„Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. nóvember 2015 17:25 Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu og krafan er skýr. Vísir/Vilhelm „Hér er bara allt að fyllast og ég er mjög glöð að sjá allan þennan fjölda flykkjast til stuðnings brotaþolum þessara mála,“ segir Oddný Arnarsdóttir sem stendur að baki mótmælunum sem nú standa yfir fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Að sögn sjónarvotta eru þar nú um nokkur hundruð manns sem þangað eru komnir til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum. Er það gert í ljósi frétta að ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum sem voru kærðir vegna nauðgana í Hlíðunum fyrir skemmstu. Hefur sú ákvörðun lögreglunnar, að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir mönnunum, sætt harðri gagnrýni á samfélagsmiðlum í dag í kjölfar fréttaflutnings Fréttablaðsins. Sjá einnig: Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningumOddný segist hafa ákveðið að stofna Facebook-viðburðinn, þangað sem um 5000 manns hafa nú meldað sig, vegna þess að hún hafi verið búin að fá nóg. „Ég sá frétt eftir frétt og alltaf virtist vera sama aðgerðarleysið eða hreinlega ekki til peningar til að sinna þessum málum. Sama hvort það er þá virðist þessi málaflokkur ekki vera með stuðning á bakvið sig hjá hinu opinbera,“ segir Oddný og bætir við að skilaboðin með fundinum séu skýr. „Við viljum fá aðgerðir og pening inn í þennan málaflokk. Við viljum bara að eitthvað verði að gert.“ Hún segist ekki efast um heilindi lögreglunnar og vilja hennar til þess að taka til í þessum málaflokki – „heldur er það bara akkurat þetta að þessi mál virðast ekki fá athyglina sem þau þurfa,“ segir Oddný. Fólk er sem fyrr segið farið að flykkjast á Hverfisgötu og myndir af mannhafinu farnar að flæða inn á samfélagsmiðlana.Allir að koma niður á lögreglustöð! tökum afstöðu með þolendum og mótmælun óásættanlegum vinnubrögðum lögreglunar! pic.twitter.com/xGYxhQ4w8c— Druslugangan (@druslugangan) November 9, 2015 Hér er samstaða! #almannahagsmunir pic.twitter.com/U0OkfEOye9— Brynja Helgadóttir (@brynjahelgad) November 9, 2015 Mikið væri nú fallegt ef @logreglan stæði hérna með okkur!#almannahagsmunir pic.twitter.com/mRe2d9Na8C— María Rut (@mariarutkr) November 9, 2015 pic.twitter.com/bEjt78r51c— Sylvía Hall (@sylviaahall) November 9, 2015 Hlíðamálið Tengdar fréttir Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
„Hér er bara allt að fyllast og ég er mjög glöð að sjá allan þennan fjölda flykkjast til stuðnings brotaþolum þessara mála,“ segir Oddný Arnarsdóttir sem stendur að baki mótmælunum sem nú standa yfir fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Að sögn sjónarvotta eru þar nú um nokkur hundruð manns sem þangað eru komnir til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum. Er það gert í ljósi frétta að ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum sem voru kærðir vegna nauðgana í Hlíðunum fyrir skemmstu. Hefur sú ákvörðun lögreglunnar, að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir mönnunum, sætt harðri gagnrýni á samfélagsmiðlum í dag í kjölfar fréttaflutnings Fréttablaðsins. Sjá einnig: Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningumOddný segist hafa ákveðið að stofna Facebook-viðburðinn, þangað sem um 5000 manns hafa nú meldað sig, vegna þess að hún hafi verið búin að fá nóg. „Ég sá frétt eftir frétt og alltaf virtist vera sama aðgerðarleysið eða hreinlega ekki til peningar til að sinna þessum málum. Sama hvort það er þá virðist þessi málaflokkur ekki vera með stuðning á bakvið sig hjá hinu opinbera,“ segir Oddný og bætir við að skilaboðin með fundinum séu skýr. „Við viljum fá aðgerðir og pening inn í þennan málaflokk. Við viljum bara að eitthvað verði að gert.“ Hún segist ekki efast um heilindi lögreglunnar og vilja hennar til þess að taka til í þessum málaflokki – „heldur er það bara akkurat þetta að þessi mál virðast ekki fá athyglina sem þau þurfa,“ segir Oddný. Fólk er sem fyrr segið farið að flykkjast á Hverfisgötu og myndir af mannhafinu farnar að flæða inn á samfélagsmiðlana.Allir að koma niður á lögreglustöð! tökum afstöðu með þolendum og mótmælun óásættanlegum vinnubrögðum lögreglunar! pic.twitter.com/xGYxhQ4w8c— Druslugangan (@druslugangan) November 9, 2015 Hér er samstaða! #almannahagsmunir pic.twitter.com/U0OkfEOye9— Brynja Helgadóttir (@brynjahelgad) November 9, 2015 Mikið væri nú fallegt ef @logreglan stæði hérna með okkur!#almannahagsmunir pic.twitter.com/mRe2d9Na8C— María Rut (@mariarutkr) November 9, 2015 pic.twitter.com/bEjt78r51c— Sylvía Hall (@sylviaahall) November 9, 2015
Hlíðamálið Tengdar fréttir Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09
Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17
Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00
Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40
„Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03