Staðsetning og hreyfing hugsunarinnar Magnús Guðmundsson skrifar 24. október 2015 16:45 Húbert Nói við eitt verka sinna á sýningunni sem verður opnuð í dag í listhúsinu Tveir hrafnar. Visir/GVA „Höfundarverk mitt einkennist af því að taka umhverfið inn í manneskjuna, taka stað í umhverfinu og færa inn í mig og framkalla síðan í listaverki,“ segir myndlistarmaðurinn Húbert Nói Jóhannesson sem opnaði í gær sýningu í Tveimur hröfnum listhúsi en hann segir að allt hans höfundarverk byggist í raun á sama grunnkonseptinu. „Mín sérstaða er að ég er meðvitað að skoða þessa færslu; þessa hreyfingu að færa stað úr ytra rýminu inn í innra rýmið og varpa því svo út aftur. Þaðan kemur þetta hreyfanlega element í mínum verkum, það er þessi meðvitaða hugsun sem hreyfingin stendur fyrir. En það sem er sérstakt við þessi verk er að í þeim birtast ákveðnir staðir og þeir eru málaðir eftir minni en ekki fyrirmynd. Ég held að mér sé óhætt að segja að það sé mjög sérstakt við mín verk að í þeim birtast ákaflega nákvæmir staðir en þeir eru alltaf málaðir eftir minni. Ég tek fram að ég er ekki með ljósmyndaminni heldur er þetta meira út frá tilfinningaminni.Staður, ég og mynd Í verkunum sem ég er að sýna núna er það sem ég kýs að kalla aktífa eða virka kyrrð. Þetta er kyrrð sem er svipuð því að horfa upp í stjörnuhimininn sem felur í sér ákveðna virkni. Við það að horfa upp í stjörnuhimininn fær maður hugmyndir og það hefur verið mannkyninu innblástur – í því felst ákveðin virkni. Í þessum verkum er ég því með ákveðinn kassa utan um verkin, eins konar ferðatösku sem er í raun rammi, en það er þar sem þetta hreyfanlega element verkanna kemur fram. Þegar kemur að hugsuninni sem er í þessum stjörnuverkum sem ég er með hérna á sýningunni þá er horft til þess að fólk hefur notað stjörnurnar í gegnum aldirnar til staðsetningar. Þetta er eitthvað sem hefur þróast yfir í það að við notum gervitungl sem eru einmitt svona hreyfanlegir punktar á himninum þar sem allt er kyrrt. Þannig að það sem við gerum með hugvitinu er hreyfanlegt á þessum annars kyrra fleti sem er stjörnuhiminninn.“Staddur á hálendinu Húbert Nói segir að grunnþörfin til þess að staðsetja sig sé í raun öllum lífsnauðsynleg. „Fuglar þurfa að vita hvar hreiðrið sitt er og kettir hvar þeir fá að éta og svo framvegis. Ég skoða þessar staðsetningar inni í mér sjálfum og hvernig þetta vinnur. Ég er einn þriðji náttúrufræðingur og ég losna ekkert við það úr höfundarverkinu. En þetta er nú þekkt úr myndlistarsögunni að náttúruvísindin og myndlistin eigi samleið eins og t.d. hjá da Vinci. Hann málaði þrjátíu lög í Monu Lisu en ég er með áttatíu til níutíu lög í mínum myndum. Það er til þess að fá þá dýpt sem ég er að falast eftir og það er ekki hægt að ná þessu með neinum öðrum hætti, ljósmynd getur ekki náð þessu, sem er ástæða þess að ég mála.“ Húbert Nói segir að frá því upp úr 1980 hafi hann verið að starfa við rannsóknir á hálendinu. „Þá var ég að gera einhverjar mælingar, skoða innviði jarðarinnar sem endurspeglar kannski að núna skoða ég mína eigin innviði, en þar sem ég mældi rak ég niður merkjahæl. Síðan kom landmælingahópur kannski mánuði síðar sem mældi viðkomandi merkjahæl inn á kort. Þannig að mín staðsetning var sett á kort, alveg upp á sentimetra. Hugmyndin að því sem ég er að gera kemur einhvers staðar þaðan. Maður er þarna á hálendinu en með hugann í bænum þar sem maður er skotinn í stelpu eða eitthvað viðlíka. Þetta er spurning um staðsetningu og hreyfingu hugsunarinnar og þetta á sér líkast til rætur einhvers staðar þarna á hálendi Íslands.“ Myndlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Höfundarverk mitt einkennist af því að taka umhverfið inn í manneskjuna, taka stað í umhverfinu og færa inn í mig og framkalla síðan í listaverki,“ segir myndlistarmaðurinn Húbert Nói Jóhannesson sem opnaði í gær sýningu í Tveimur hröfnum listhúsi en hann segir að allt hans höfundarverk byggist í raun á sama grunnkonseptinu. „Mín sérstaða er að ég er meðvitað að skoða þessa færslu; þessa hreyfingu að færa stað úr ytra rýminu inn í innra rýmið og varpa því svo út aftur. Þaðan kemur þetta hreyfanlega element í mínum verkum, það er þessi meðvitaða hugsun sem hreyfingin stendur fyrir. En það sem er sérstakt við þessi verk er að í þeim birtast ákveðnir staðir og þeir eru málaðir eftir minni en ekki fyrirmynd. Ég held að mér sé óhætt að segja að það sé mjög sérstakt við mín verk að í þeim birtast ákaflega nákvæmir staðir en þeir eru alltaf málaðir eftir minni. Ég tek fram að ég er ekki með ljósmyndaminni heldur er þetta meira út frá tilfinningaminni.Staður, ég og mynd Í verkunum sem ég er að sýna núna er það sem ég kýs að kalla aktífa eða virka kyrrð. Þetta er kyrrð sem er svipuð því að horfa upp í stjörnuhimininn sem felur í sér ákveðna virkni. Við það að horfa upp í stjörnuhimininn fær maður hugmyndir og það hefur verið mannkyninu innblástur – í því felst ákveðin virkni. Í þessum verkum er ég því með ákveðinn kassa utan um verkin, eins konar ferðatösku sem er í raun rammi, en það er þar sem þetta hreyfanlega element verkanna kemur fram. Þegar kemur að hugsuninni sem er í þessum stjörnuverkum sem ég er með hérna á sýningunni þá er horft til þess að fólk hefur notað stjörnurnar í gegnum aldirnar til staðsetningar. Þetta er eitthvað sem hefur þróast yfir í það að við notum gervitungl sem eru einmitt svona hreyfanlegir punktar á himninum þar sem allt er kyrrt. Þannig að það sem við gerum með hugvitinu er hreyfanlegt á þessum annars kyrra fleti sem er stjörnuhiminninn.“Staddur á hálendinu Húbert Nói segir að grunnþörfin til þess að staðsetja sig sé í raun öllum lífsnauðsynleg. „Fuglar þurfa að vita hvar hreiðrið sitt er og kettir hvar þeir fá að éta og svo framvegis. Ég skoða þessar staðsetningar inni í mér sjálfum og hvernig þetta vinnur. Ég er einn þriðji náttúrufræðingur og ég losna ekkert við það úr höfundarverkinu. En þetta er nú þekkt úr myndlistarsögunni að náttúruvísindin og myndlistin eigi samleið eins og t.d. hjá da Vinci. Hann málaði þrjátíu lög í Monu Lisu en ég er með áttatíu til níutíu lög í mínum myndum. Það er til þess að fá þá dýpt sem ég er að falast eftir og það er ekki hægt að ná þessu með neinum öðrum hætti, ljósmynd getur ekki náð þessu, sem er ástæða þess að ég mála.“ Húbert Nói segir að frá því upp úr 1980 hafi hann verið að starfa við rannsóknir á hálendinu. „Þá var ég að gera einhverjar mælingar, skoða innviði jarðarinnar sem endurspeglar kannski að núna skoða ég mína eigin innviði, en þar sem ég mældi rak ég niður merkjahæl. Síðan kom landmælingahópur kannski mánuði síðar sem mældi viðkomandi merkjahæl inn á kort. Þannig að mín staðsetning var sett á kort, alveg upp á sentimetra. Hugmyndin að því sem ég er að gera kemur einhvers staðar þaðan. Maður er þarna á hálendinu en með hugann í bænum þar sem maður er skotinn í stelpu eða eitthvað viðlíka. Þetta er spurning um staðsetningu og hreyfingu hugsunarinnar og þetta á sér líkast til rætur einhvers staðar þarna á hálendi Íslands.“
Myndlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira