Innlent

RÚV verði fyrst og síðast vettvangur fyrir íslenskt efni

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra vill að áhersla RÚV verði á íslenskt efni í framtíðinni. Efni um menningu, sögu, vísindi og listir og þjóðmálin. Stofnunin verði að laga sig að breytingum á fjölmiðlamarkaði.

Stjórnendur RÚV vilja sex milljarða innspýtingu til að halda óbreyttri siglingu. Um það segir ráðherrann að þær skuldir muni aldrei hverfa. Það sé þá verið að leggja til að ríkissjóður taki þær yfir. Það séu engar einfaldar lausnir á vanda stofnunarinnar.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði um að það bæri að selja RÚV. Illugi segist ekki hlynntur því að stofnunin verði seld en ný skýrsla eigi að vera grundvöllur upplýstrar umræðu. Hann varar við því að menn fari í skotgrafir í málinu.

Tilgangur að skapa úlfúð og tortryggni

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason, og starfsmaður RÚV segir að tilgangur skýrslunnar sé aðallega að skapa úlfúð og tortryggni, hún sé hroðvirknislega unnin og fyrst og fremst pólitískt plagg.

„Mér þykir það mikill plagsiður hér að reyna alltaf að hjóla í manninn,” segir Illugi og segir að auk Eyþórs Arnalds hafi sérfræðingur KPMG komið að skýrslunni og annar opinber starfsmaður.

Illugi segist telja þetta ósanngjarnt, það sé verið að reyna að fara í manninn en ekki boltann. Setja flokkspólitíska stimpla á fólk til að komast hjá því að ræða efnisatriði málsins. Það sé vondur siður.


Tengdar fréttir

Segja RÚV ekki hafa sagt fjárlaganefnd sannleikann

Bæði formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis telja forystu Ríkisútvarpsins hafa vísvitandi blekkt fjárveitingavaldið með því að gefa þeim rangar upplýsingar um stöðu stofnunarinnar.

Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd

Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×