Lögreglustarfið mannskemmandi: Öll mál sem varða börn rista djúpt Svavar Hávarðsson skrifar 24. október 2015 10:28 Jökull Gíslason segir manneklu gera starf sitt mannskemmandi. Útilokað er að sinna öllum málum sem koma inn á hans borð. Vísir/GVA Að byrja vinnudaginn þar sem ungmenni hefur hengt sig er ekki fyrir hvern sem er. Ekki frekar en að koma ítrekað inn á heimili þar sem miskunnarlausu ofbeldi hefur verið beitt og börn sem fullorðnir eru hálf vitstola af bræði eða hræðslu. Yfirhöfuð er það ekki allra að venjulegur vinnudagur snúist um að grípa inn í og aðstoða fólk á allra versta degi þess – sérstaklega þegar þannig er búið um hnútana að þér er gert illmögulegt að veita þá þjónustu sem starfsskyldur þínar krefjast.Saga sem þarf að segjaUndanfarna daga – og ár ef grannt er skoðað – hafa verið sagðar ótal fréttir af fjárskorti og manneklu hjá lögreglunni hér á landi. Forsvarsmenn allra lögregluumdæma landsins telja takmarkaða möguleika á frumkvæðisvinnu vegna niðurskurðar á fjárveitingum. Fjölga þarf um 220 lögregluþjóna svo vel sé, telur ríkislögreglustjóri eða um 40%. Á sama tíma hefur þeim fækkað töluvert frá því fyrir hrun. Sá sem hér heldur á penna hefur skrifað nokkrar fréttir á þessum nótum, og í tengslum við þær hafði Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, samband og stígur hér fram til að gera grein fyrir því sem aldrei nær inn í fréttirnar að hans mati – að fjöldi misalvarlegra mála fái aldrei þá úrvinnslu sem þau eiga skilið eða eru aldrei skoðuð. Aðstaða þeirra sem vinna við rannsóknir er í raun vonlaus, að hans sögn.Jökull segir hvert einasta mál éta upp tíma frá hinum málunum. „Það er bæði niðurdrepandi að geta ekki sinnt málum sem skyldi og líka hitt að vita af málum sem ég hef ekki tíma til að vinna í.“Vísir/GVA„Staðan er óþolandi. Það er það sem rekur mig af stað. Ég er kominn á þann stað að mér er sama hvað það þýðir fyrir mig að koma fram og segja frá því hvernig þetta er. Ég hef ekki áhyggjur af persónulegum afleiðingum,“ segir Jökull en bætir við að það sé hans trú að margir vinnufélaga hans fagni því að einhver stígi fram og segi frá.Gjörbreyttur raunveruleikiJökull hóf störf hjá lögreglunni í afleysingum árið 1998, þá 28 ára gamall. Hann útskrifaðist úr Lögregluskóla ríkisins árið 2001 og hefur gegnt ýmsum störfum innan lögreglunnar og félagsstörfum síðan – þ. á. m. sat hann í stjórn Landssambands lögreglumanna í fjögur ár. Hann ritstýrði Lögreglublaðinu um árabil. Jökull er kvæntur og á þrjú börn 7, 9 og 13 ára. Jökull segir að besta tímabilið í starfi hafi verið frá 2003 til 2006 þegar lögreglan hafði bolmagn til að takast á við þau verkefni sem komu upp. Þá hafi hins vegar verið gerðar viðamiklar breytingar á skipulagi löggæslunnar með tilheyrandi sparnaðarkröfu – og strax í framhaldinu kom hrunið þar sem allir þurftu að herða sultarólina. Fjársveltið hefur því haft margar og misjafnar afleiðingar fyrir lögregluna. Jökull tekur dæmi af útskriftarhóp úr Lögregluskólanum í fyrra þar sem konur voru í meirihluta, en átak átti að gera til að kynjafna í lögregluliðinu. Þær hafa margar ekki fengið vinnu enn þá vegna fjárskorts, að hans sögn. Þá eru sífellt ný verkefni að bætast við í breyttu samfélagi á Íslandi á sama tíma og lögreglan er illa í stakk búin til að takast á við þau – aðstreymi fólks af erlendum uppruna þýði að samfélög verða til innan samfélagsins. Það eitt geri kröfur til lögreglu sem ekki verður sinnt nema með sérstakri aðlögun – þó ekki væri nema til að brúa bilið sem tungumálið skapar. Mansal nefnir Jökull sem mál sem ofarlega hefur verið á baugi og krefst rannsókna og mikillar yfirlegu, svo fátt eitt sé talið.