Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2015 12:55 Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Samninganefndum tókst að höggva á hnút sem kominn var í viðræðurnar í gær. Áfram fundað í dag. vísir/styrmir Samninganefndum SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands, lögreglumanna og samninganefd ríkisins, tókst að koma kjaraviðræðum aftur á rekspöl í gærkvöldi eftir að afturkippur kom í viðræðurnar í gær. Formaður SFR segir baráttugleðina heldur vera að aukast frá því aðgerðir hófust á fimmtudag. Tímabundinn verkföll starfsmanna ríkisins í Sjúkraliðafélaginu og SFR stéttarfélagi hófust með tveggja daga verkföllum hjá tæplega 160 stofnunum ríkisins á fimmtudag og öðrum tveggja daga verkföllum í gær og í dag. Hins vegar eru ótímabundnar aðgerðir hjá Landsspítalanum þar sem aðgerðirnar eru farnar að bíta verulega á. Árni Stefán Jónsson formaður SFR segir að þegar samninganefndir mættu til fundar í Karphúsinu klukkan eitt í gær hafi fólk búist við að fá svör við hugmyndum stéttarfélaganna frá deginum áður. „Þau svör voru þannig að þau settu málið í svolítinn hnút. Við vorum allan daginn í gær að leysa þann hnútog tókst að gera það í gærkvöldi rétt áður en við hættum,“ segir Árni Stefán. Næsti samningafundur er klukkan tvö og segist Árni bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga betur í dag. Það muni hins vegar taka tíma að ganga frá samningum og enn séu mörg ljón í veginum. Hann vilji ekki spá fyrir um það hvort takist að ná samningum fyrir lok þessarar viku. „Af því að það er margt þarna sem við erum svosem ekkert byrjuð að ræða. Sem ég get ekki spáð fyrir um hvernig fer,“ segir Árni Stefán.Er það eins og oft áður í svona viðræðum að launaliðurinn sjálfur reynist erfiðastur eða eru það önnur útfærsluatriði? „Jú launaliðurinn er erfiður. En hins vegar hefur sjaldan verið farið í svona viðræður með eins skýr markmið eins og við erum með. Þannig að ég held að menn séu alveg með markmið okkar á hreinu. Vita að við erum komin í átök og munum ekki kvika frá þeim markmiðum,“ segir Árni Stefán. Þau markmið séu að fá sömu hækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn hafi fengið ýmist með samningum eða í gegnum gerðardóm.Er ennþá hugur í ykkar fólki eða er það farið að mæðast eitthvað? „Nei, það sýndi sig nú í morgun þegar við fórum í kröfugöngu. Fórum frá Hlemmi klukkan níu niður að stjórnarráðinu og stóðum þar þegar ráðherrarnir komu til fundar. Það var mjög góð mæting miað við það að við vorum hrædd með veðrið. Góð stemming og ef eitthvað er held ég að baráttugleðin sé að aukast,“ segir Árni Stefán Jónsson. Verkfall 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Samninganefndum SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands, lögreglumanna og samninganefd ríkisins, tókst að koma kjaraviðræðum aftur á rekspöl í gærkvöldi eftir að afturkippur kom í viðræðurnar í gær. Formaður SFR segir baráttugleðina heldur vera að aukast frá því aðgerðir hófust á fimmtudag. Tímabundinn verkföll starfsmanna ríkisins í Sjúkraliðafélaginu og SFR stéttarfélagi hófust með tveggja daga verkföllum hjá tæplega 160 stofnunum ríkisins á fimmtudag og öðrum tveggja daga verkföllum í gær og í dag. Hins vegar eru ótímabundnar aðgerðir hjá Landsspítalanum þar sem aðgerðirnar eru farnar að bíta verulega á. Árni Stefán Jónsson formaður SFR segir að þegar samninganefndir mættu til fundar í Karphúsinu klukkan eitt í gær hafi fólk búist við að fá svör við hugmyndum stéttarfélaganna frá deginum áður. „Þau svör voru þannig að þau settu málið í svolítinn hnút. Við vorum allan daginn í gær að leysa þann hnútog tókst að gera það í gærkvöldi rétt áður en við hættum,“ segir Árni Stefán. Næsti samningafundur er klukkan tvö og segist Árni bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga betur í dag. Það muni hins vegar taka tíma að ganga frá samningum og enn séu mörg ljón í veginum. Hann vilji ekki spá fyrir um það hvort takist að ná samningum fyrir lok þessarar viku. „Af því að það er margt þarna sem við erum svosem ekkert byrjuð að ræða. Sem ég get ekki spáð fyrir um hvernig fer,“ segir Árni Stefán.Er það eins og oft áður í svona viðræðum að launaliðurinn sjálfur reynist erfiðastur eða eru það önnur útfærsluatriði? „Jú launaliðurinn er erfiður. En hins vegar hefur sjaldan verið farið í svona viðræður með eins skýr markmið eins og við erum með. Þannig að ég held að menn séu alveg með markmið okkar á hreinu. Vita að við erum komin í átök og munum ekki kvika frá þeim markmiðum,“ segir Árni Stefán. Þau markmið séu að fá sömu hækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn hafi fengið ýmist með samningum eða í gegnum gerðardóm.Er ennþá hugur í ykkar fólki eða er það farið að mæðast eitthvað? „Nei, það sýndi sig nú í morgun þegar við fórum í kröfugöngu. Fórum frá Hlemmi klukkan níu niður að stjórnarráðinu og stóðum þar þegar ráðherrarnir komu til fundar. Það var mjög góð mæting miað við það að við vorum hrædd með veðrið. Góð stemming og ef eitthvað er held ég að baráttugleðin sé að aukast,“ segir Árni Stefán Jónsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira