Saga Ólafar eskimóa innblásturinn Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. október 2015 09:30 Sigrún Hlín Sigurðardóttir segir margt í sögu Ólafar eskimóa eiga erindi við okkar tíma. Vísir/GVA Í dag verður opnuð sýningin Lítil á Torginu í Þjóðminjasafni Íslands. Að sýningunni standa listamennirnir Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir. Í sýningunni takast þær á við sögu Ólafar eskimóa með handlituðum silkitjöldum í litbrigðum jökla og íss. „Sýningin er innblásin af sögu Ólafar eskimóa. Hún notaði leiktjöld og búninga til þess að gefa sinni skálduðu sögu líf. Á sama tíma á Íslandi er leikhúshefðin að verða til og málarar að byrja að mála leiktjöld fyrir sýningar hérlendis,“ segir Sigrún Hlín. Ólöf eskimói var fædd árið 1858 á Ytri-Löngumýri í Svínavatnshreppi í Blöndudal í Húnavatnssýslu. Ólöf var 1,22 metrar á hæð og fluttist ásamt fjölskyldu sinnar til Vesturheims árið 1876 og hóf þar störf í fjölleikahúsum þar sem hún sagði frá uppspunnum uppvexti sínum á Grænlandi. Einnig starfaði hún sem fyrirlesari um tíma en ekki komst upp um blekkingar hennar á meðan hún lifði.Í sýningunni er er tekist á við sögu Ólafar eskimóa með handlituðum silkitjöldum í litbrigðum jökla og íss.Í verkunum á sýningunni takast þær Sigrún Hlín og Ragnheiður Harpa á við sögu Ólafar með handlituðum silkitjöldum. „Það er svo mikið líf í silkinu og það felur á einhvern hátt í sér ákveðna fórn. Silkiormurinn sem deyr af því að við tökum silkið af honum eins og Ólöf sem kastaði öllu frá sér til þess að skapa sér þetta líf og hún í rauninni lifir á því að segja ósatt og býr sér til sína eigin sögu. Hún slítur öllu sambandi við ættingja sína og í rauninni klippir á öll sín tengsl við Ísland,“ segir Sigrún Hlín og bætir við: „Svo erum við að nota þessa liti úr jöklinum og ísnum sem hún notaði líka til þess að draga upp mynd af þessu skáldaða lífi sínu á Grænlandi.“ Þær Sigrún Hlín og Ragnheiður Harpa kynntust sögu Ólafar á svipuðum tíma þegar þær lásu bók mannfræðingsins Ingu Dóru Björnsdóttur sem gaf árið 2004 út bókina Ólöf eskimói – ævisaga íslensks dvergs í Vesturheimi um rannsóknir sínar á lífi Ólafar. „Þar skrifar hún um æfi hennar og tekur saman á mjög fallegan hátt hvernig hún lifði og laug sig inn í hjörtu Bandaríkjamanna. Það er svo margt í þessari sögu sem á erindi við okkur núna,“ segir Sigrún Hlín. Sjálf segir hún að saga Ólafar hafi haft áhrif á hana. „Það var svo margt sem vann á móti henni. Hún var dvergur, útlendingur, kona og fátæk og tók sinn hæfileika sem varð einhvern veginn hennar haldreipi og hún stóð með því þó hún þyrfti að svindla og ljúga en hún gerði það vegna þess að hún þurfti þess.“ Auk sýningarinnar í Þjóðminjasafninu verða þær Sigrún Hlín og Ragnheiður Harpa einnig með gjörning í bókasal Safnahússins við Hverfisgötu sem verður sýndur þann 31. október klukkan 15.00. „Þetta eru systraverk. Útgangspunkturinn er svolítið að vera lítill og finna til smæðar sinnar gagnvart stórum vandamálum eins og til dæmis hlýnun jarðar og þeim breytingum sem eru að verða á heimsmynd okkar.“ Í gjörningnum takast þær á við eigin upplifanir af smæð sinni gangvart heiminum, náttúrunni og hávöxnu fólki og flétta saman sögu Ólafar við tónlist, ljóð og heimskautabirtu. Tónlistarfólk verksins eru þau Marteinn Sindri Jónsson og Vala Höskuldsdóttir. Leiðarstef verksins er ljóð Ólafar frá Hlöðum sem var nafna og þar að auki samtímakona Ólafar eskimóa. Þetta er í fyrsta skipti sem listakonurnar vinna saman að sýningu. „Ég kem úr myndlist og Ragnheiður Harpa kemur úr sviðslistum en við höfum báðar verið að flakka þarna á milli og daðra við önnur listform.“ Á sýningunni á Þjóðminjasafninu er hægt að ganga inn á milli silkitjalda og segir Sigrún Hlín þær Ragnheiði Hörpu hafa lagt áherslu á að hún væri lifandi og aðgengileg. „Þetta er kannski ekki beint leikmynd en það er hægt að ganga þarna inn á milli silkitjaldanna, með skuggunum og hreyfingunni í þeim. Við viljum að þetta sé lifandi og aðgengilegt.