Óboðlegt vinnuálagJökull var fluttur frá Upplýsinga- og áætlanadeild á lögreglustöð 3 Breiðholt/Kópavogur í lok febrúar. Ástæðan var óvenju hátt hlutfall heimilisofbeldismála á stöð inni sem útheimti nýjan rannsóknarlögreglumann. Við komuna þangað voru þeir sjö, en í dag eru þeir sex að Jökli meðtöldum. Frá þeim tíma hefur honum verið falin rannsókn 108 mála – en tekist að skila af sér 66 þeirra. Málaskrá hans í lok september taldi 42 mál, en fjórtán daga þar á undan hafði Jökull skilað af sér átta málum en fengið tíu ný til rannsóknar. Um þetta leyti settist Jökull niður og skrifaði minnisblað til sinna yfirmanna. Þar gerði hann grein fyrir málastöðunni hjá sér auk þess sem hann hafði haldið dagbók yfir nokkurra daga tímabil – gögn sem hér eru birt að hluta en hann skrifaði fyrir sjálfan sig til að átta sig á því hvernig staða einstakra mála var hjá honum dag frá degi. Tímalínu með dagbók Jökuls má sjá neðar í fréttinni. Í dagbókina skrifar hann: „Þetta er mjög gagnlegt þar sem vinnuálagið er slíkt að ég man oft ekki hvað ég gerði dag fyrir dag í síðustu viku eða jafnvel fyrir tveimur dögum.“ Í niðurlagi samantektar sinnar segir Jökull enn fremur: „Hvert einasta mál sem ég vinn étur upp tíma frá öllum hinum málunum. Það er bæði niðurdrepandi að geta ekki sinnt málum sem skyldi og líka hitt að vita af málum sem ég hef ekki tíma til að vinna í. Þá er ég með svo mörg mál að ef ég næ ekki að klára mál strax þá fer oft talsverður tími í að setja mig aftur inn í sama mál þegar ég hef loksins tíma til að fara aftur í það. Ég veit að ég er góður rannsakari. En ég veit líka að ég er alls ekki sá besti eða afkastamesti. En styrkur minn liggur í því að ég á auð velt með að sýna samkennd og næ oftast að gefa mig í það sem ég er að gera á þeim stað og stund. Ég fæ stöðugt minni ánægju úr vinnu minni einfaldlega af því að ég hef ekki orku til að gera þetta svona endalaust og hef lítinn sem engan tíma til að leggja natni í vinnu mína nema einstök verkefni. Starfsánægja minnkar stöðugt. […] Þetta er nokkurn veginn staðan í rannsóknardeildunum. Þeir rannsakarar sem eru að afkasta mestu eiga það sameiginlegt að vera fráskildir menn á miðjum aldri. Þeir geta nær alltaf verið í vinnunni. Ég á góða konu og þrjú börn frá 7 til 13 ára. Ég hef ekki endalausan tíma til að vera í vinnunni. Niðurskurður undanfarinna ára hefur komið okkur á þann stað að meiri og meiri vinna leggst á færri og það er vitleysa að halda að færri menn og konur geti alltaf bætt á sig meiri vinnu.“Spurður hvort hann og aðrir lögreglumenn „á gólfinu“ fái nægilega mikla stoð frá sínum yfirmönnum segist Jökull trúa því að flestir séu að reyna sitt besta. Hvað skilaboð stjórnvalda varðar – en ríflegri fjölgun í lögreglunni má finna stað í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar – segir Jökull að valið sé á milli góðrar löggæslu og ódýrrar löggæslu. Samfélagið sé að breytast mjög hratt, og öskrandi þörf á að bregðast við því í bættri löggæslu virðist öllum ljós nema stjórnvöldum. Mannlegur harmleikur Eins og áður var vikið að er mannlegur harmleikur á bak við mörg þau málsnúmer sem Jökull gerir að umtalsefni. Á bak við hin er heldur aldrei neitt jákvætt, eins og gefur að skilja. Vinnuálagið sem Jökull lýsir er því í vissum skilningi marg þætt en ekki almenningi kunnugt nema á yfirborðslegan hátt. Jökull segir það ekkert launungarmál hversu erfiðar aðstæður geta orðið á hefðbundnum vinnudegi sem auki enn á álagið. „Það er kannski annað sem hvílir þyngst á mönnum en menn gætu ímyndað sér. Öll mál sem snúa að börnum eru þess eðlis að þau snerta þig meira – sérstaklega varð ég var við þetta eftir að ég eignaðist börnin mín þrjú. Einhvern veginn hlutgerir maður börnin sín í vissum aðstæðum. Ég hef verið í þeirri aðstöðu að reyna að bjarga konu inni í eldhúsi sem hafði tekið of stóran skammt – en börnin hennar voru inni á heimilinu á sama tíma. Þetta risti djúpt í mig, af því að það tókst ekki. Hins vegar á þetta ekki við um andlát í heimahúsum – oft er þetta gamalt fólk og veikt; þetta er ekki sorglegt í sjálfu sér heldur hluti af þessari hringrás sem lífið er. Svo eru mál eins og sjálfsvíg yngra fólks, þar sem samskipti við fjölskyldu þess látna geta skapað mikið álag. Líka þegar börn eða ungir foreldrar láta lífið í slysum,“ segir Jökull sem svarar þeirri spurningu játandi að hann þurfi oft að vera í hlutverki sálusorgarans.Einna helst er það í heimilisofbeldismálum sem eru stór hluti þeirra mála sem eru í forgangi á hverjum tíma. Jökull hefur sinnt 19 slíkum málum frá því í febrúar – og varið til þeirra 259 vinnustundum, samkvæmt samantekt hans. Það er vel á sjöundu vinnuviku á sjö mánuðum. Djásnin á litla skrifborðinu „Eitt slíkt mál fékk óvenju mikið á mig. Það segi ég af því að ég hef þykkan skráp og fátt kemur mér úr jafnvægi. Þá stóð ég í herbergi níu ára gamallar stúlku. Gamalt sjónvarp var í rúminu hennar. Það var erfitt að opna dyrnar fyrir drasli. Ekkert lak var á rúminu hennar en vegna sjónvarpsins þá var lítið hægt að sofa þar. Á litlu skrifborði hafði telpan útbúið smá pláss og þar voru fjögur glös af naglalakki, þeim stillt upp eins og djásnum. Í þessu máli hafði faðir barnanna brotið niður hurðina að íbúðinni og veist að nýjum kærasta móðurinnar. Stelpan sem var elst sagði þegar ég ræddi við hana: „Ég öskraði á hann [kærastann] að hætta að meiða pabba minn.“ En í raun var það pabbinn sem réðst á kærastann. Á meðan ég var í húsinu valdi yngri systirin að skríða upp í fangið á mér en ég hafði aldrei hitt barnið áður. Blanda af þessu þrennu fékk á mig. Annað mál sneri að foreldrum í neyslu og fór mikil vinna með barnaverndarfulltrúanum að undirbyggja mál til að ná börnum af heimilinu. Börnin í umræddum málum eru í báðum tilvikum enn þá á viðkomandi heimilum,“ skrifar Jökull en það veit undirritaður af eigin raun að ekki þarf að rýna lengi í gögn um heimilisofbeldi til að finna mál þar sem útlimir eru brotnir, andlit skorin og í verstu tilfellum að fórnarlömb ofbeldisins eru borin út af eigin heimili á milli heims og helju. Þetta er stór hluti af vinnudegi Jökuls. „Þetta er málaflokkur sem tekinn hefur verið fastari tökum sem gleður mig, en þessi mál voru í hálfgerðum ruslflokki lengi vel. Svo kemur hitt að á sama tíma eru málin tímafrek og taka orku frá öllum hinum málunum á sama tíma. Ég verð því alltaf að velja og hafna hvernig ég nýti minn tíma,“ segir Jökull sem bætir við að drjúgur