Aukið Norðurslóðasamstarf ofarlega á baugi í Seúl Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. nóvember 2015 12:10 Ólafur Ragnar Grímsson og Park Geun-hye takast í hendur í Seúl. mynd/yonhapnews Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti fund í Seúl með Park Geun-hye, forseta Suður-Kóreu í dag en á fundi þeirra sammæltust leiðtogarnir um að auka samstarf ríkjanna á Norðurslóðum. Á fundinum kom einnig fram „eindreginn vilji Kóreu,“eins og það er orðað á vef forsetaembættisins, til að efla siglingar og rannsóknir á Norðurslóðum og taka virkan þátt í samstarfi og stefnumótun á svæðinu. „Þá lýsti Park forseti sérstakri ánægju með þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle sem nú er haldið árlega í Reykjavík og stefnir Kórea að áframhaldandi þátttöku í þingunum,“ segir einnig á forsetavefnum.Á vef Korea Times er greint frá því að samstarf ríkjanna á Norðurslóðum sé ekki síst til þess fallið að kanna fýsileika norðausturleiðinar yfir heimskautið sem hefur í för með sér „kostnaðar- og tímasparnað fyrir skipafélög“ eins og það er orðað í fréttinni. Á vef forseta Íslands segir ennfremur að forseti Kóreu hafi lagt „ríka áherslu á mikilvægi þess að auka samvinnu Íslendinga og Kóreumanna á sviði viðskipta og fjárfestinga með tilliti til breyttra aðstæða á Norðurslóðum og bauðst jafnframt til að greiða götu hvers konar hugmynda í þeim efnum.“ Þá sagðist hún einnig sjá rík tækifæri í samstarfi þjóðanna á sviði endunýjanlegrar orku enda væru Íslendingar „forystuþjóð á sviði endurnýjanlegrar orku,“ og „Kóreumenn á sviði margvíslegra tæknilausna.“ Ólafur Ragnar hvatti til þess að hugmyndum um samstarf yrði fljótlega fundinn formlegur farvegur á vettvangi samskipta ríkjanna. Fundinn sátu einnig Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, embættismenn forsetaskrifstofu og utanríkisráðuneytis sem og Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Nánar upplýsingar um fund þeirra Óalfs og Park Geun-hye má lesa á vef forseta. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti fund í Seúl með Park Geun-hye, forseta Suður-Kóreu í dag en á fundi þeirra sammæltust leiðtogarnir um að auka samstarf ríkjanna á Norðurslóðum. Á fundinum kom einnig fram „eindreginn vilji Kóreu,“eins og það er orðað á vef forsetaembættisins, til að efla siglingar og rannsóknir á Norðurslóðum og taka virkan þátt í samstarfi og stefnumótun á svæðinu. „Þá lýsti Park forseti sérstakri ánægju með þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle sem nú er haldið árlega í Reykjavík og stefnir Kórea að áframhaldandi þátttöku í þingunum,“ segir einnig á forsetavefnum.Á vef Korea Times er greint frá því að samstarf ríkjanna á Norðurslóðum sé ekki síst til þess fallið að kanna fýsileika norðausturleiðinar yfir heimskautið sem hefur í för með sér „kostnaðar- og tímasparnað fyrir skipafélög“ eins og það er orðað í fréttinni. Á vef forseta Íslands segir ennfremur að forseti Kóreu hafi lagt „ríka áherslu á mikilvægi þess að auka samvinnu Íslendinga og Kóreumanna á sviði viðskipta og fjárfestinga með tilliti til breyttra aðstæða á Norðurslóðum og bauðst jafnframt til að greiða götu hvers konar hugmynda í þeim efnum.“ Þá sagðist hún einnig sjá rík tækifæri í samstarfi þjóðanna á sviði endunýjanlegrar orku enda væru Íslendingar „forystuþjóð á sviði endurnýjanlegrar orku,“ og „Kóreumenn á sviði margvíslegra tæknilausna.“ Ólafur Ragnar hvatti til þess að hugmyndum um samstarf yrði fljótlega fundinn formlegur farvegur á vettvangi samskipta ríkjanna. Fundinn sátu einnig Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, embættismenn forsetaskrifstofu og utanríkisráðuneytis sem og Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Nánar upplýsingar um fund þeirra Óalfs og Park Geun-hye má lesa á vef forseta.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira