Lífið

Páll Óskar og Stundin okkar vekja athygli erlendis

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Atriðið hefur verið þýtt yfir á ensku og sett á YouTube. Klippuna má sjá neðar í fréttinni.
Atriðið hefur verið þýtt yfir á ensku og sett á YouTube. Klippuna má sjá neðar í fréttinni. Vísir
Páll Óskar söngvari hefur vakið verskuldaða athygli á vefsíðum erlendis vegna þátttöku sinnar í Stundinni okkar þar sem hann talaði um fjölbreytileika ástarinnar.

Í frétt á vefsíðunni Towleroad, sem er fréttasíða sem fjallar um málefni samkynhneigðra, er sagt frá því að Páll Óskar hafi útskýrt samkynhneigð á einfaldasta mögulega máta.

„Þú ræður því ekki hvernig hjartað í þér slær. Það bara slær,“ sagði Páll Óskar í þættinum eftir að hann hafði útskýrt fyrir Nínu Dögg Filippusdóttur að ástæðan fyrir því að hann ætti ekki kærustu væri sú að hann væri skotinn í strákum.

Sjá einnig: Páll Óskar: „Sjaldan verið jafn stoltur af þátttöku minni í sjónvarpsþætti“

„Maður fæðist svona. Sumir strákar eru skotnir í öðrum strákum, sumir strákar eru skotnir í öðrum stelpum. Sumar stelpur eru skotnar í öðrum strákum, sumar stelpur eru skotnar í öðrum stelpum,“ útskýrði hann fyrir Nínu.

Ég sit hér grenjandi af stolti. Nú er búið að birta fréttir um Stundina Okkar á gay síðum í Bretlandi, Frakklandi og nú...

Posted by Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar) on Tuesday, October 20, 2015
Páll Óskar segist á Facebook grenja af stolti. „Nú er búið að birta fréttir um Stundina Okkar á gay síðum í Bretlandi, Frakklandi og núna síðast Ameríku. Towleroad er risa stór gay síða í USA. Þetta er væral. Áfram ást. Áfram kærleikur.“

Vefsíðurnar Out.com og Pinknews hafa einnig fjallað um málið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.