tími fari líka í að sinna fólki sem telur að sínum málum sé ekki sinnt eins vel og ástæða er til – og það hefur oftar en ekki rétt fyrir sér. „Þessi samtöl eru mörg. Það eru oft grátlegar aðstæður. Ég nefni sem dæmi einstæða móður þar sem brotist er inn í íbúðina hennar og sjónvarpi og tölvu er stolið, ásamt öðrum verðmætum. Hennar missir er mikill en málið fer sjálfkrafa aftur fyrir röðina þegar upp kemur stórfelld líkamsárás eða bruni í fjölbýlishúsi þar sem grunur er um íkveikju. Hún mun enda aftarlega í málaröðinni og líklega verður máli hennar lítið eða ekki sinnt,“ segir Jökull.Innri glíma Þrennt sér Jökull í stöðunni að óbreyttu. „Að hætta, því að vinnuumhverfið er mannskemmandi. Að halda áfram þar til eitthvað gefur sig – líkamlega eða andlega – og missa heilsuna. Að verða sinnulaus gagnvart starfinu og kæra sig kollóttan um mál og fólk,“ segir Jökull en bætir við að þrátt fyrir allt hafi hann enn taugar til starfsins og vilji láta gott af sér leiða. Því á hann í innri glímu, því eins og margir kollegar hans þá segist hann ekki sjá í fljótu bragði hvað hann eigi að taka sér fyrir hendur utan lögreglunnar. „Það er erfitt fyrir marga að hætta í lögreglunni. Þetta er mjög sérstakt starf – kannski einstakt. Það getur verið ávanabindandi að lifa við spennu þar sem glæpur er framinn og dagurinn snýst upp í mannaveiðar. Þó slík verkefni séu ekki algeng þá gerir það mann meira lifandi að takast alltaf á við eitthvað nýtt – og það er eftirsóknarvert. Ég skil vel að lögreglumenn þurfi af og til að vinna undir álagi. Ég var í óeirðasveitinni þegar álagið var sem mest 2008 og 2009. Það sætti ég mig alveg við. Það sem ég get ekki sætt mig við er að hver einasti dagur skuli þurfa að vera markaður af þessu sama.“ Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Að byrja vinnudaginn þar sem ungmenni hefur hengt sig er ekki fyrir hvern sem er. Ekki frekar en að koma ítrekað inn á heimili þar sem miskunnarlausu ofbeldi hefur verið beitt og börn sem fullorðnir eru hálf vitstola af bræði eða hræðslu. Yfirhöfuð er það ekki allra að venjulegur vinnudagur snúist um að grípa inn í og aðstoða fólk á allra versta degi þess – sérstaklega þegar þannig er búið um hnútana að þér er gert illmögulegt að veita þá þjónustu sem starfsskyldur þínar krefjast.Saga sem þarf að segjaUndanfarna daga – og ár ef grannt er skoðað – hafa verið sagðar ótal fréttir af fjárskorti og manneklu hjá lögreglunni hér á landi. Forsvarsmenn allra lögregluumdæma landsins telja takmarkaða möguleika á frumkvæðisvinnu vegna niðurskurðar á fjárveitingum. Fjölga þarf um 220 lögregluþjóna svo vel sé, telur ríkislögreglustjóri eða um 40%. Á sama tíma hefur þeim fækkað töluvert frá því fyrir hrun. Sá sem hér heldur á penna hefur skrifað nokkrar fréttir á þessum nótum, og í tengslum við þær hafði Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, samband og stígur hér fram til að gera grein fyrir því sem aldrei nær inn í fréttirnar að hans mati – að fjöldi misalvarlegra mála fái aldrei þá úrvinnslu sem þau eiga skilið eða eru aldrei skoðuð. Aðstaða þeirra sem vinna við rannsóknir er í raun vonlaus, að hans sögn.Jökull segir hvert einasta mál éta upp tíma frá hinum málunum. „Það er bæði niðurdrepandi að geta ekki sinnt málum sem skyldi og líka hitt að vita af málum sem ég hef ekki tíma til að vinna í.“Vísir/GVA„Staðan er óþolandi. Það er það sem rekur mig af stað. Ég er kominn á þann stað að mér er sama hvað það þýðir fyrir mig að koma fram og segja frá því hvernig þetta er. Ég hef ekki áhyggjur af persónulegum afleiðingum,“ segir Jökull en bætir við að það sé hans trú að margir vinnufélaga hans fagni því að einhver stígi fram og segi frá.Gjörbreyttur raunveruleikiJökull hóf störf hjá lögreglunni í afleysingum árið 1998, þá 28 ára gamall. Hann útskrifaðist úr Lögregluskóla ríkisins árið 2001 og hefur gegnt ýmsum störfum innan lögreglunnar og félagsstörfum síðan – þ. á. m. sat hann í stjórn Landssambands lögreglumanna í fjögur ár. Hann ritstýrði Lögreglublaðinu um árabil. Jökull er kvæntur og á þrjú börn 7, 9 og 13 ára. Jökull segir að besta tímabilið í starfi hafi verið frá 2003 til 2006 þegar lögreglan hafði bolmagn til að takast á við þau verkefni sem komu upp. Þá hafi hins vegar verið gerðar viðamiklar breytingar á skipulagi löggæslunnar með tilheyrandi sparnaðarkröfu – og strax í framhaldinu kom hrunið þar sem allir þurftu að herða sultarólina. Fjársveltið hefur því haft margar og misjafnar afleiðingar fyrir lögregluna. Jökull tekur dæmi af útskriftarhóp úr Lögregluskólanum í fyrra þar sem konur voru í meirihluta, en átak átti að gera til að kynjafna í lögregluliðinu. Þær hafa margar ekki fengið vinnu enn þá vegna fjárskorts, að hans sögn. Þá eru sífellt ný verkefni að bætast við í breyttu samfélagi á Íslandi á sama tíma og lögreglan er illa í stakk búin til að takast á við þau – aðstreymi fólks af erlendum uppruna þýði að samfélög verða til innan samfélagsins. Það eitt geri kröfur til lögreglu sem ekki verður sinnt nema með sérstakri aðlögun – þó ekki væri nema til að brúa bilið sem tungumálið skapar. Mansal nefnir Jökull sem mál sem ofarlega hefur verið á baugi og krefst rannsókna og mikillar yfirlegu, svo fátt eitt sé talið.Óboðlegt vinnuálagJökull var fluttur frá Upplýsinga- og áætlanadeild á lögreglustöð 3 Breiðholt/Kópavogur í lok febrúar. Ástæðan var óvenju hátt hlutfall heimilisofbeldismála á stöð inni sem útheimti nýjan rannsóknarlögreglumann. Við komuna þangað voru þeir sjö, en í dag eru þeir sex að Jökli meðtöldum. Frá þeim tíma hefur honum verið falin rannsókn 108 mála – en tekist að skila af sér 66 þeirra. Málaskrá hans í lok september taldi 42 mál, en fjórtán daga þar á undan hafði Jökull skilað af sér átta málum en fengið tíu ný til rannsóknar. Um þetta leyti settist Jökull niður og skrifaði minnisblað til sinna yfirmanna. Þar gerði hann grein fyrir málastöðunni hjá sér auk þess sem hann hafði haldið dagbók yfir nokkurra daga tímabil – gögn sem hér eru birt að hluta en hann skrifaði fyrir sjálfan sig til að átta sig á því hvernig staða einstakra mála var hjá honum dag frá degi. Tímalínu með dagbók Jökuls má sjá neðar í fréttinni. Í dagbókina skrifar hann: „Þetta er mjög gagnlegt þar sem vinnuálagið er slíkt að ég man oft ekki hvað ég gerði dag fyrir dag í síðustu viku eða jafnvel fyrir tveimur dögum.