Eru Vinstri grænir alveg grænir? Ívar Halldórsson skrifar 26. október 2015 11:51 Við lesum í fjölmiðlum í gær um vilja íslenskra stjórnarafla til að leggja viðskiptabönn á Ísrael og slíta öllu stjórnarsamstarfi við lýðræðisríkið á þeim forsendum að Ísrael stundi þjóðarmorð. Þetta er í besta falli fáránleg fullyrðing þar sem hún á sér með engu móti stoð í raunveruleikanum, enda fylgdi engin rökstuðningur í skýrslu þeirri er lögð v ar fra, á landsfundinum. Hér er í raun verið að bera saman ásetning ísraelskra stjórnvalda við ógleymanlegar grimmdaraðgerðir Nazista gegn Ísrael. Samkvæmt 2. grein alþjóðasamnings um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð frá 1948 er þjóðarmorð skilgreint þannig að það felist í einum eða fleiri af eftirtöldum athöfnum, séu þær framdar með það í huga að eyða, í heild eða hluta, tilteknum þjóðernishópi, kynþætti eða trúarhópi: Að myrða einstaklinga úr hópnumAð valda einstaklingum úr hópnum alvarlegum líkamlegum eða andlegum sársaukaAð gera lífsskilyrði hópsins vísvitandi þannig að það valdi eyðingu hans í heild eða að hlutaAð gera ráðstafanir sem ætlaðar eru til að hindra barnsfæðingar innan hópsinsAð færa börn hópsins yfir í annan hóp Ef Ísrael vildi útrýma Palestínumönnum, af hverju hefur þá Palestínumönnum fjölgað um meira en 600% frá árinu 1948? Ísraelar eru þá klaufalegustu fjöldamorðingjar sem sögur fara af! Fullyrðingin um að Ísrael stundi þjóðarmorð er því dauðadæmd. Hins vegar má færa rök fyrir slíkum ásetningi af hendi Hamas, enda er yfirlýstur ásetningur þeirra samkvæmt stjórnarskrá þeirra að tortíma Ísraelsþjóð. Þá má geta þess að BDS samtökin sem eru brautryðjendur í skipulögðum viðskiptabönnum gegn Ísrael eru ekki hlynt friðsamlegri tveggja ríkja lausn. Það hafa stofnendur samtakanna sjálfir sagt í hljóði og mynd. Palestínska stjórnin er sjálf andvíg viðskiptabönnum gegn Ísrael þar sem ljóst er að slíkar aðgerðir bitna fyrst og fremst á saklausum palestínskum fjölskyldum. Þetta eiga flokksmenn að vita. Í ályktun þeirri sem lögð var fram á landsfundi VG var lögð áhersla á friðsamlegar lausnir og aðgerðir. Forsætisráðherra Ísraels hefur leitast við að hefja opnar friðarviðræður við stjórn Palestínumanna, án fyrirframgreindra skilyrða. Slíkum viðræðum hefur í hvívetna verið hafnað af Abbas, forseta Palestínumanna, og nú aftur fyrir aðeins nokkrum dögum síðan. Engum þeim sem fylgist með atburðum líðandi stundar er hulið að Abbas hefur þvert á móti hvatt Palestínumenn til ófriðsamlegra aðgerða og hvatt þá til að ráðast á og myrða saklausa ísraelska borgara á götum úti. En fram hjá þerssu er horft í „mannréttindaáformum“ Vinstri grænna. Hversu mikið ofbeldi þarf að eiga sér stað áður en fólk áttar sig á að öfgastjórn Hamas vill ekki tveggja ríkja lausn? Hamas fer ekki leynt með hatur sitt á Gyðingum og getur hver sem kemst inn á netið lesið sér til um það í stjórnarskrá þeirra, en þar stendur: „Ísrael mun vera til, og eingöngu fyrirfinnast þar til Íslam mun tortíma henni..." Sannleikurinn er fyrir allra augum en blekkingavefur birgir fólki sýn. Ég verð þó að trúa því að fólk innan VG sé gott í eðli sínu og þar af leiðandi eingöngu illa upplýst og illa að sér í málefnum umræddra landa fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrirhugaðar aðgerðir flokksins styðja í raun aðgerðir hryðjuverkahópsins Hamas sem er opinberlega knúinn af öfgaíslamískum viðhorfum og eru mun líklegri til að kynda undir hatur, anti-semetisma og ófrið, en til umræðna um varandi frið á þessum slóðum. VG ætti heldur að þrýsta á palestínsk stjórnvöld að setjast að sáttarborðum í stað þess að horfa framhjá siðspillingu og hatri öfgamanna sem hvetja palestínska æsku til að keyra rýtinga í saklausa ísraelskra borgara. Ef órökstudd lygi er endurtekin aftur og aftur er hætt við því að fólk fari loks að trúa henni, og því miður eru merki um að rangar og órökstuddar fullyrðingar hafi skotið rótum í okkar ágæta samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Við lesum í fjölmiðlum í gær um vilja íslenskra stjórnarafla til að leggja viðskiptabönn á Ísrael og slíta öllu stjórnarsamstarfi við lýðræðisríkið á þeim forsendum að Ísrael stundi þjóðarmorð. Þetta er í besta falli fáránleg fullyrðing þar sem hún á sér með engu móti stoð í raunveruleikanum, enda fylgdi engin rökstuðningur í skýrslu þeirri er lögð v ar fra, á landsfundinum. Hér er í raun verið að bera saman ásetning ísraelskra stjórnvalda við ógleymanlegar grimmdaraðgerðir Nazista gegn Ísrael. Samkvæmt 2. grein alþjóðasamnings um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð frá 1948 er þjóðarmorð skilgreint þannig að það felist í einum eða fleiri af eftirtöldum athöfnum, séu þær framdar með það í huga að eyða, í heild eða hluta, tilteknum þjóðernishópi, kynþætti eða trúarhópi: Að myrða einstaklinga úr hópnumAð valda einstaklingum úr hópnum alvarlegum líkamlegum eða andlegum sársaukaAð gera lífsskilyrði hópsins vísvitandi þannig að það valdi eyðingu hans í heild eða að hlutaAð gera ráðstafanir sem ætlaðar eru til að hindra barnsfæðingar innan hópsinsAð færa börn hópsins yfir í annan hóp Ef Ísrael vildi útrýma Palestínumönnum, af hverju hefur þá Palestínumönnum fjölgað um meira en 600% frá árinu 1948? Ísraelar eru þá klaufalegustu fjöldamorðingjar sem sögur fara af! Fullyrðingin um að Ísrael stundi þjóðarmorð er því dauðadæmd. Hins vegar má færa rök fyrir slíkum ásetningi af hendi Hamas, enda er yfirlýstur ásetningur þeirra samkvæmt stjórnarskrá þeirra að tortíma Ísraelsþjóð. Þá má geta þess að BDS samtökin sem eru brautryðjendur í skipulögðum viðskiptabönnum gegn Ísrael eru ekki hlynt friðsamlegri tveggja ríkja lausn. Það hafa stofnendur samtakanna sjálfir sagt í hljóði og mynd. Palestínska stjórnin er sjálf andvíg viðskiptabönnum gegn Ísrael þar sem ljóst er að slíkar aðgerðir bitna fyrst og fremst á saklausum palestínskum fjölskyldum. Þetta eiga flokksmenn að vita. Í ályktun þeirri sem lögð var fram á landsfundi VG var lögð áhersla á friðsamlegar lausnir og aðgerðir. Forsætisráðherra Ísraels hefur leitast við að hefja opnar friðarviðræður við stjórn Palestínumanna, án fyrirframgreindra skilyrða. Slíkum viðræðum hefur í hvívetna verið hafnað af Abbas, forseta Palestínumanna, og nú aftur fyrir aðeins nokkrum dögum síðan. Engum þeim sem fylgist með atburðum líðandi stundar er hulið að Abbas hefur þvert á móti hvatt Palestínumenn til ófriðsamlegra aðgerða og hvatt þá til að ráðast á og myrða saklausa ísraelska borgara á götum úti. En fram hjá þerssu er horft í „mannréttindaáformum“ Vinstri grænna. Hversu mikið ofbeldi þarf að eiga sér stað áður en fólk áttar sig á að öfgastjórn Hamas vill ekki tveggja ríkja lausn? Hamas fer ekki leynt með hatur sitt á Gyðingum og getur hver sem kemst inn á netið lesið sér til um það í stjórnarskrá þeirra, en þar stendur: „Ísrael mun vera til, og eingöngu fyrirfinnast þar til Íslam mun tortíma henni..." Sannleikurinn er fyrir allra augum en blekkingavefur birgir fólki sýn. Ég verð þó að trúa því að fólk innan VG sé gott í eðli sínu og þar af leiðandi eingöngu illa upplýst og illa að sér í málefnum umræddra landa fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrirhugaðar aðgerðir flokksins styðja í raun aðgerðir hryðjuverkahópsins Hamas sem er opinberlega knúinn af öfgaíslamískum viðhorfum og eru mun líklegri til að kynda undir hatur, anti-semetisma og ófrið, en til umræðna um varandi frið á þessum slóðum. VG ætti heldur að þrýsta á palestínsk stjórnvöld að setjast að sáttarborðum í stað þess að horfa framhjá siðspillingu og hatri öfgamanna sem hvetja palestínska æsku til að keyra rýtinga í saklausa ísraelskra borgara. Ef órökstudd lygi er endurtekin aftur og aftur er hætt við því að fólk fari loks að trúa henni, og því miður eru merki um að rangar og órökstuddar fullyrðingar hafi skotið rótum í okkar ágæta samfélagi.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar