiri frið seinni ár eftir að jólaseríunum var bætt á hana. Framleiðslukostnaður við seríurnar einn og sér væri um ein milljón króna. Nú virðast seríurnar hins vegar hafa heldur betur orðið til vandræða.Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi.VísirReikna með að stækka geitina „Nú þarf maður bara að syrgja,“ segir Þórarinn og greinilegt að starfsfólki IKEA var nokkuð brugðið. Þórarinn sagði á dögunum að sú hefð hefði skapast að í hvert skipti sem kveikt væri í geitinni væri hún stækkuð. Hún hafi verið fjórir metrar fyrst að hæð en nú sé hún orðin sex. En hvað nú, fyrst geitin tortímdi sjálfri sér? „Ég verð eiginlega að stækka hana og standa við stóru orðin,“ segir Þórarinn. Menn muni leggjast yfir teikningar að nýrri geit þegar allir eru búnir að ná sér.Garðbæingurinn Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar í knattspyrnu, náði myndbandinu að neðan.Jólin eru að koma#ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015
Tengdar fréttir Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00