“ Í niðurlagi samantektar sinnar segir Jökull enn fremur: „Hvert einasta mál sem ég vinn étur upp tíma frá öllum hinum málunum. Það er bæði niðurdrepandi að geta ekki sinnt málum sem skyldi og líka hitt að vita af málum sem ég hef ekki tíma til að vinna í. Þá er ég með svo mörg mál að ef ég næ ekki að klára mál strax þá fer oft talsverður tími í að setja mig aftur inn í sama mál þegar ég hef loksins tíma til að fara aftur í það. Ég veit að ég er góður rannsakari. En ég veit líka að ég er alls ekki sá besti eða afkastamesti. En styrkur minn liggur í því að ég á auð velt með að sýna samkennd og næ oftast að gefa mig í það sem ég er að gera á þeim stað og stund. Ég fæ stöðugt minni ánægju úr vinnu minni einfaldlega af því að ég hef ekki orku til að gera þetta svona endalaust og hef lítinn sem engan tíma til að leggja natni í vinnu mína nema einstök verkefni. Starfsánægja minnkar stöðugt. […] Þetta er nokkurn veginn staðan í rannsóknardeildunum. Þeir rannsakarar sem eru að afkasta mestu eiga það sameiginlegt að vera fráskildir menn á miðjum aldri. Þeir geta nær alltaf verið í vinnunni. Ég á góða konu og þrjú börn frá 7 til 13 ára. Ég hef ekki endalausan tíma til að vera í vinnunni. Niðurskurður undanfarinna ára hefur komið okkur á þann stað að meiri og meiri vinna leggst á færri og það er vitleysa að halda að færri menn og konur geti alltaf bætt á sig meiri vinnu.“Spurður hvort hann og aðrir lögreglumenn „á gólfinu“ fái nægilega mikla stoð frá sínum yfirmönnum segist Jökull trúa því að flestir séu að reyna sitt besta. Hvað skilaboð stjórnvalda varðar – en ríflegri fjölgun í lögreglunni má finna stað í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar – segir Jökull að valið sé á milli góðrar löggæslu og ódýrrar löggæslu. Samfélagið sé að breytast mjög hratt, og öskrandi þörf á að bregðast við því í bættri löggæslu virðist öllum ljós nema stjórnvöldum. Mannlegur harmleikur Eins og áður var vikið að er mannlegur harmleikur á bak við mörg þau málsnúmer sem Jökull gerir að umtalsefni. Á bak við hin er heldur aldrei neitt jákvætt, eins og gefur að skilja. Vinnuálagið sem Jökull lýsir er því í vissum skilningi marg þætt en ekki almenningi kunnugt nema á yfirborðslegan hátt. Jökull segir það ekkert launungarmál hversu erfiðar aðstæður geta orðið á hefðbundnum vinnudegi sem auki enn á álagið. „Það er kannski annað sem hvílir þyngst á mönnum en menn gætu ímyndað sér. Öll mál sem snúa að börnum eru þess eðlis að þau snerta þig meira – sérstaklega varð ég var við þetta eftir að ég eignaðist börnin mín þrjú. Einhvern veginn hlutgerir maður börnin sín í vissum aðstæðum. Ég hef verið í þeirri aðstöðu að reyna að bjarga konu inni í eldhúsi sem hafði tekið of stóran skammt – en börnin hennar voru inni á heimilinu á sama tíma. Þetta risti djúpt í mig, af því að það tókst ekki. Hins vegar á þetta ekki við um andlát í heimahúsum – oft er þetta gamalt fólk og veikt; þetta er ekki sorglegt í sjálfu sér heldur hluti af þessari hringrás sem lífið er. Svo eru mál eins og sjálfsvíg yngra fólks, þar sem samskipti við fjölskyldu þess látna geta skapað mikið álag. Líka þegar börn eða ungir foreldrar láta lífið í slysum,“ segir Jökull sem svarar þeirri spurningu játandi að hann þurfi oft að vera í hlutverki sálusorgarans.Einna helst er það í heimilisofbeldismálum sem eru stór hluti þeirra mála sem eru í forgangi á hverjum tíma. Jökull hefur sinnt 19 slíkum málum frá því í febrúar – og varið til þeirra 259 vinnustundum, samkvæmt samantekt hans. Það er vel á sjöundu vinnuviku á sjö mánuðum. Djásnin á litla skrifborðinu „Eitt slíkt mál fékk óvenju mikið á mig. Það segi ég af því að ég hef þykkan skráp og fátt kemur mér úr jafnvægi. Þá stóð ég í herbergi níu ára gamallar stúlku. Gamalt sjónvarp var í rúminu hennar. Það var erfitt að opna dyrnar fyrir drasli. Ekkert lak var á rúminu hennar en vegna sjónvarpsins þá var lítið hægt að sofa þar. Á litlu skrifborði hafði telpan útbúið smá pláss og þar voru fjögur glös af naglalakki, þeim stillt upp eins og djásnum. Í þessu máli hafði faðir barnanna brotið niður hurðina að íbúðinni og veist að nýjum kærasta móðurinnar. Stelpan sem var elst sagði þegar ég ræddi við hana: „Ég öskraði á hann [kærastann] að hætta að meiða pabba minn.