Handbolti

Gömlu kempurnar völtuðu yfir KR

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lið Þróttar í dag. Liðinu stýrðu síðan Jón Kristjánsson, Patrekur Jóhannesson og Þórir Ólafsson. Ingibjörg Ragnarsdóttir, fyrrum sjúkranuddari landsliðsins, sá um þá hlið mála og var líklega nóg að gera við að halda gömlu mönnunum við.
Lið Þróttar í dag. Liðinu stýrðu síðan Jón Kristjánsson, Patrekur Jóhannesson og Þórir Ólafsson. Ingibjörg Ragnarsdóttir, fyrrum sjúkranuddari landsliðsins, sá um þá hlið mála og var líklega nóg að gera við að halda gömlu mönnunum við. mynd/facebook
Líklega reynslumesta handboltalið Íslandssögunnar er komið áfram í 16-liða úrslitin í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum.

Þróttur Vogum setti saman einstakt lið með ótrúlegum fjölda af reynslumiklum leikmönnum og þeir skiluðu sínu í dag gegn 1. deildarliði KR sem þeir rústuðu, 33-17. Staðan í hálfleik var 15-8 fyrir Þrótt.

Heimir Örn Árnason var markahæstur í liði Þróttara með sex mörk en Hjalti Pálmason skoraði fimm.

Íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson skoraði fjögur og þeir Bjarki Sigurðsson, Freyr Brynjarsson, Valur Arnarsson og Valgarð Thoroddsen skoruðu þrjú mörk.

Sigurður Eggertsson og Sigmundur Lárusson skoruðu tvö mörk fyrir sigurliðið og Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, laumaði inn einu rétt eins og Þorkell Guðbrandsson.

Viktor Orri Þorsteinsson var markahæstur í liði KR með fjögur mörk og þeir Ari Arnaldsson, Bjarnfinnur Þorkelsson og Sigurbjörn Markússon skoruðu þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×