Erlent

48 þúsund flóttamenn á fimm dögum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá ströndinni á Lesbos.
Frá ströndinni á Lesbos. Vísir/EPA
Síðustu fimm daga hafa 48 þúsund flóttamenn komið að ströndum Grikklands. Um er að ræða metfjölda og virðast flóttamenn vera ólmir í að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Talið er að minnst átján hafi látið lífið frá því á mánudaginn.

„Þrátt fyrir versnandi veðurfar, hafa um 48 þúsund flóttamenn og farandfólk farið frá Tyrklandi til Grikklands eða um 9.600 manns á hverjum degi síðustu fimm daga,“ segir í tilkynningu frá Alþjóðasamtökum um fólksflutninga.

Þar segir einnig að yfirvöld hafi ekki verið undirbúin fyrir þennan fjölda fólks, en rúmlega 27 þúsund manns hafa komið til eyjunnar Lesbos. Tæplega 7.500 manns var bjargað af skipi við stendur Sikileyjar á tímabilinu.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa um 335 manns látið lífið á milli Tyrklands og Grikklands, en rúmlega 2.800 manns á milli Líbýu og Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×