Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. nóvember 2015 14:45 Hunduð Íslendinga hafa í dag deilt færslum á Twitter og Facebook þar sem mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa nauðgað tveimur stúlkum eru nafngreindir. vísir/valgarður Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingu meintra afbrotamanna á netinu eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Þetta er mat Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns á viðbrögðunum við forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar kynferðisbrotamál þar sem tveir menn liggja undir grun. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir mönnunum og talið er að þeir séu báðir farnir úr landi.Fjöldi nafnbirtinga á FacebookHundruð Íslendinga hafa í dag deilt færslum á Twitter og Facebook þar sem mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa nauðgað tveimur stúlkum eru nafngreindir. Þá gengur færsla sem eldur í sinu um Facebook þar sem einnig er að finna myndir af mönnunum og þeir sagðir nauðgarar. „Dómstólar hafa ítrekað lagt það til grundvallar sínum úrlausnum að ef að menn færa fram ásakanir um refsiverða háttsemi og ekki hefur verið sýnt fram á þær séu sannar þá er í mjög mörgum tilfellum um ærumeiðingu að ræða,“ segir Gunnar sem hefur víðtæka reynslu af málaflokknum.Sjá einnig: Málshöfðunin tilraun til þöggunarGunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður„Þegar að ásakanir eru svo alvarlegar sem þessar að þá er það í raun ekki nokkur spurning að þessar fullyrðingar eru ærumeiðandi.“ „Langt gengið“ að kalla þá nauðgara Nafn- og myndbirtingar dagsins séu þannig skýrt brot á þeirri meginreglu að menn teljast saklausir uns sekt þeirra er sönnuð fyrir dómi. Því sé á þessu stigi málsins „langt gengið“ að ganga út frá sekt mannana og kalla þá nauðgara að mati Gunnars. Sjá einnig: Annar grunuðu farinn úr landi?„Það er eiginlega alveg öruggt mál að ef rannsókn þessa máls er felld niður eða þeir sýknaðir fyrir dómi þá getur maður ímyndað sér að þeir fari í meiðyrðamál við þá sem hafa kallað þá nauðgara. Og það er nokkuð ljóst hvernig þau mál myndu fara,“ segir Gunnar. Hann telur þó í hæsta máti óeðlilegt ef mennirnir tveir sem hafa verið nafngreindir láti reyna á slíkar málshöfðanir áður en sýkna eða niðurfelling á málum þeirra liggur fyrir.Héraðsdómslögmaðurinn Guðný Hjaltadóttir taldi að sama skapi tilefni til að deila eftirfarandi færslu. TIL VARÚÐAR fyrir FB vini mína: Einstaklingur sem sakar aðra um refsiverða háttsemi án þess að sú sekt sé sannanleg...Posted by Guðný Hjaltadóttir on Monday, 9 November 2015 Tengdar fréttir Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingu meintra afbrotamanna á netinu eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Þetta er mat Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns á viðbrögðunum við forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar kynferðisbrotamál þar sem tveir menn liggja undir grun. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir mönnunum og talið er að þeir séu báðir farnir úr landi.Fjöldi nafnbirtinga á FacebookHundruð Íslendinga hafa í dag deilt færslum á Twitter og Facebook þar sem mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa nauðgað tveimur stúlkum eru nafngreindir. Þá gengur færsla sem eldur í sinu um Facebook þar sem einnig er að finna myndir af mönnunum og þeir sagðir nauðgarar. „Dómstólar hafa ítrekað lagt það til grundvallar sínum úrlausnum að ef að menn færa fram ásakanir um refsiverða háttsemi og ekki hefur verið sýnt fram á þær séu sannar þá er í mjög mörgum tilfellum um ærumeiðingu að ræða,“ segir Gunnar sem hefur víðtæka reynslu af málaflokknum.Sjá einnig: Málshöfðunin tilraun til þöggunarGunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður„Þegar að ásakanir eru svo alvarlegar sem þessar að þá er það í raun ekki nokkur spurning að þessar fullyrðingar eru ærumeiðandi.“ „Langt gengið“ að kalla þá nauðgara Nafn- og myndbirtingar dagsins séu þannig skýrt brot á þeirri meginreglu að menn teljast saklausir uns sekt þeirra er sönnuð fyrir dómi. Því sé á þessu stigi málsins „langt gengið“ að ganga út frá sekt mannana og kalla þá nauðgara að mati Gunnars. Sjá einnig: Annar grunuðu farinn úr landi?„Það er eiginlega alveg öruggt mál að ef rannsókn þessa máls er felld niður eða þeir sýknaðir fyrir dómi þá getur maður ímyndað sér að þeir fari í meiðyrðamál við þá sem hafa kallað þá nauðgara. Og það er nokkuð ljóst hvernig þau mál myndu fara,“ segir Gunnar. Hann telur þó í hæsta máti óeðlilegt ef mennirnir tveir sem hafa verið nafngreindir láti reyna á slíkar málshöfðanir áður en sýkna eða niðurfelling á málum þeirra liggur fyrir.Héraðsdómslögmaðurinn Guðný Hjaltadóttir taldi að sama skapi tilefni til að deila eftirfarandi færslu. TIL VARÚÐAR fyrir FB vini mína: Einstaklingur sem sakar aðra um refsiverða háttsemi án þess að sú sekt sé sannanleg...Posted by Guðný Hjaltadóttir on Monday, 9 November 2015
Tengdar fréttir Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17
Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00
Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40
„Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03