Sveitarfélögin eiga nær allt eftir Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. október 2015 10:00 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, fær sér vöfflu við undirritun samninga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissaksóknara í byrjun sumars. Ekki er ljóst hvenær slá má í vöfflur vegna samninga við sveitarfélög landsins. vísir/vilhelm Með kjarasamningi SFR, Sjúkraliðafélagsins og Landssambands lögreglumanna við ríkið getur hafist seinni hluti samningalotunnar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Enn eiga 23 aðildarfélög BSRB eftir að ljúka samningum við ríkið. Þá eiga sveitarfélög landsins ósamið við nær alla sína viðsemjendur utan grunnskólakennara. Þar er um að ræða á sjöunda tug stéttarfélaga. Auk BSRB-félaganna er þar meðal annars um að ræða Starfsgreinasambandið, hjúkrunarfræðinga, skólastjóra og félög iðnaðarmanna. Að auki eru svo stök félög sem ósamið eiga við viðsemjendur sína, svo sem Félag prófessora við ríkisháskóla, sem nú undirbýr boðun verkfalls.Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRBVísirElín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir bandalagið hafa þær væntingar um framhaldið að aðildarfélög BSRB sem enn hafa ekki samið við ríki, Reykjavíkurborg og sveitarfélög, fari að komast að samningaborðinu. Með samningum SFR, SLFÍ og LL í vikunni sé kominn ákveðinn rammi, en hversu langan tíma taki að ljúka samningum segir hún erfitt að spá um. „Hvert og eitt stéttarfélag hefur sinn samningsrétt, en þetta mun örugglega hjálpa þeim við að ná lendingu í samningum við viðsemjendur,“ segir hún. Flest semji félögin bæði við ríki og sveitarfélög.Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGSDrífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), segir að viðræður séu í gangi við sveitarfélögin og hafi verið um nokkurt skeið. „Það liggur von í loftinu um að hægt sé að klára þetta,“ segir hún, en SGS er í gegn um Alþýðusambandið (ASÍ) aðili að samkomulagi SALEK-hópsins um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Á þeim vettvangi var sammælst um framhald og lok viðræðna nú með samningum til ársloka 2018. „Það er ákveðinn rammi þar,“ segir Drífa og bætir við að ýmislegt þurfi samt að ræða, sérmál og fleiri þætti, og því erfitt að spá um framhald viðræðnanna. Í kröfugerð sinni taki SGS tillit til allra samninga sem hafi verið gerðir og séu fordæmisgefandi, jafnt á almenna og opinbera markaðnum.Halldór Halldórsson formaður Samtaka íslenskra sveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þar á bæ standi vonir til þess að hægt sé að ljúka samningum hratt og örugglega og í takt við þá línu sem lagt hafi verið upp með á vettvangi SALEK-hópsins, auk samnings ríkisins við SFR, SLFÍ og LL. Halldór viðurkennir þó að sveitarfélög standi misvel undir þeim hækkunum sem lagt sé upp með. „En þetta er náttúrlega hækkun á öllum vinnumarkaði þannig að þetta á að skila sér,“ segir hann, þótt sveitarfélög kvarti undan því nú að launahækkanir komi hraðar inn gjaldamegin heldur en nemi hækkun útsvars vegna allra launahækkana tekjumegin. „En við eigum eftir að sjá hvernig það þróast næstu tvo, þrjá mánuðina. Þetta hins vegar tekur á og við það þarf að takast á í öllum rekstri sveitarfélaganna.“ Verkfall 2016 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Með kjarasamningi SFR, Sjúkraliðafélagsins og Landssambands lögreglumanna við ríkið getur hafist seinni hluti samningalotunnar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Enn eiga 23 aðildarfélög BSRB eftir að ljúka samningum við ríkið. Þá eiga sveitarfélög landsins ósamið við nær alla sína viðsemjendur utan grunnskólakennara. Þar er um að ræða á sjöunda tug stéttarfélaga. Auk BSRB-félaganna er þar meðal annars um að ræða Starfsgreinasambandið, hjúkrunarfræðinga, skólastjóra og félög iðnaðarmanna. Að auki eru svo stök félög sem ósamið eiga við viðsemjendur sína, svo sem Félag prófessora við ríkisháskóla, sem nú undirbýr boðun verkfalls.Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRBVísirElín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir bandalagið hafa þær væntingar um framhaldið að aðildarfélög BSRB sem enn hafa ekki samið við ríki, Reykjavíkurborg og sveitarfélög, fari að komast að samningaborðinu. Með samningum SFR, SLFÍ og LL í vikunni sé kominn ákveðinn rammi, en hversu langan tíma taki að ljúka samningum segir hún erfitt að spá um. „Hvert og eitt stéttarfélag hefur sinn samningsrétt, en þetta mun örugglega hjálpa þeim við að ná lendingu í samningum við viðsemjendur,“ segir hún. Flest semji félögin bæði við ríki og sveitarfélög.Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGSDrífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), segir að viðræður séu í gangi við sveitarfélögin og hafi verið um nokkurt skeið. „Það liggur von í loftinu um að hægt sé að klára þetta,“ segir hún, en SGS er í gegn um Alþýðusambandið (ASÍ) aðili að samkomulagi SALEK-hópsins um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Á þeim vettvangi var sammælst um framhald og lok viðræðna nú með samningum til ársloka 2018. „Það er ákveðinn rammi þar,“ segir Drífa og bætir við að ýmislegt þurfi samt að ræða, sérmál og fleiri þætti, og því erfitt að spá um framhald viðræðnanna. Í kröfugerð sinni taki SGS tillit til allra samninga sem hafi verið gerðir og séu fordæmisgefandi, jafnt á almenna og opinbera markaðnum.Halldór Halldórsson formaður Samtaka íslenskra sveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þar á bæ standi vonir til þess að hægt sé að ljúka samningum hratt og örugglega og í takt við þá línu sem lagt hafi verið upp með á vettvangi SALEK-hópsins, auk samnings ríkisins við SFR, SLFÍ og LL. Halldór viðurkennir þó að sveitarfélög standi misvel undir þeim hækkunum sem lagt sé upp með. „En þetta er náttúrlega hækkun á öllum vinnumarkaði þannig að þetta á að skila sér,“ segir hann, þótt sveitarfélög kvarti undan því nú að launahækkanir komi hraðar inn gjaldamegin heldur en nemi hækkun útsvars vegna allra launahækkana tekjumegin. „En við eigum eftir að sjá hvernig það þróast næstu tvo, þrjá mánuðina. Þetta hins vegar tekur á og við það þarf að takast á í öllum rekstri sveitarfélaganna.“
Verkfall 2016 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira