Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. október 2015 12:31 Fjölskyldan, þau Aleka, Hasan, Laura, Janie og Petrit, vilja dvelja á Íslandi. Vísir/GVA „Þetta er bara spurning um vilja. Þeir sem mæla þessari ákvörðun bót segja að Útlendingastofnun sé bara að fara að lögum, það er út af fyrir sig rétt, en þó rangt að því leyti að stofnuninni ber alls engin skylda til að vísa þessu fólki héðan,“ segir Illugi Jökulsson en hann hyggst afhenda starfsmönnum Útlendingastofnunnar tíu þúsund undirskriftir á morgun þar sem þess er krafist að Teleti-fjölskyldunni verði veitt hæli. Illugi setti söfnunina af stað en á um þremur sólarhringum hafa rúmlega tíu þúsund manns skrifað undir.Illugi Jökulsson rithöfundur hratt söfnuninni af stað.Vísir/GVAIllugi hugðist afhenda söfnunina í dag en sökum verkfalls SFR, sjúkraliða og lögreglumanna er afgreiðsla Útlendingastofnunnar lokuð í dag. „Mér fannst alveg ótækt að fara að ætlast til þess að starfsmenn stofnunarinnar gerðust verkfallsbrjótar," útskýrir Illugi. Verkfallsverðir eru á staðnum sem tryggja að verkfallið nái tilgangi sínum.Sjá einnig: Fjölskyldan fékk synjun um hæli Útlendingastofnun synjaði beiðni fjölskyldunnar um hæli á föstudag. Fréttablaðið fjallaði um málefni fjölskyldunnar í september síðastliðnum þegar greint var frá því að systkinin Laura, Janie og Perit Telati fengju ekki að ganga í skóla hér á landi. Þau komu fyrst til Íslands í sumar.Greinilegt að þjóðinni blöskrar „Það verður að viðurkennast að maður getur ekki barist fyrir öðrum en þeim sem maður veit af. Fréttablaðið vakti athygli á þessari fjölskyldu og aðrir fjölmiðlar. Þá blöskraði mér. En auðvitað ætlast ég til þess að aðrar fjölskyldur í svipaðri stöðu fái jafn mannúðlega meðferð og að ég vona að verði nú ofan á að þessi fjölskylda fái,“ svarar Illugi spurður um hvers vegna söfnunin sé bundin við Teleti fjölskylduna.Petrit byrjaði í fjórða bekk 5. október en hér sést hann með bekkjarfélögum sínum.MYND/VÍSIR„Útlendingastofnun getur hæglega innan ramma núgildandi laga tekið þá ákvörðun að leyfa þeim að vera hér á landinu af mannúðarástæðum. Það er meira að segja sérstaklega tekið fram í lögunum að það eigi að vera sérstakt svigrúm þegar um börn er að ræða. Þrátt fyrir þessi lög, sem ég tel reyndar brýnt að endurskoða, veit ég að það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun. Það er það sem ég er að fara fram á og þessi stóri hluti þjóðarinnar sem hefur skrifað undir.“Sjá einnig: Útlendingastofnun telur ekki ástæðu til að endurskoða brottvísanirnar Illugi bjóst ekki við þeim miklu viðbrögðum sem söfnunin fékk. „Ég er alveg dolfallinn yfir þessu raunar. En þetta sýnir bara að fólki blöskrar og að það þýðir ekkert að tala um að við vijum fara að veita flóttamönnum viðtöku en reka svo úr landi fólk sem er komið hingað. Fólk sem vill búa hér og börnin komin í skóla eftir mikið stapp. Það er glórulaust að ætla að fara að vísa þeim úr landi.“Telati táknmynd fyrir fleiri Hann segist vart muna eftir söfnunum sem hafa gengið jafn hratt og vel fyrir sig. „Þetta er algjörlega næstum því fáránlega góður árangur. Hann sýnir að fólki hefur blöskrað að það skuli eiga að vísa þessu ágæta fólki úr landi.“ Eins og fyrr segir er Telati-fjölskyldan táknmynd fyrir fleiri fjölskyldur og flóttamenn í sömu sporum. „Ég vil endilega að fólk fái að setjast hér að en ég vona líka að aðrir í svipaðri stöðu sem eru komnir hingað og vilji vera hér fái það. Okkur vantar gott fólk sem vill vera hér á landi.“ Söfnunin stendur til miðnættis í kvöld og hvetur Illugi sem flesta til þess að skrifa undir. Hann hyggst arka niður í Útlendingastofnun klukkan tíu í fyrramálið og afhenda listann. Telati-fjölskyldan áfrýjaði ákvörðun Útlendingastofnunar en ef synjunin verður staðfest verða þau að yfirgefa Íslands samstundis. Allt að tvo mánuði getur tekið að fá niðurstöðu.Undirskriftasöfnunin fer fram hér. Flóttamenn Tengdar fréttir Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45 Nágrannakona hælisleitenda: Hræðilegt að þau megi ekki búa hér eins og ég og aðrir Aleka Telati segir að þau hafi orðið fyrir djúpum vonbrigðum þegar þau fengu synjunina í hendur. 17. október 2015 18:43 Börn í Laugarneskirkju: „Viljum ekki láta senda skólafélaga okkar í burtu“ Börn í Laugarneskirkju hafa efnt til svokallaðrar meðmælagöngu í Laugarneshverfi. 19. október 2015 22:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