“ En í raun var það pabbinn sem réðst á kærastann. Á meðan ég var í húsinu valdi yngri systirin að skríða upp í fangið á mér en ég hafði aldrei hitt barnið áður. Blanda af þessu þrennu fékk á mig. Annað mál sneri að foreldrum í neyslu og fór mikil vinna með barnaverndarfulltrúanum að undirbyggja mál til að ná börnum af heimilinu. Börnin í umræddum málum eru í báðum tilvikum enn þá á viðkomandi heimilum,“ skrifar Jökull en það veit undirritaður af eigin raun að ekki þarf að rýna lengi í gögn um heimilisofbeldi til að finna mál þar sem útlimir eru brotnir, andlit skorin og í verstu tilfellum að fórnarlömb ofbeldisins eru borin út af eigin heimili á milli heims og helju. Þetta er stór hluti af vinnudegi Jökuls. „Þetta er málaflokkur sem tekinn hefur verið fastari tökum sem gleður mig, en þessi mál voru í hálfgerðum ruslflokki lengi vel. Svo kemur hitt að á sama tíma eru málin tímafrek og taka orku frá öllum hinum málunum á sama tíma. Ég verð því alltaf að velja og hafna hvernig ég nýti minn tíma,“ segir Jökull sem bætir við að drjúgur tími fari líka í að sinna fólki sem telur að sínum málum sé ekki sinnt eins vel og ástæða er til – og það hefur oftar en ekki rétt fyrir sér. „Þessi samtöl eru mörg. Það eru oft grátlegar aðstæður. Ég nefni sem dæmi einstæða móður þar sem brotist er inn í íbúðina hennar og sjónvarpi og tölvu er stolið, ásamt öðrum verðmætum. Hennar missir er mikill en málið fer sjálfkrafa aftur fyrir röðina þegar upp kemur stórfelld líkamsárás eða bruni í fjölbýlishúsi þar sem grunur er um íkveikju. Hún mun enda aftarlega í málaröðinni og líklega verður máli hennar lítið eða ekki sinnt,“ segir Jökull.Innri glíma Þrennt sér Jökull í stöðunni að óbreyttu. „Að hætta, því að vinnuumhverfið er mannskemmandi. Að halda áfram þar til eitthvað gefur sig – líkamlega eða andlega – og missa heilsuna. Að verða sinnulaus gagnvart starfinu og kæra sig kollóttan um mál og fólk,“ segir Jökull en bætir við að þrátt fyrir allt hafi hann enn taugar til starfsins og vilji láta gott af sér leiða. Því á hann í innri glímu, því eins og margir kollegar hans þá segist hann ekki sjá í fljótu bragði hvað hann eigi að taka sér fyrir hendur utan lögreglunnar. „Það er erfitt fyrir marga að hætta í lögreglunni. Þetta er mjög sérstakt starf – kannski einstakt. Það getur verið ávanabindandi að lifa við spennu þar sem glæpur er framinn og dagurinn snýst upp í mannaveiðar. Þó slík verkefni séu ekki algeng þá gerir það mann meira lifandi að takast alltaf á við eitthvað nýtt – og það er eftirsóknarvert. Ég skil vel að lögreglumenn þurfi af og til að vinna undir álagi. Ég var í óeirðasveitinni þegar álagið var sem mest 2008 og 2009. Það sætti ég mig alveg við. Það sem ég get ekki sætt mig við er að hver einasti dagur skuli þurfa að vera markaður af þessu sama.“
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira