Grátt í höllinni Birta Björnsdóttir skrifar 23. október 2015 07:00 Málefni flóttamanna og innflytjenda eru í algleymingi og stór hluti umræðunnar snýst um hvernig búa megi í haginn til þess að þeim sem náðarsamlegast fá hingað að flytja líði vel. Við höfum allavega eitt víti til varnaðar varðandi aðbúnaðinn. Sama hvað bíður hinna verðandi landsmanna verðum við allavega að ganga úr skugga um að það verði ekki sama ömurðin og beið ungs fransks manns sem flutti til Danmerkur upp úr miðri síðustu öld. Sá giftist danskri konu og starfs hennar vegna halda þau heimili í Danmörku. Þá hófst misréttið. Það væsti svo sem ekki um manninn, hann átti til hnífs og skeiðar og vel það. Gat haldið áfram að rækta vínviðinn sinn og elda góðan mat. Og ekki þurfti hann að hafa áhyggjur af útgjöldum, því danska þjóðin sá um að greiða þau. Maðurinn er hans konunglega tign Hinrik, prins af Danmörku, titill sem stingur í augun því hann hefur alla tíð átt þá ósk heitasta að fá að vera kóngur. Að vera þriðji í virðingarröðinni á eftir eiginkonu sinni, drottningunni, og elsta syni er meira en hann getur þolað og hefur undanfarna áratugi sniðgengið ýmsa viðburði tengda konungsfjölskyldunni til að vekja máls á þessu misrétti. Því Hinrik má eiga það að hann gefst ekki upp. Með mannlaust bakland rýkur okkar maður reglulega á vínekru sína í Frakklandi í fússi, með skeifu niður á herðar og íhugar stöðu sína innan konungsfjölskyldunnar. Ekki skal gera lítið úr baráttuþreki nokkurs manns og öll eigum við okkar markmið og drauma. Á meðan ég óska Hinriki alls hins besta í lífinu vona ég þó að þó nokkrir íbúar heimsins fái sínar heitustu óskir uppfylltar á undan honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Björnsdóttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun
Málefni flóttamanna og innflytjenda eru í algleymingi og stór hluti umræðunnar snýst um hvernig búa megi í haginn til þess að þeim sem náðarsamlegast fá hingað að flytja líði vel. Við höfum allavega eitt víti til varnaðar varðandi aðbúnaðinn. Sama hvað bíður hinna verðandi landsmanna verðum við allavega að ganga úr skugga um að það verði ekki sama ömurðin og beið ungs fransks manns sem flutti til Danmerkur upp úr miðri síðustu öld. Sá giftist danskri konu og starfs hennar vegna halda þau heimili í Danmörku. Þá hófst misréttið. Það væsti svo sem ekki um manninn, hann átti til hnífs og skeiðar og vel það. Gat haldið áfram að rækta vínviðinn sinn og elda góðan mat. Og ekki þurfti hann að hafa áhyggjur af útgjöldum, því danska þjóðin sá um að greiða þau. Maðurinn er hans konunglega tign Hinrik, prins af Danmörku, titill sem stingur í augun því hann hefur alla tíð átt þá ósk heitasta að fá að vera kóngur. Að vera þriðji í virðingarröðinni á eftir eiginkonu sinni, drottningunni, og elsta syni er meira en hann getur þolað og hefur undanfarna áratugi sniðgengið ýmsa viðburði tengda konungsfjölskyldunni til að vekja máls á þessu misrétti. Því Hinrik má eiga það að hann gefst ekki upp. Með mannlaust bakland rýkur okkar maður reglulega á vínekru sína í Frakklandi í fússi, með skeifu niður á herðar og íhugar stöðu sína innan konungsfjölskyldunnar. Ekki skal gera lítið úr baráttuþreki nokkurs manns og öll eigum við okkar markmið og drauma. Á meðan ég óska Hinriki alls hins besta í lífinu vona ég þó að þó nokkrir íbúar heimsins fái sínar heitustu óskir uppfylltar á undan honum.