Handbolti

Haukakonur sterkari í Hafnarfjarðarslagnum | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukakonur unnu sinn fjórða sigur í röð í Olís-deild kvenna í handbolta þegar þær sóttu tvö stig til nágranna sinn í Kaplakrika.

Haukaliðið vann leikinn 31-26 og er nú í þriðja sæti deildarinnar stigi á eftir ÍBV og Gróttu sem eru jöfn á toppnum en eiga líka leiki inni á Haukanna.

Heiðdís Rún Guðmundsdóttir skoraði tíu mörk fyrir FH-liðið og var markahæst á vellinum en þessi frábæra frammistaða hennar dugði ekki.

Hin portúgalska Maria Ines Silva Pereira er öflugur leikmaður og hún var með níu mörk fyrir Haukaliðið í kvöld.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan.



FH - Haukar 26-31 (12-15)

Mörk FH: Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 10, Ingibjörg Pálmadóttir 5, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Steinunn Snorradóttir 2, Fanney Þóra Þórsdóttir 2, Birna Íris Helgadóttir 1, Rakel Sigurðardóttir 1, Arnheiður Guðmundsdóttir 1, Sara Kristjánsdóttir 1, Elín Anna Baldursdóttir 1.

Mörk Haukar: Maria Ines Da Silve Pereira 9, María Karlsdóttir 6, Ramune Pekarskyte 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Vilborg Pétursdóttir 2, Karen Ósk Kolbeinsdóttir 2, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Anna Lillian Þrastardóttir 1.

Maria Ines Silva Pereira skoraði 9 mörk fyrir Haukaliðið í kvöld. Vísir/Stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×