Handbolti

Framkonur unnu 25 marka sigur í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í Framliðinu í kvöld.
Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í Framliðinu í kvöld. Vísir/Valli
Framkonur er komnar upp í 4. sæti Olís-deildar kvenna eftir 25 marka sigur á botnliði Aftureldingar í Safamýrinni í kvöld.

Yfirburðir Framliðsins voru algjörir en þær unnu leikinn á endanum 37-12 eftir að hafa verið 21-6 yfir í hálfleik.

Leikurinn var færður frá helginni þar sem Framkonur voru uppteknar við að tryggja sér áfram í Evrópukeppninni.

Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í Framliðinu með sjö mörk en markaskorið dreifðist vel á leikmenn liðsins.

Þetta var þriðji deildarsigur Framliðsins í röð og fjórði sigurinn í sex leikjum á tímabilinu.

Hin gamalreynda Hekla Daðadóttir skoraði nær helming marka liðsins í kvöld en Afturelding hefur tapað öllum sex leikjum sínum á tímabilinu og situr í 14. og neðsta sæti deildarinnar.



Fram  Afturelding 37-12 (21-6)

Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6, Hildur Þorgeirsdóttir 5, Hulda Dagsdóttir 5, Elva Þóra Arnardóttir 4, Hekla Rún Ámundadóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Marthe Sördal 2, Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir 1, Kristín Helgadóttir 1.

Mörk Aftureldingar: Hekla Daðadóttir 5, Íris Elna Harðardóttir 2, Telma Rut Frímannsdóttir 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 1, Dagný Huld Birgisdóttir 1, Erla Mjöll Tómasdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×