Skriður en engin lausn Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. október 2015 09:00 Viðræðunefnd SFR, SLFÍ og LL hjá ríkissáttasemjara. vísir/gva Heldur meiri gangur var í samningaviðræðum SFR, Sjúkraliðafélagsins og lögreglumanna við ríkið hjá Ríkissáttasemjara í gær en dagana tvo þar á undan að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR. „Við erum á fullu núna og meiri skriður kominn á viðræðurnar,“ sagði Árni í gær. Þó væri lengra til lands í deilunni en svo að von væri til þess að samningar næðust í gær þótt fundað yrði fram á kvöld. Forsvarsmenn félaganna hafa gagnrýnt hægagang í viðræðunum, þótt eitthvað hafi þokast í „rétta“ átt og segjast hafa ýtt á að lausn finnist sem fyrst „svo binda megi enda á þessa erfiðu deilu sem hefur nú þegar haft mikil áhrif á samfélagið allt“ að því er segir í yfirlýsingu. Verkfall SFR og SLFÍ hefur staðið í rúma viku. Fyrsta lota í allsherjarvinnustöðvun stóð fimmtudag og föstudag í síðustu viku og svo mánudag og þriðjudag í þessari og lögðu þá um fimm þúsund ríkisstarfsmenn niður störf. Áfram eru í ótímabundnu verkfalli félagsmenn SFR hjá Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og sýslumannsembættunum og Landspítala, auk þess sem sjúkraliðar á dagvöktum á Landspítala, Heilsustofnun Austurlands og Heilsustofnun Suðurnesja eru í verkfalli á dagvöktum alla virka daga. Næsta lota allsherjarvinnustöðvunar hefst 29. þessa mánaðar, fimmtudag og föstudag og svo aftur á mánudag og þriðjudag. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR 320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur. 22. október 2015 08:00 Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42 Þjónusta á eins og mögulegt er „Ég get staðfest að ég sendi bréf á einn yfirlækni. Nánar get ég ekki farið út í þau mál,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gunnari Inga Gunnarssyni yfirlækni heilsugæslunnar í Árbæ barst umrætt bréf í fyrradag þar sem hann fékk áminntur vegna framgangs í verkfalli móttökuritara stöðvarinnar. Honum gæti verið sagt upp vegna málsins. 22. október 2015 10:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Heldur meiri gangur var í samningaviðræðum SFR, Sjúkraliðafélagsins og lögreglumanna við ríkið hjá Ríkissáttasemjara í gær en dagana tvo þar á undan að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR. „Við erum á fullu núna og meiri skriður kominn á viðræðurnar,“ sagði Árni í gær. Þó væri lengra til lands í deilunni en svo að von væri til þess að samningar næðust í gær þótt fundað yrði fram á kvöld. Forsvarsmenn félaganna hafa gagnrýnt hægagang í viðræðunum, þótt eitthvað hafi þokast í „rétta“ átt og segjast hafa ýtt á að lausn finnist sem fyrst „svo binda megi enda á þessa erfiðu deilu sem hefur nú þegar haft mikil áhrif á samfélagið allt“ að því er segir í yfirlýsingu. Verkfall SFR og SLFÍ hefur staðið í rúma viku. Fyrsta lota í allsherjarvinnustöðvun stóð fimmtudag og föstudag í síðustu viku og svo mánudag og þriðjudag í þessari og lögðu þá um fimm þúsund ríkisstarfsmenn niður störf. Áfram eru í ótímabundnu verkfalli félagsmenn SFR hjá Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og sýslumannsembættunum og Landspítala, auk þess sem sjúkraliðar á dagvöktum á Landspítala, Heilsustofnun Austurlands og Heilsustofnun Suðurnesja eru í verkfalli á dagvöktum alla virka daga. Næsta lota allsherjarvinnustöðvunar hefst 29. þessa mánaðar, fimmtudag og föstudag og svo aftur á mánudag og þriðjudag.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR 320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur. 22. október 2015 08:00 Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42 Þjónusta á eins og mögulegt er „Ég get staðfest að ég sendi bréf á einn yfirlækni. Nánar get ég ekki farið út í þau mál,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gunnari Inga Gunnarssyni yfirlækni heilsugæslunnar í Árbæ barst umrætt bréf í fyrradag þar sem hann fékk áminntur vegna framgangs í verkfalli móttökuritara stöðvarinnar. Honum gæti verið sagt upp vegna málsins. 22. október 2015 10:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR 320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur. 22. október 2015 08:00
Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42
Þjónusta á eins og mögulegt er „Ég get staðfest að ég sendi bréf á einn yfirlækni. Nánar get ég ekki farið út í þau mál,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gunnari Inga Gunnarssyni yfirlækni heilsugæslunnar í Árbæ barst umrætt bréf í fyrradag þar sem hann fékk áminntur vegna framgangs í verkfalli móttökuritara stöðvarinnar. Honum gæti verið sagt upp vegna málsins. 22. október 2015 10:00