“ Loftslagsmál Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Í dag verður opnuð sýningin Lítil á Torginu í Þjóðminjasafni Íslands. Að sýningunni standa listamennirnir Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir. Í sýningunni takast þær á við sögu Ólafar eskimóa með handlituðum silkitjöldum í litbrigðum jökla og íss. „Sýningin er innblásin af sögu Ólafar eskimóa. Hún notaði leiktjöld og búninga til þess að gefa sinni skálduðu sögu líf. Á sama tíma á Íslandi er leikhúshefðin að verða til og málarar að byrja að mála leiktjöld fyrir sýningar hérlendis,“ segir Sigrún Hlín. Ólöf eskimói var fædd árið 1858 á Ytri-Löngumýri í Svínavatnshreppi í Blöndudal í Húnavatnssýslu. Ólöf var 1,22 metrar á hæð og fluttist ásamt fjölskyldu sinnar til Vesturheims árið 1876 og hóf þar störf í fjölleikahúsum þar sem hún sagði frá uppspunnum uppvexti sínum á Grænlandi. Einnig starfaði hún sem fyrirlesari um tíma en ekki komst upp um blekkingar hennar á meðan hún lifði.Í sýningunni er er tekist á við sögu Ólafar eskimóa með handlituðum silkitjöldum í litbrigðum jökla og íss.Í verkunum á sýningunni takast þær Sigrún Hlín og Ragnheiður Harpa á við sögu Ólafar með handlituðum silkitjöldum. „Það er svo mikið líf í silkinu og það felur á einhvern hátt í sér ákveðna fórn. Silkiormurinn sem deyr af því að við tökum silkið af honum eins og Ólöf sem kastaði öllu frá sér til þess að skapa sér þetta líf og hún í rauninni lifir á því að segja ósatt og býr sér til sína eigin sögu. Hún slítur öllu sambandi við ættingja sína og í rauninni klippir á öll sín tengsl við Ísland,“ segir Sigrún Hlín og bætir við: „Svo erum við að nota þessa liti úr jöklinum og ísnum sem hún notaði líka til þess að draga upp mynd af þessu skáldaða lífi sínu á Grænlandi.“ Þær Sigrún Hlín og Ragnheiður Harpa kynntust sögu Ólafar á svipuðum tíma þegar þær lásu bók mannfræðingsins Ingu Dóru Björnsdóttur sem gaf árið 2004 út bókina Ólöf eskimói – ævisaga íslensks dvergs í Vesturheimi um rannsóknir sínar á lífi Ólafar. „Þar skrifar hún um æfi hennar og tekur saman á mjög fallegan hátt hvernig hún lifði og laug sig inn í hjörtu Bandaríkjamanna. Það er svo margt í þessari sögu sem á erindi við okkur núna,“ segir Sigrún Hlín. Sjálf segir hún að saga Ólafar hafi haft áhrif á hana. „Það var svo margt sem vann á móti henni. Hún var dvergur, útlendingur, kona og fátæk og tók sinn hæfileika sem varð einhvern veginn hennar haldreipi og hún stóð með því þó hún þyrfti að svindla og ljúga en hún gerði það vegna þess að hún þurfti þess.“ Auk sýningarinnar í Þjóðminjasafninu verða þær Sigrún Hlín og Ragnheiður Harpa einnig með gjörning í bókasal Safnahússins við Hverfisgötu sem verður sýndur þann 31. október klukkan 15.00. „Þetta eru systraverk. Útgangspunkturinn er svolítið að vera lítill og finna til smæðar sinnar gagnvart stórum vandamálum eins og til dæmis hlýnun jarðar og þeim breytingum sem eru að verða á heimsmynd okkar.“ Í gjörningnum takast þær á við eigin upplifanir af smæð sinni gangvart heiminum, náttúrunni og hávöxnu fólki og flétta saman sögu Ólafar við tónlist, ljóð og heimskautabirtu. Tónlistarfólk verksins eru þau Marteinn Sindri Jónsson og Vala Höskuldsdóttir. Leiðarstef verksins er ljóð Ólafar frá Hlöðum sem var nafna og þar að auki samtímakona Ólafar eskimóa. Þetta er í fyrsta skipti sem listakonurnar vinna saman að sýningu. „Ég kem úr myndlist og Ragnheiður Harpa kemur úr sviðslistum en við höfum báðar verið að flakka þarna á milli og daðra við önnur listform.“ Á sýningunni á Þjóðminjasafninu er hægt að ganga inn á milli silkitjalda og segir Sigrún Hlín þær Ragnheiði Hörpu hafa lagt áherslu á að hún væri lifandi og aðgengileg. „Þetta er kannski ekki beint leikmynd en það er hægt að ganga þarna inn á milli silkitjaldanna, með skuggunum og hreyfingunni í þeim. Við viljum að þetta sé lifandi og aðgengilegt.“
Loftslagsmál Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira