Frakkar brjálaðir yfir ummælum Jeb Bush Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2015 14:00 Forsetaframboð Jeb Bush er í bullandi vandræðum. Vísir/Getty Fyrrverandi ríkisstjóri Florída og einn af frambjóðendum Repúblikana til forseta í Bandaríkjunum þótti ekki eiga góðan dag í þriðju kappræðum Rebúblikana. Ekki hefur það skánað því að nú eru Frakkar ævareiðir út í Bush fyrir að gera grín að vinnusiðferði Frakka. Bush hélt því fram í kappræðunum að Öldungadeild bandaríska þingsins væri ekki mjög afkastamikil og líkti hann vinnuviku öldungardeildarþingmanna við það sem hann kallaði franska vinnuviku þar sem aðeins væri mætt í vinnuna þrjá daga í viku. Starfsmönnum framboðs Bush þótti þetta reyndar svo sniðug ummæli að þeir klipptu myndbrot af því saman og settu á Twitter-reikning Bush.French Work Week vs. Real Accomplishments. #GOPDebate https://t.co/24yQ2bMGmF— Jeb Bush (@JebBush) October 29, 2015 Gérard Araud, sendiherra Frakklands í Bandaríkjunum var þó ekki á eitt sáttur með þetta og var fljótur að mæta á Twitter til að hrekja fullyrðingar Bush.In any country, electoral campaigns offer the opportuniity for a lot of bombastic nonsense. Let's be indulgent. https://t.co/fRyjoYYYjn— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015 The French work an average of 39,6 hours a week compared to 39,2 for the Germans. https://t.co/22yUVpQbq7— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015 A French work week of 3 days? No but a pregnancy paid leave of 16 weeks yes! And proud of it.— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015 Franska blaðið Local var fljótt að benda á að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Frakkland er notað til þess að gera lítið úr öðrum frambjóðendum í Bandaríkjunum og því til stuðnings benti blaðið á auglýsingaherfreð New Ginrich til höfuðs Mitt Romney fyrir forsetakosningarnar 2012 þar sem gert var grín að Romney fyrir að tala reiprennandi frönsku. Samskiptastjóri Bush, Tim Miller, lét hafa það eftir sér að starsfólk forsetaframboð hans hefði ekki miklar áhyggjur af mótbárum Frakka og að Bush ynni umtalsvert meira en 40 stundir í hverri viku. Miller endurtísti svo eftirfarandi tísti frá blaðamanninum Kelsey Rupp.A look inside the "French work week" of the U.S. Senate #news https://t.co/C60YzrLuWS— Kelsey Rupp (@KelseyRupp) October 29, 2015 Blaðakonan Laura Hain frá frönsku sjónvarpsstöðinni Canal+ spurði blaðafulltrúa Hvíta hússins út í þessi ummæli Bush. Hann hafði ekki miklar áhyggjur af ummælum Bush og sagðist vona að Frakkar hefðu ekki tekið ummælunum persónulega. Jeb Bush þykir hafa staðið sig illa í kappræðum Repúblikana og telja margir að framboð hans sé í miklum vandræðum á meðan Marco Rubio og Ted Cruz, hans helstu keppinautar, þykja hafa verið sigurvegarar kappræðnanna sem fóru fram sl. miðvikudag. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45 Aukin harka í kappræðunum Skurðlæknirinn Carson hefur saxað á forskot Donalds Trumps í skoðanakönnunum. Enda hafa yfirlýsingar Carsons líka vakið athygli fyrir glannaskap. 30. október 2015 09:00 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Fyrrverandi ríkisstjóri Florída og einn af frambjóðendum Repúblikana til forseta í Bandaríkjunum þótti ekki eiga góðan dag í þriðju kappræðum Rebúblikana. Ekki hefur það skánað því að nú eru Frakkar ævareiðir út í Bush fyrir að gera grín að vinnusiðferði Frakka. Bush hélt því fram í kappræðunum að Öldungadeild bandaríska þingsins væri ekki mjög afkastamikil og líkti hann vinnuviku öldungardeildarþingmanna við það sem hann kallaði franska vinnuviku þar sem aðeins væri mætt í vinnuna þrjá daga í viku. Starfsmönnum framboðs Bush þótti þetta reyndar svo sniðug ummæli að þeir klipptu myndbrot af því saman og settu á Twitter-reikning Bush.French Work Week vs. Real Accomplishments. #GOPDebate https://t.co/24yQ2bMGmF— Jeb Bush (@JebBush) October 29, 2015 Gérard Araud, sendiherra Frakklands í Bandaríkjunum var þó ekki á eitt sáttur með þetta og var fljótur að mæta á Twitter til að hrekja fullyrðingar Bush.In any country, electoral campaigns offer the opportuniity for a lot of bombastic nonsense. Let's be indulgent. https://t.co/fRyjoYYYjn— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015 The French work an average of 39,6 hours a week compared to 39,2 for the Germans. https://t.co/22yUVpQbq7— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015 A French work week of 3 days? No but a pregnancy paid leave of 16 weeks yes! And proud of it.— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015 Franska blaðið Local var fljótt að benda á að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Frakkland er notað til þess að gera lítið úr öðrum frambjóðendum í Bandaríkjunum og því til stuðnings benti blaðið á auglýsingaherfreð New Ginrich til höfuðs Mitt Romney fyrir forsetakosningarnar 2012 þar sem gert var grín að Romney fyrir að tala reiprennandi frönsku. Samskiptastjóri Bush, Tim Miller, lét hafa það eftir sér að starsfólk forsetaframboð hans hefði ekki miklar áhyggjur af mótbárum Frakka og að Bush ynni umtalsvert meira en 40 stundir í hverri viku. Miller endurtísti svo eftirfarandi tísti frá blaðamanninum Kelsey Rupp.A look inside the "French work week" of the U.S. Senate #news https://t.co/C60YzrLuWS— Kelsey Rupp (@KelseyRupp) October 29, 2015 Blaðakonan Laura Hain frá frönsku sjónvarpsstöðinni Canal+ spurði blaðafulltrúa Hvíta hússins út í þessi ummæli Bush. Hann hafði ekki miklar áhyggjur af ummælum Bush og sagðist vona að Frakkar hefðu ekki tekið ummælunum persónulega. Jeb Bush þykir hafa staðið sig illa í kappræðum Repúblikana og telja margir að framboð hans sé í miklum vandræðum á meðan Marco Rubio og Ted Cruz, hans helstu keppinautar, þykja hafa verið sigurvegarar kappræðnanna sem fóru fram sl. miðvikudag.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45 Aukin harka í kappræðunum Skurðlæknirinn Carson hefur saxað á forskot Donalds Trumps í skoðanakönnunum. Enda hafa yfirlýsingar Carsons líka vakið athygli fyrir glannaskap. 30. október 2015 09:00 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00
Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45
Aukin harka í kappræðunum Skurðlæknirinn Carson hefur saxað á forskot Donalds Trumps í skoðanakönnunum. Enda hafa yfirlýsingar Carsons líka vakið athygli fyrir glannaskap. 30. október 2015 09:00
Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31
Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07