Flug Primera Air til Spánar: Sjö klukkustunda töf vegna rúðuþurrkuvandamáls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2015 11:56 Fresta þurfti tveimur ferðum Primera Air um margar klukkustundir vegna bilunar í tveimur vélum flugfélagsins. Farþegar með Primera Air frá Íslandi til Jerez á Spáni þurftu að bíða í sjö klukkustundir eftir að lagt var í hann á sunnudagsmorgun. Ástæðan var sú að bilun kom upp í rúðuþurrkumótor. Kalla þurfti eftir nýjum mótor frá Kaupmannahöfn sem orsakaði biðina. Þetta kemur fram í svari Hrafns Þorgeirssonar, forstjóra Primera Air, við fyrirspurn Vísis. Umræddur mótor knýr áfram rúðuþurrkur flugmanns og er nauðsynlegur að sögn Hrafns. Sjö tíma seinkunin var þó minniháttar miðað við tæplega sólahringsbiðina sem varð á flugvél Primera Air sem halda átti frá Jerez til Keflavíkur í hádeginu sama dag, á sunnudaginn. Skyndileg og ófyrirséð bilun í svokölluðu stemmuröri vélarinnar varð til þess að tæplega sólarhringsseinkun varð á brottför frá Spáni. Stemmurör mælir áfallsþrýsting og breytir í hraðaupplýsingar sem lesa má af hraðamæli flugvéla.Tæplega sólarhringsfrestun varð á ferðalagi Íslendinga með Primera Air frá Spáni til Íslands í ágúst. Þeir þurftu að gista nótt á Írlandi en útlit er fyrir að þeir fái ekki bætur vegna seinkunarinnar.vísirLeigðu vél frá Portúgal Hrafn segir að farþegum hafi verið komið fyrir á hótelum og önnur flugvél frá Portúgal tekin á leigu til þess að koma farþegum heim til sín eins fljótt og auðið var. Vélin frá Portúgal lenti í Jerez klukkan 9:30 á mánudagsmorgni og voru farþegar farnir í loftið um einum og hálfum tíma síðar, þá rúmum 22 klukkustundum á eftir áætlun.„Við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á óþægindum og töfum sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir,“ segir Hrafn. Hann segir að búnaður í stemmurörinu sem bræði ís og komi þannig í veg fyrir að rörið stíflist hafi verið óvirkur. Von var á ísingu og því ekki hægt að fljúga án þess að búnaðurinn virkaði. Þar sem flugvöllurinn í Jerez er fremur lítill fannst ekki viðeigandi viðhaldsaðstaða og var vélinni því flogið án farþega til Danmerkur til viðgerðar. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Farþegar með Primera Air frá Íslandi til Jerez á Spáni þurftu að bíða í sjö klukkustundir eftir að lagt var í hann á sunnudagsmorgun. Ástæðan var sú að bilun kom upp í rúðuþurrkumótor. Kalla þurfti eftir nýjum mótor frá Kaupmannahöfn sem orsakaði biðina. Þetta kemur fram í svari Hrafns Þorgeirssonar, forstjóra Primera Air, við fyrirspurn Vísis. Umræddur mótor knýr áfram rúðuþurrkur flugmanns og er nauðsynlegur að sögn Hrafns. Sjö tíma seinkunin var þó minniháttar miðað við tæplega sólahringsbiðina sem varð á flugvél Primera Air sem halda átti frá Jerez til Keflavíkur í hádeginu sama dag, á sunnudaginn. Skyndileg og ófyrirséð bilun í svokölluðu stemmuröri vélarinnar varð til þess að tæplega sólarhringsseinkun varð á brottför frá Spáni. Stemmurör mælir áfallsþrýsting og breytir í hraðaupplýsingar sem lesa má af hraðamæli flugvéla.Tæplega sólarhringsfrestun varð á ferðalagi Íslendinga með Primera Air frá Spáni til Íslands í ágúst. Þeir þurftu að gista nótt á Írlandi en útlit er fyrir að þeir fái ekki bætur vegna seinkunarinnar.vísirLeigðu vél frá Portúgal Hrafn segir að farþegum hafi verið komið fyrir á hótelum og önnur flugvél frá Portúgal tekin á leigu til þess að koma farþegum heim til sín eins fljótt og auðið var. Vélin frá Portúgal lenti í Jerez klukkan 9:30 á mánudagsmorgni og voru farþegar farnir í loftið um einum og hálfum tíma síðar, þá rúmum 22 klukkustundum á eftir áætlun.„Við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á óþægindum og töfum sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir,“ segir Hrafn. Hann segir að búnaður í stemmurörinu sem bræði ís og komi þannig í veg fyrir að rörið stíflist hafi verið óvirkur. Von var á ísingu og því ekki hægt að fljúga án þess að búnaðurinn virkaði. Þar sem flugvöllurinn í Jerez er fremur lítill fannst ekki viðeigandi viðhaldsaðstaða og var vélinni því flogið án farþega til Danmerkur til viðgerðar.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56
„Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46
Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28