„Þetta er bara spurning um vilja. Þeir sem mæla þessari ákvörðun bót segja að Útlendingastofnun sé bara að fara að lögum, það er út af fyrir sig rétt, en þó rangt að því leyti að stofnuninni ber alls engin skylda til að vísa þessu fólki héðan,“ segir Illugi Jökulsson en hann hyggst afhenda starfsmönnum Útlendingastofnunnar tíu þúsund undirskriftir á morgun þar sem þess er krafist að Teleti-fjölskyldunni verði veitt hæli. Illugi setti söfnunina af stað en á um þremur sólarhringum hafa rúmlega tíu þúsund manns skrifað undir.Illugi Jökulsson rithöfundur hratt söfnuninni af stað.Vísir/GVAIllugi hugðist afhenda söfnunina í dag en sökum verkfalls SFR, sjúkraliða og lögreglumanna er afgreiðsla Útlendingastofnunnar lokuð í dag. „Mér fannst alveg ótækt að fara að ætlast til þess að starfsmenn stofnunarinnar gerðust verkfallsbrjótar," útskýrir Illugi. Verkfallsverðir eru á staðnum sem tryggja að verkfallið nái tilgangi sínum.Sjá einnig: Fjölskyldan fékk synjun um hæli Útlendingastofnun synjaði beiðni fjölskyldunnar um hæli á föstudag. Fréttablaðið fjallaði um málefni fjölskyldunnar í september síðastliðnum þegar greint var frá því að systkinin Laura, Janie og Perit Telati fengju ekki að ganga í skóla hér á landi. Þau komu fyrst til Íslands í sumar.Greinilegt að þjóðinni blöskrar „Það verður að viðurkennast að maður getur ekki barist fyrir öðrum en þeim sem maður veit af. Fréttablaðið vakti athygli á þessari fjölskyldu og aðrir fjölmiðlar. Þá blöskraði mér. En auðvitað ætlast ég til þess að aðrar fjölskyldur í svipaðri stöðu fái jafn mannúðlega meðferð og að ég vona að verði nú ofan á að þessi fjölskylda fái,“ svarar Illugi spurður um hvers vegna söfnunin sé bundin við Teleti fjölskylduna.Petrit byrjaði í fjórða bekk 5. október en hér sést hann með bekkjarfélögum sínum.MYND/VÍSIR„Útlendingastofnun getur hæglega innan ramma núgildandi laga tekið þá ákvörðun að leyfa þeim að vera hér á landinu af mannúðarástæðum. Það er meira að segja sérstaklega tekið fram í lögunum að það eigi að vera sérstakt svigrúm þegar um börn er að ræða. Þrátt fyrir þessi lög, sem ég tel reyndar brýnt að endurskoða, veit ég að það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun. Það er það sem ég er að fara fram á og þessi stóri hluti þjóðarinnar sem hefur skrifað undir.“Sjá einnig: Útlendingastofnun telur ekki ástæðu til að endurskoða brottvísanirnar Illugi bjóst ekki við þeim miklu viðbrögðum sem söfnunin fékk. „Ég er alveg dolfallinn yfir þessu raunar. En þetta sýnir bara að fólki blöskrar og að það þýðir ekkert að tala um að við vijum fara að veita flóttamönnum viðtöku en reka svo úr landi fólk sem er komið hingað. Fólk sem vill búa hér og börnin komin í skóla eftir mikið stapp. Það er glórulaust að ætla að fara að vísa þeim úr landi.“Telati táknmynd fyrir fleiri Hann segist vart muna eftir söfnunum sem hafa gengið jafn hratt og vel fyrir sig. „Þetta er algjörlega næstum því fáránlega góður árangur. Hann sýnir að fólki hefur blöskrað að það skuli eiga að vísa þessu ágæta fólki úr landi.“ Eins og fyrr segir er Telati-fjölskyldan táknmynd fyrir fleiri fjölskyldur og flóttamenn í sömu sporum. „Ég vil endilega að fólk fái að setjast hér að en ég vona líka að aðrir í svipaðri stöðu sem eru komnir hingað og vilji vera hér fái það. Okkur vantar gott fólk sem vill vera hér á landi.“ Söfnunin stendur til miðnættis í kvöld og hvetur Illugi sem flesta til þess að skrifa undir. Hann hyggst arka niður í Útlendingastofnun klukkan tíu í fyrramálið og afhenda listann. Telati-fjölskyldan áfrýjaði ákvörðun Útlendingastofnunar en ef synjunin verður staðfest verða þau að yfirgefa Íslands samstundis. Allt að tvo mánuði getur tekið að fá niðurstöðu.Undirskriftasöfnunin fer fram hér.
Flóttamenn Tengdar fréttir Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45 Nágrannakona hælisleitenda: Hræðilegt að þau megi ekki búa hér eins og ég og aðrir Aleka Telati segir að þau hafi orðið fyrir djúpum vonbrigðum þegar þau fengu synjunina í hendur. 17. október 2015 18:43 Börn í Laugarneskirkju: „Viljum ekki láta senda skólafélaga okkar í burtu“ Börn í Laugarneskirkju hafa efnt til svokallaðrar meðmælagöngu í Laugarneshverfi. 19. október 2015 22:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45
Nágrannakona hælisleitenda: Hræðilegt að þau megi ekki búa hér eins og ég og aðrir Aleka Telati segir að þau hafi orðið fyrir djúpum vonbrigðum þegar þau fengu synjunina í hendur. 17. október 2015 18:43
Börn í Laugarneskirkju: „Viljum ekki láta senda skólafélaga okkar í burtu“ Börn í Laugarneskirkju hafa efnt til svokallaðrar meðmælagöngu í Laugarneshverfi. 19. október 2015 22:37