Óréttlæti virðisaukaskattslaganna Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 21. október 2015 07:00 Miðað við fjölda mála sem hafa komið upp undanfarið þá virðist sem Ríkisskattstjóri sé nú í átaki við að innheimta virðisaukaskattsskuldir í gegnum þriðja aðila. Árið 2010 var gerð breyting á 16. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt sem gerir það að verkum að krefja má þriðja aðila um virðisaukaskatt aftur í tímann, sem hann hefur innskattað í góðri trú frá rekstraraðila sem var með lokað virðisaukaskattsnúmer þegar viðskiptin áttu sér stað. Á mannamáli þýðir þetta að heiðarlegt fyrirtæki sem telur sig vera að skipta við heiðarlegan rekstraraðila, móttekur reikning með virðisaukaskattsnúmeri og innskattar virðisaukann í góðri trú. Jafnvel yfir lengri tíma. Nokkrum árum seinna á hann á hættu að þurfa að endurgreiða virðisaukann – af því aðilinn sem hann skipti við falsaði reikninga og lét sem hann væri að innheimta útskatt fyrir ríkissjóð. Fyrir utan að þurfa að endurgreiða virðisaukann sem óheiðarlegi rekstraraðilinn þóttist vera að innheimta – þarf heiðarlegi rekstraraðilinn (sem braut ekkert af sér) að greiða háa dráttarvexti aftur í tímann. Breytir þá engu þótt heiðarlegi rekstraraðilinn hafi sinnt upplýsingaskyldu sinni með því að senda inn verktakamiða ár hvert, með greinargóðum upplýsingum um viðskiptin. Maður skyldi halda að eftirlitsskylda Ríkisskattstjóra væri það sterk að þegar hann fær upplýsingarnar á silfurfati – skuli viðkomandi vera stoppaður af. Ekki síst til að lágmarka skaða heiðarlega rekstraraðilans sem heldur jafnvel áfram að skipta við hann í góðri trú. En nei. Það er ekki þannig. Þriðji aðilinn ber alla eftirlitsskylduna, skaðann og sektina. Það þarf vart að reifa það hér hversu röng skilaboð þetta eru og óréttlát við rekstraraðila sem stunda heiðarleg viðskipti. Hér er þriðji aðilinn látinn bera ábyrgð á öðrum aðila sem gerðist brotlegur við lögin. Brotlegi aðilinn myndar hins vegar enga skuld. Eins ótrúlegt og það virðist! Þetta er því miður ekki eina dæmið um óskiljanleg lög er varða atvinnulífið. Þau lýsa því svo vel að þeir sem semja og samþykkja lögin hafa oft litla sem enga reynslu af því að reka fyrirtæki. En þá er það líka okkar að segja stans. Hingað og ekki lengra. Krefjumst lagabreytinga og rekstrarumhverfis sem refsar þeim sem fremja brotin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Miðað við fjölda mála sem hafa komið upp undanfarið þá virðist sem Ríkisskattstjóri sé nú í átaki við að innheimta virðisaukaskattsskuldir í gegnum þriðja aðila. Árið 2010 var gerð breyting á 16. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt sem gerir það að verkum að krefja má þriðja aðila um virðisaukaskatt aftur í tímann, sem hann hefur innskattað í góðri trú frá rekstraraðila sem var með lokað virðisaukaskattsnúmer þegar viðskiptin áttu sér stað. Á mannamáli þýðir þetta að heiðarlegt fyrirtæki sem telur sig vera að skipta við heiðarlegan rekstraraðila, móttekur reikning með virðisaukaskattsnúmeri og innskattar virðisaukann í góðri trú. Jafnvel yfir lengri tíma. Nokkrum árum seinna á hann á hættu að þurfa að endurgreiða virðisaukann – af því aðilinn sem hann skipti við falsaði reikninga og lét sem hann væri að innheimta útskatt fyrir ríkissjóð. Fyrir utan að þurfa að endurgreiða virðisaukann sem óheiðarlegi rekstraraðilinn þóttist vera að innheimta – þarf heiðarlegi rekstraraðilinn (sem braut ekkert af sér) að greiða háa dráttarvexti aftur í tímann. Breytir þá engu þótt heiðarlegi rekstraraðilinn hafi sinnt upplýsingaskyldu sinni með því að senda inn verktakamiða ár hvert, með greinargóðum upplýsingum um viðskiptin. Maður skyldi halda að eftirlitsskylda Ríkisskattstjóra væri það sterk að þegar hann fær upplýsingarnar á silfurfati – skuli viðkomandi vera stoppaður af. Ekki síst til að lágmarka skaða heiðarlega rekstraraðilans sem heldur jafnvel áfram að skipta við hann í góðri trú. En nei. Það er ekki þannig. Þriðji aðilinn ber alla eftirlitsskylduna, skaðann og sektina. Það þarf vart að reifa það hér hversu röng skilaboð þetta eru og óréttlát við rekstraraðila sem stunda heiðarleg viðskipti. Hér er þriðji aðilinn látinn bera ábyrgð á öðrum aðila sem gerðist brotlegur við lögin. Brotlegi aðilinn myndar hins vegar enga skuld. Eins ótrúlegt og það virðist! Þetta er því miður ekki eina dæmið um óskiljanleg lög er varða atvinnulífið. Þau lýsa því svo vel að þeir sem semja og samþykkja lögin hafa oft litla sem enga reynslu af því að reka fyrirtæki. En þá er það líka okkar að segja stans. Hingað og ekki lengra. Krefjumst lagabreytinga og rekstrarumhverfis sem refsar þeim sem fremja brotin!
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun