Handbolti

Stjarnan heldur áfram að vinna heimaleikina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefanía skoraði sex mörk í stórsigri Stjörnunnar.
Stefanía skoraði sex mörk í stórsigri Stjörnunnar. vísir/anton
Stjarnan fór illa með Aftureldingu í Olís-deild kvenna í handbolta í dag.

Stjarnan hefur nú unnið alla fimm heimaleiki sína en tapað öllum fjórum útileikjunum. Liðið er í 7. sæti deildarinnar með 10 stig en Mosfellingar, sem unnu ÍR í síðustu umferð, eru í 13. og næstneðsta sæti með tvö stig.

Stefanía Theodórsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sex mörk en 10 af 12 útileikmönnum liðsins komust á blað í dag.

Ingibjörg Jóhannesdóttir skoraði mest fyrir Aftureldingu, eða fimm mörk.

Mörk Stjörnunnar:

Stefanía Theodórsdóttir 6, Solveig Lára Kjærnested 5, Þórhildur Gunnarsdóttir 5, Guðrún Erla Bjarnadóttir 4, Sandra Rakocevic 4, Hanna G. Stefánsdóttir 4, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 3, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Nataly Sæunn Valencia 1, Arna Dýrfjörð 1.

Mörk Aftureldingar:

Ingibjörg Jóhannesdóttir 5, Dagný Huld Birgisdóttir 4, Hekla Daðadóttir 3, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Nora Csakovics 1, Vigdís Brandsdóttir 1.

Þá vann KA/Þór sinn fyrsta sigur í deildinni í vetur þegar Fjölnisstúlkur komu í heimsókn.

Lokatölur 37-26, Norðanstúlkum í vil en staðan í hálfleik var 18-13.

Arna Kristín Einarsdóttir var markahæst í liði KA/Þór með níu mörk en Birta Fönn Sveinsdóttir kom næst með átta mörk.

Díana Kristín Sigmarsdóttir var með 10 mörk í liði Fjölnis.

Mörk KA/Þórs:

Arna Kristín Einarsdóttir 9, Birta Fönn Sveinsdóttir 8, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 7, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Laufey Lára Höskuldsdóttir 3, Erla Tryggvadóttir 2, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2, Sigríður Höskuldsdóttir 1, Steinunn Guðjónsdóttir.

Mörk Fjölnis:

Díana Kristín Sigmarsdóttir 10, Fanney Ösp Finnsdóttir 6, Andrea Björk Harðardóttir 4, Berglind Benediktsdóttir 4, Andrea Jacobsen 1, Díana Ágústsdóttir 1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×