Erlent

Frambjóðendum demókrata fækkar vestanhafs

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Jim Webb tilkynnti um brotthvarf sitt úr baráttunni í gærkvöld.
Jim Webb tilkynnti um brotthvarf sitt úr baráttunni í gærkvöld. Nordicphotos/Getty
Jim Webb, sem sóst hefur eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs í Bandaríkjunum, dró sig í gær úr kosningabaráttunni. Ástæðuna sagði hann ósætti við flokkinn, sem hann segir hafa gefist upp á Suðurríkjum Bandaríkjanna.

Webb hefur ekki hrifið kjósendur og hefur fylgi hans mælst í kring um eitt prósent, örlitlu meira en fylgi Lincolns Chafee og Martins O'Malley. Þremenningarnir tóku þátt í sjónvarpskappræðum demókrata ásamt Hillary Clinton og Bernie Sanders, sem njóta margfalt meira fylgis.

Kosningabarátta Webbs hefur verið lítilfjörleg. Hann hefur ekki haldið neina stóra viðburði, tilkynnti um framboð sitt í bloggfærslu og hefur samtals eytt 24 dögum í kosningabaráttu utan rafheima.

Joe Biden varaforseti þykir líklegur til að bjóða sig fram.
Þá bendir umfjöllun fjölmiðla vestanhafs, meðal annars CNN og Washingon Post, til þess að fækkun frambjóðenda sé einungis tímabundin. Margir búast við því að varaforsetinn Joe Biden muni tilkynna framboð sitt til forseta á næstu dögum.


Tengdar fréttir

Sakar Sanders um linkind í byssumálinu

Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar.

Sanders þokast nær í kjölfar kappræða

Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×