Erlent

Ætlar í mál við flóttamanninn sem hún sparkaði í

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Petra Laszlo er ósátt við að Osama Abdul Moshen hafi ákveðið að breyta vitnisburði sínum.
Petra Laszlo er ósátt við að Osama Abdul Moshen hafi ákveðið að breyta vitnisburði sínum.
Ungverski tökumaðurinn, Petra Laszlo, sem náðist á mynd er hún brá fæti fyrir og sparkaði í flóttamann ætlar í mál við Facebook og flóttamanninn.

Hún segist ætla að lögsækja samfélagsmiðilinn fyrir að hafa neitað að fjarlægja ærumeiðandi og ógnandi hópa á síðunni, á sama tíma og hann hafi eytt út hópum henni til stuðnings. Þá segist hún ætla að stefna flóttamanninum, Osama Abdul Moshen, fyrir að hafa breytt vitnisburði sínum.

„Upphaflega kenndi hann lögreglunni um [...] Eiginmaður minn vill sanna sakleysi mitt. Þetta er spurning um minn heiður,“ sagði hún í samtali við rússneska blaðið Izvestia.

Laszlo var að taka myndir í flóttamannabúðum í Roszke, skammt frá landamærum Serbíu þegar hún brá fæti fyrir flóttamann með barn í fanginu. Það náðist á myndband og síðar sást hún sparka í aðra flóttamenn. Atvikið vakti hörð viðbrögð víða og var hún í kjölfarið rekin, en hún starfaði fyrir sjónvarpsstöðina N1TV.  Hún baðst í kjölfarið afsökunar og sagðist ekki trúa að hún hafi gert það sem hún gerði.

Allt er þó gott sem endar vel því Moshen var í kjölfarið boðið starf og íbúð hjá fótboltaskólanum Cenafe í úthverfi Madrídar á Spáni, en Moshen starfaði áður sem knattspyrnuþjálfari í heimalandi sínu, Sýrlandi.

Þá leiddi portúgalski fótboltamaðurinn Cristiano Ronaldo son Moshen, Zied, inn á leikvöll Real Madrid, Santiago Bernabeau, í síðasta mánuði. Drengurinn var í skýjunum, eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.

No te pierdas las imágenes de Zied saltando al terreno de juego con Cristiano Ronaldo! ⚽Don't miss this video of Zied's special day, when he walked out with Cristiano Ronaldo! ⚽#HalaMadrid

Posted by Real Madrid C.F. on 20. september 2015

Tengdar fréttir

Osama búinn að fá vinnu á Spáni

Osama Abdul Mohsen rataði í heimsfréttirnar þegar ungverskur myndatökumaður brá fyrir hann fæti á landamærum Serbíu og Ungverjalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×