Lögreglan segir allt kapp lagt á að upplýsa meint kynferðisbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2015 15:17 Í yfirlýsingu segir lögreglan að málin séu "í algjörum forgangi hjá kynferðisbrotadeild embættisins og allt kapp er lagt á að upplýsa þau.“ vísir/getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af rannsóknum tveggja kynferðisbrota sem Fréttablaðið hefur fjallað um síðustu daga. Í yfirlýsingunni segir lögreglan að málin séu „í algjörum forgangi hjá kynferðisbrotadeild embættisins og allt kapp er lagt á að upplýsa þau.“ Þá kemur jafnframt fram að rannsóknunum miði vel „en eðli málsins samkvæmt getur lögreglan hins vegar ekki upplýst um málsatvik, m.a. með tilliti til meintra þolenda. Nauðsynlegt er þó að taka fram að sumt í umfjöllun fjölmiða er ekki í samræmi við fyrirliggjandi rannsóknargögn lögreglu.“ Það hefur vakið mikla athygli að lögreglan fór ekki fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum og hefur sú ákvörðun verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Meðal annars er búið að boða til mótmæla við lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag. Um þetta segir í yfirlýsingu lögreglu: „Lögreglan hefur fundið fyrir mjög sterkum viðbrögðum í samfélaginu í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um áðurnefnd mál, og hafa henni borist fjölmargar fyrirspurnir áhyggjufullra borgara vegna þessa, ekki síst á samfélagsmiðlum embættisins. Það er skiljanlegt og undirstrikar mikilvægi þess að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldi stöðugt áfram að vinna að grundvallarmarkmiði sínu, sem er að tryggja öryggi og öryggistilfinningu þeirra sem búa, starfa og dvelja í umdæmi hennar.“ Tilkynninguna í heild má sjá hér að neðan:Vegna frétta um rannsóknir tveggja kynferðisbrota, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í dag og undanfarna dag, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að málin eru í algjörum forgangi hjá kynferðisbrotadeild embættisins og allt kapp er lagt á að upplýsa þau. Rannsókn þeirra miðar vel, en eðli málsins samkvæmt getur lögreglan hins vegar ekki upplýst um málsatvik, m.a. með tilliti til meintra þolenda. Nauðsynlegt er þó að taka fram að sumt í umfjöllun fjölmiða er ekki í samræmi við fyrirliggjandi rannsóknargögn lögreglu. Lögreglan hefur fundið fyrir mjög sterkum viðbrögðum í samfélaginu í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um áðurnefnd mál, og hafa henni borist fjölmargar fyrirspurnir áhyggjufullra borgara vegna þessa, ekki síst á samfélagsmiðlum embættisins. Það er skiljanlegt og undirstrikar mikilvægi þess að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldi stöðugt áfram að vinna að grundvallarmarkmiði sínu, sem er að tryggja öryggi og öryggistilfinningu þeirra sem búa, starfa og dvelja í umdæmi hennar. Tengdar fréttir Annar grunuðu farinn úr landi? Maðurinn birti mynd af brottfaraspjaldi og vegabréfi ásamt bjórglasi á samfélagsmiðli í morgun en samkvæmt færslunni var hann staddur á Keflavíkurflugvelli. 9. nóvember 2015 12:06 Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af rannsóknum tveggja kynferðisbrota sem Fréttablaðið hefur fjallað um síðustu daga. Í yfirlýsingunni segir lögreglan að málin séu „í algjörum forgangi hjá kynferðisbrotadeild embættisins og allt kapp er lagt á að upplýsa þau.“ Þá kemur jafnframt fram að rannsóknunum miði vel „en eðli málsins samkvæmt getur lögreglan hins vegar ekki upplýst um málsatvik, m.a. með tilliti til meintra þolenda. Nauðsynlegt er þó að taka fram að sumt í umfjöllun fjölmiða er ekki í samræmi við fyrirliggjandi rannsóknargögn lögreglu.“ Það hefur vakið mikla athygli að lögreglan fór ekki fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum og hefur sú ákvörðun verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Meðal annars er búið að boða til mótmæla við lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag. Um þetta segir í yfirlýsingu lögreglu: „Lögreglan hefur fundið fyrir mjög sterkum viðbrögðum í samfélaginu í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um áðurnefnd mál, og hafa henni borist fjölmargar fyrirspurnir áhyggjufullra borgara vegna þessa, ekki síst á samfélagsmiðlum embættisins. Það er skiljanlegt og undirstrikar mikilvægi þess að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldi stöðugt áfram að vinna að grundvallarmarkmiði sínu, sem er að tryggja öryggi og öryggistilfinningu þeirra sem búa, starfa og dvelja í umdæmi hennar.“ Tilkynninguna í heild má sjá hér að neðan:Vegna frétta um rannsóknir tveggja kynferðisbrota, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í dag og undanfarna dag, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að málin eru í algjörum forgangi hjá kynferðisbrotadeild embættisins og allt kapp er lagt á að upplýsa þau. Rannsókn þeirra miðar vel, en eðli málsins samkvæmt getur lögreglan hins vegar ekki upplýst um málsatvik, m.a. með tilliti til meintra þolenda. Nauðsynlegt er þó að taka fram að sumt í umfjöllun fjölmiða er ekki í samræmi við fyrirliggjandi rannsóknargögn lögreglu. Lögreglan hefur fundið fyrir mjög sterkum viðbrögðum í samfélaginu í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um áðurnefnd mál, og hafa henni borist fjölmargar fyrirspurnir áhyggjufullra borgara vegna þessa, ekki síst á samfélagsmiðlum embættisins. Það er skiljanlegt og undirstrikar mikilvægi þess að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldi stöðugt áfram að vinna að grundvallarmarkmiði sínu, sem er að tryggja öryggi og öryggistilfinningu þeirra sem búa, starfa og dvelja í umdæmi hennar.
Tengdar fréttir Annar grunuðu farinn úr landi? Maðurinn birti mynd af brottfaraspjaldi og vegabréfi ásamt bjórglasi á samfélagsmiðli í morgun en samkvæmt færslunni var hann staddur á Keflavíkurflugvelli. 9. nóvember 2015 12:06 Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Annar grunuðu farinn úr landi? Maðurinn birti mynd af brottfaraspjaldi og vegabréfi ásamt bjórglasi á samfélagsmiðli í morgun en samkvæmt færslunni var hann staddur á Keflavíkurflugvelli. 9. nóvember 2015 12:06
Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45
Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17
Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40
„Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03