Þetta kom fram í máli Jóns Gnarr í útgáfuhófi hans á Kex Hostel í kvöld. Jón Gnarr var skírður Jón Gunnar Kristinsson en fékk nafninu síðar breytt í Jón Gnarr Kristinsson. Hann hefur verið búsettur í Houston í Bandaríkjunum, en í mars síðasliðnum samþykkti dómstóll í Bandaríkjunum nafnabreytinguna.
Heiða Kristín Helgadóttir þingmaður birti myndband af því er Jón las upp úrskurðarorðin fyrr í kvöld, en það má sjá hér.
Fátt sem hefur glatt mig meira en þessi úrskurður. 30 ára baráttu lokið. Til hamingju @Jon_Gnarrpic.twitter.com/kibeXNLLJw
— Heiða Kristín (@heidabest) October 22, 2015