Hálf milljón flóttamanna hafa farið til Grikklands á þessu ári

Í heildina hafa 502.500 flóttamenn komið til Grikklands í ár, samkvæmt tilkynningu á vef Sameinuðu þjóðanna. Þá hafa 643 þúsund flóttamenn komið til Evrópu.
„Það er gríðarlega mikilvægt hér, eins og annarsstaðar í Evrópu, að móttaka flóttamanna standist kröfur. Án þess, er áætlun Evrópu sem samþykkt var í september, í hættu og gæti mistekist,“ segir Melissa Fleming, talskona Flóttamannastofnunarinnar.
Síðustu níu daga hafa minnst 19 manns drukknað á leiðinni frá Tyrklandi til Grikklands og þar af um helmingurinn um helgina. Vitað er til þess að unglingar og ungabörn séu meðal hinna látnu. Það sem af er þessu ári hafa minnst 123 dáið á hafstjórnarsvæði Grikklands. 3.135 hafa drukknað í Miðjarðarhafinu á þessu ári.
Flóttamannastofnunin óttast að þessi tala gæti hækkað ef fleiri flóttamenn reyni að ná til Evrópu áður en vetur skellur á.
Tengdar fréttir

Slóvenar kalla herinn út
Jafn margir flóttamenn komu til Slóveníu í dag og komu allan síðasta mánuð.

ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu
Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn.

Flóttamaður frá Íran: Komið fram við mig eins og glæpamann
Prédikun í Laugarneskirkju í morgun var að hluta til tileinkuð tveimur hælisleitendum frá Íran sem vísað hefur verið frá Íslandi.

Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands
Evrópusambandið borgar Tyrklandi milljarða evra til að torvelda flóttafólki ferðir yfir landamærin. Erdogan Tyrklandsforseti segir ESB hafa áttað sig alltof seint á stöðunni. Forseti Evrópuráðsins segir að Tyrkir fái ekki fjárstuðning

Slóvenía takmarkar fjölda flóttamanna
Um 2500 flóttamönnum verður hleypt inn í landið á hverjum degi.

Ungverjar loka landamærum sínum að Króatíu
Króatar beina flóttamönnum til Slóveníu í staðinn sem hefur svarað með því að slökkva á lestum á leið frá nágrannaríkinu í suðri.

Ólga á meðal flóttafólks í Króatíu
Ólgan fer nú vaxandi á meðal flóttafólks í Austur Evrópu eftir að leiðin til norðurs, til Austurríkis og Þýskalands, var gerð torveldari með nýjum landamærareglum. Króatía hefur farið fram á að Slóvenar taki við allt að fimmþúsund flóttamönnum á hverjum degi en Slóvenar segjast aðeins ráða við að taka helming þess fjölda.