„Er búin að bíða eftir því í dag að hitta Marty McFly“ Þorbjörn Þórðason skrifar 21. október 2015 00:01 Stöð 2 ræddi við nokkra þingmenn sem fæddust á 8. áratugnum um Back to the Future í tilefni þess að Marty McFly sneri til framtíðar í dag, 21. október 2015. Kvikmyndin Back to the Future með Michael J. Fox í hlutverki Marty McFly kom út árið 1985 og varð feykilega vinsæl um allan heim. Í framhaldsmynd númer tvö ferðast McFly til ársins 2015 og kemur til framtíðarinnar í dag, 21. október 2015. Víða um heim er þessum degi fagnað af aðdáendum myndanna og hafa allir helstu fjölmiðlar Vesturlanda fjallað um málið á einhvern hátt í dag. Í framtíðarsýn Roberts Zemeckis leikstjóra voru svifbretti, flugbílar, sjálfreimandi Nike skór og jakki sem smellpassaði með einum takka hluti af staðalbúnaði nútímamannsins. „Ég er búin að bíða eftir því í dag að hitta Marty McFly og athuga hvort ég sjái hann ekki hérna á svifbrettinu og sjálfreimandi skónum. Það er mjög gaman að horfa á þessar myndir núna. Ég er búin að horfa á þær með sonum mínum og þeim fannst þær frábærar þannig að þær lifa góðu lífi,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna en hún var 13 ára þegar framhaldsmyndin Back to the Future part II kom út árið 1989. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson„Ég fór á fyrstu myndina á tíu ára afmælinu mínu í Laugarásbíói og ég man enn að ég keypti mér þrjú tyggjó, eitt grænt, eitt blátt og eitt rautt. Þetta var mikil upplifun sem mun seint eða aldrei gleymast líklega. Þannig að þetta er stór dagur í dag,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Sigmundur Davíð ákvað þegar framhaldsmyndin kom út árið 1989 að horfa á hana aftur á árinu 2015, árið sem Marty McFly snýr aftur til framtíðar. „Ég gerði það strax eftir áramótin, á þessu ári en að sjálfsögðu verð ég að horfa á myndirnar aftur í kvöld.“Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar.Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi ræst í myndunum, til dæmis lífrænt eldsneyti, en flugbílarnir gengu fyrir rusli. „Það er að koma, þannig að þeir hittu naglann á höfuðið í því en þeir veðjuðu á faxtækið. Það var ein aðalnýjungin og í dag þá ættum við að vera með faxtæki á veggnum núna hérna og það ættu að koma blöð út til okkar þingmanna. Faxtæki á veggnum, það þótti eitt það flottasta þarna.“Það var „major fail“? „Já, það er ekki að gera sig.“ Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Stöð 2 ræddi við nokkra þingmenn sem fæddust á 8. áratugnum um Back to the Future í tilefni þess að Marty McFly sneri til framtíðar í dag, 21. október 2015. Kvikmyndin Back to the Future með Michael J. Fox í hlutverki Marty McFly kom út árið 1985 og varð feykilega vinsæl um allan heim. Í framhaldsmynd númer tvö ferðast McFly til ársins 2015 og kemur til framtíðarinnar í dag, 21. október 2015. Víða um heim er þessum degi fagnað af aðdáendum myndanna og hafa allir helstu fjölmiðlar Vesturlanda fjallað um málið á einhvern hátt í dag. Í framtíðarsýn Roberts Zemeckis leikstjóra voru svifbretti, flugbílar, sjálfreimandi Nike skór og jakki sem smellpassaði með einum takka hluti af staðalbúnaði nútímamannsins. „Ég er búin að bíða eftir því í dag að hitta Marty McFly og athuga hvort ég sjái hann ekki hérna á svifbrettinu og sjálfreimandi skónum. Það er mjög gaman að horfa á þessar myndir núna. Ég er búin að horfa á þær með sonum mínum og þeim fannst þær frábærar þannig að þær lifa góðu lífi,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna en hún var 13 ára þegar framhaldsmyndin Back to the Future part II kom út árið 1989. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson„Ég fór á fyrstu myndina á tíu ára afmælinu mínu í Laugarásbíói og ég man enn að ég keypti mér þrjú tyggjó, eitt grænt, eitt blátt og eitt rautt. Þetta var mikil upplifun sem mun seint eða aldrei gleymast líklega. Þannig að þetta er stór dagur í dag,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Sigmundur Davíð ákvað þegar framhaldsmyndin kom út árið 1989 að horfa á hana aftur á árinu 2015, árið sem Marty McFly snýr aftur til framtíðar. „Ég gerði það strax eftir áramótin, á þessu ári en að sjálfsögðu verð ég að horfa á myndirnar aftur í kvöld.“Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar.Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi ræst í myndunum, til dæmis lífrænt eldsneyti, en flugbílarnir gengu fyrir rusli. „Það er að koma, þannig að þeir hittu naglann á höfuðið í því en þeir veðjuðu á faxtækið. Það var ein aðalnýjungin og í dag þá ættum við að vera með faxtæki á veggnum núna hérna og það ættu að koma blöð út til okkar þingmanna. Faxtæki á veggnum, það þótti eitt það flottasta þarna.“Það var „major fail“? „Já, það er ekki að gera sig.“
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira